Ein pínu feit - önnur pínu mjórri - tveir fataskápar og allir glaðir!

 

Síðustu misseri hef ég verið að bæta á mig nokkrum kílóum. Þau vefja sig utan um mig svo hægt og þétt að enginn verður þess var. Táknrænn venulegur morgun fer þannig fram að staðið er framn við einn skápinn góða stund. Loks er ein flíkin valin og áður en buxur, pils og peysur eru komnar almennilega yfir þar til gerða líkamsparta sem má sjá í hendi sinni að fara aldrei lengra en svo að  stöðvast á tölum og rennilásum. Þeirri flíkinni er því snarlega kippt með átaki upp eða niður og hengd á sinn stað.

Næsti skápur tekin á 20 mínútum, öskrað og skellt aftur. Síðan er ætt inn í þvottahús, rifið út úr vélinni, hent inn í þurrkarann og beðið á nærunum við eldhúsið og blöðin lesin í tætlur. Og þegar allt er orðið þurrt þá er að finna fötin sem ég var í gær og þá loks kemst ég pirruð af stað í vinnuna.

Míir nánustu taka alls ekki eftir neinu; tala bara um hve vel ég líti út - enda fellur fitan vel í hrukkurnar sem hafa verið að fjölga sér undanfarn ár.

Er þett þá ekki bara allt í fína lagi; allir glaðir? Nei, ekki fötin mín sem hanga inn í skáp og auðvitað ég sjálf sem öskra úr pirringi i hvert sinn sinn sem bestu buxurnar mínar virðast hafa skroppið saman um nokkur númer. Þær fá því að hanga í skápnum í friði nema örsjaldan á milli þess sem þeim er kippt út í bjartsýniskasti og mátaðar að nýju. Það bregst ekki að þær hafa minnkað enn meira síðan síðast.

Það er ekki eins og þetta séu einhverjar druslur sem með góðri samvisku væri hægt að kippa út og fara með niður á hjálpræðisher eða mæðrastyrksnefnd.

Nei, þetta eru dýru klassísku fötin mín sem ég hef í gegnum árin keypt og pungað rækilega út fyrir þeim.

Flestir morgnar fara í fataleit, þar sem mátað er og aftur mátað - síðan endað á þeim sem ég var í daginn áður eða hinn. Sem sagt; tvennar gallabuxur til skiptanna, bolir eða peysur, einn kjóll og punktur. Í skápunum hanga pils, peysu skyrtur, buxur og sitthvað feira skreytt verðmiðum. Það eru fötin sem ég kaupi í ódýru búðunum og nenni ekki að máta; nenni ekki heldur að skila þegar ég kemst að því að large eða 38-42 eru sniðnar á penari dömur en mig.

Ég hef lagt minn götótta heila í bleyti og farið í huganum yfir allar mínar vinkonur, frænkur systur og aðrar konur mér tengdum og spurt sjálfa mig; hefur engin þeirra léttst um 6-8 kíló á meðan ég hef þyngst? Einhver sem mátar og mátar og öll fínu fötin hanga utan á eins og tjöld frá Seglagerðinni?

Ef þú ert svipuð í laginu og ég, hefur lést um átta kíló og ert svona 77 kíló og 173-4 á hæð, getur því miður ekki notað neitt af þessu því þú hefur lést svona. Láttu mig þá vita og þú mátt koma í minn skáp.

Já, einhver svona svipuð mér í vextinum... ætli ég sé ekki um það bil 1,73 cm á hæð 72-74 kíló, háfætt, með sama bossann og áður en ef augum er rennt yfir mig miðja... þá gæti mönnum flogið í hug að amman sjálf ætti von á... nei ekki sjötta barnabarninu. Það eru dætur mínar sem sjá um að eiga börnin. Í besta falli fengi ég þá spurningu hvort það hafi nokkuð breyst. Í versta falli gætu menn bara verið hreinir og beinir og spurt: "Hvenær áttu von á þér, er ekki farið að styttast í þetta hjá þér? Og ég sem hélt að þú gætir ekki átt fleiri börn?

Gott og blessað, en þær sem vænta barna, léttast þegar þau eru fædd. Ég er ólétt og á ekki von á neinu barni; léttist því varla í bráð nema...? Já, ég veit ég verð að fara að ... eða borða hollara.... Nei, ég hef ekki gleymt því; koma mér út á hverjum degi með hundana mína og léttast um 5-7 kíló og endurhenta fötin mín sem hangið hafa mánuðum saman inn í skáp. Og kannski kemst ég líka í þessi með verðmiðunum á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða volæði er þetta kona! Þú er sífögur í mínum huga. Láttu ekki örmjóu módelin í sjónvarpinu blekkja þér sýn; það erum við sem erum eðlileg.

Kv Valur Grettisson

valur (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 14:38

2 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Mikið var þetta sætt Valur minn að fá svona komennt frá ungum og myndarlegum gæja. Vissulega plástur á sárin. Þú er kjút við gamla hróið og bjargar helginni.

Forvitna blaðakonan, 30.3.2007 kl. 17:11

3 Smámynd: Sverrir Einarsson

Feit og falleg er svona eins og við alkar sögðum einu sinni, "Betri er feitur en fullur"

En ertu virkilega tæpir 2 cm á hæð (1,73cm??).

Hættu að hafa áhyggjur af þessu og þetta hverfur áður en þú veist.

Sverrir Einarsson, 2.4.2007 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband