Ótrúlegur skortur á greiðasemi starfsfólks Iceland Express

Christina vinkona mín og vinur hennar Ken héldu af landi brott í gær. Þau voru sæl og ánægð með ferðina og Magnús ók þeim í flugið. Nokkru áður en vélin fór í loftið hringdu þau og sögðu mér að þau væru með lyklana af bílnum á sér; Ken er vanafastur eins og ég og stingur alltaf lyklunum i vasann. Ég var búin að svipast um eftir þeim þegar Stína hringdi og grunaði Ken um að vera með þá. Þau voru eyðilögð yfir gleymsku sinni en voru komin út í að vél og hún á leið í loftið innan hálfrar klukkustundar. Ég benti Stínu á að tala við fólkið í hliðinu og spyrja hvort það gæti ekki tekið lyklana og komið þeim á einhvern sem byggi í bænum og ég myndi ná í þá til viðkomandi eða bílstjórnana á Flugrútunni sem tækju þá á BSÍ.

En trúi því hver sem vill; "Því miður við búum bæði í Keflavík og vitum ekki um neinn sem á heima í bænum, svaraða þetta ágæta starfsfólk Iceland Express þegar Stína spurði hvort þau gætu hjálpað sér að koma lyklinum til skila. Ekki efa ég að örvæntingin hafi leynt sér í fari þeirra Stínu og Ken enda ekki aðrir lyklar til. En það hreyf ekki á parið í hliðinu. Ég bað Stínu að rétta öðru hvoru símann til að ég gæti talað við þau, en það skipti engu. "Því miður við getum bara alls ekki hjálpað," og sama hverju ég stakk upp á, allt var þeim ómögulegt.

Christina varð því að taka lyklana með til Hafnar og freista þess að senda þá með hraðpósti í dag frá Danmörku með ærnum tilkostnaði því það kostar sitt að senda með DHL. Ekki skil ég hvers vegna fólk fær sig til að vera svona óalmennilegt en svo mikið veit ég að hefði ég verið í sporum þessa þokkastarfsfólks, þá hefði það ekki verið spurning að greiða götu þessara farþega þegar svona stóð á. Ég hefði reddað málum, hvernig sem ég hefði farið að því. Ekið með þá sjálf ef því hefði verið að skipta. Og svo þarf enginn að segja mér að ekkert starfsfólk á vellinum sem þetta miður ágæta par umgengst á vinnustað, eigi ekki heima í bænum. Á öllum kaffihúsunum í flughöfninni, í fríhöfninni, í tollinum, bílstjórarnir, farþegar eða bara einhverjir aðrir í þeim stóra hópi fólks sem þarna starfar. Ekki það, að vissulega er það ekki í verkahring flugvallastarfsmanna að þjónusta fólk á þennan hátt; en gerir maður ekki fólki greiða ef maður getur. Að minnsta kosti geri ég það og tel það ekki eftir mér.

Þetta var á milli þrjú og hálf fjögur og vaktinni að brátt að ljúka hjá mörgu þeirra. En letin og skortur á hjálpsemi og þjónustulund urðu til þess að lyklarnir fóru alla leið til Danmerkur. Hvað er eiginlega að fólki? Mér er fyrirmunað að skilja það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við kaupum reyndar eins og flest önnur flugfélög í Keflavík alla þjónustu við innritun af IGS í Keflavík sem er í eigu Icelandair. Ef þetta hefðu verið okkar starfsmenn er ég alveg viss um að þau hefðu allavega reynt að hjálpa. :-)

kv.

Matthías Imsland

Forstjóri Iceland Express

Matthías Imsland (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 13:51

2 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Þakka þér fyrir að sinna athugasemdum starfsfólk þitt og gott til þess að vita að þetta fólk var ekki á þinum vegum að öðru leyti en því að það ynnir vissulega þjónustuna af hendi fyrir Iceland Express. Það fríar því alls ekki IE frá því að bera ábyrgð á augljósum skorti á þjónustulund þessa starfsfólks eða þeirri vöntun starfsfólksins til að hafa gleði af því að sinna farþegum félagsins sem það hefur tekið að sér að þjónusta.

Mér finnst fyllsta ástæða til að þú nefnir þetta við verksala ykkar og óskir eftir því að það sýni ykkar farþegum sömu þjónustulund og farþegum Flugleiða. Þið eruð jú að borga fullt verð fyrir þessa þjónustu, ekki satt?

Annars þekki ég viðlíka vinnubrögð starfsfólks Flugleiða þegar samkeppnisaðilarnir eiga í hlut. Flugleiðir hafa lengi verið með allgjöra einokun á öllu sem telst til þjónustu á vellinum. Viðhorf starfsmanna Flugleiða voru nákvæmlega sama marki brennd fyrir tuttugu þrjátíu árum þegar ég var flugfreyja um nokkurra ára skeið hjá þeim "litla", Arnarflugi. Þá var engu líkara en starfsfólk á vellinum hefði fengið fyrirmæli um að hægja verulega á sér þegar okkar þotur lentu. Það átti við um alla, hvort sem um var að ræða hlaðmenn, cateringsfólk, þvottafólkið eða annað starfsfólk "stóra bróður" sem að að þjónustu flugvéla Arnarflugs. kom. Engu skipti hvort mikið eða lítið var að gera; ævinlega vorum við látin bíða; töskur Arnarflugsfarþegakomu síðastar á bandið og skipti þá engu hvort við lentum á undan Flugleiðavélinni sem koma á eftir okkur. Stigar og rafmangsunit komu seint og illa og undantekningarlaust var okkar stæði eins langt frá inngangi og hugsast gat.

Þetta hefur greinilega ekkert breyst með nýjum eigendum. En það breytir ekki því að það á ekki að líða þeim að kasta til höndum við vinnu sína þegar aðrir en þeirra companí á í hlut.

Forvitna blaðakonan, 15.6.2007 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband