Þeir bestu í faginu gengnir Birtíngi á hönd

Það eru ekki aðeins mínir fyrrum ritsjórar Illugi og Mikki, auk Eiríks Jónssonar, Jóns Óskars, Tinna og fleiri góðra manna og kvenna og þar með er talin Brynja Björk súperkona sem gengið hafa Birtíngi á hönd. Brynja var fyrst okkar til að taka pokann sinn neðan úr Skaftahlíð en nokkru síðar gekk holdskeflan yfir í kjölfar þess að Mikki tók við aðalritsjórn fyrirtækisins. Síðstu vikur hafa Reynir Traustason sjálfur og hans lið, þar á meðal synirnir Róbert og Jón Trausti verið að koma sér fyrir með blað sitt Ísafold. Og síðan og ekki síst höfum við fengið í hópinn, vin minn og félaga Tóta sjálfan sem vann með okkur flestum á Fréttablaðinu fyrstu misserin þar.

Það er ekki lítill fengur í að fá Tóta með sér á ritstjórn Mannlífs enda eðalblaðamaður og ekki síðri félagi og vinur. Ég hef ekki talið saman allan mannskapinn sem hér starfar nú og ég vann með áður hjá 365 en það er að verða nokkuð stór hópur. Nú síðast bættist Mýrdalurinn sjálfur í þennan eðalhóp sem fyrir var og gerir það væntanlega gott á Séð og heyrt ef ég þekki hann rétt. Og fyrir fáeinum dögum meistaraumbrotsmaðurinn Tryggvi sem var allan tímann með okkur á DV , því skemmtilega og umdleilda blaði

Ég kann þessu afskaplega vel því það er gott að fá fólk sem maður þekkir og veit hvar styrkur þess liggur. Þannig myndast góð ritsjórn sem vinnur vel saman og engar efasemdir eða stress. Annars er það merkilegt með fólk í blaðamannastétt; þeir sem þekkjast vel og hafa unnið saman sækjast eftir áframhaldandi samstarfi. Það er ekki aðeins ritsjórar og fréttastjórar sem skipta um blað sem draga að sér gamla vinnufélaga, heldur gildir það sama um blaðamenn sem fylgja hver öðrum gjarnan eftir.

Og ekki ætla ég að gera minna úr þeim sem hér eru fyrir; þessir i sterku loyal starfsmenn Fróða, sem var og hét sem ekki létur breytingar og erfiðleika hafa áhrif á sig. Auðvitað er það rjómi þeirra sem fyrir var hjá fyrirtækinu sem hélt áfram og urðu í kjölfarið Birtíngar. Ég spái því að fyrr en varir þá verði stærri hluti allra þeirra sem hér vinna fyrrverandi starfsmenn 365. Mér finnst notalegt að hugsa til þess, því þegar upp er staðið erum við einn stór vani og viljum hafa hlutina í föstum skorðum.

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja Björk Garðarsdóttir

Allir fá boldað nafnið sitt nema ég! Hvar er jafnréttið! Ég sendi femínistaherinn á þig begga!

Brynja Björk Garðarsdóttir, 14.3.2007 kl. 11:29

2 identicon

Elsku Begga! Gaman að sjá að þú skulir gera sömu fljótfærnisvillur og ég þegar ég skrifa orðið ritstjóri. RitSJÓRI.  He he. Mér stórlétti að ég væri ekki sú eina sem geri svona innsláttarvillur Eigðu góða helgi mín kæra. Ég tékkaði á Dýraríkinu sem sver af sér að hafa selt lifandi hamstra til átu fyrir froska... Bestu kveðjur, Anna Kr.

Anna Kr (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband