Með vilja eða ekki vilja

Dómur héraðsdóms yfir Pólverja fyrir meinta nauðgun á Hótel Sögu í vor er athyglisverður fyrir margar sakir. Ekki síst fyrir það að atburðarrásin mun hafa verið með þeim hætti að ekki var hægt að sanna fyrir dómi að maðurinn hafi komið vilja sínum fram með valdi þar sem stúlkan var jafnvel ekki hafa verið mótfalin samförunum.

Það sem stingur mig hvað helst er að svo virðist sem vel hafi farið á með parinu í byrjun og stúlkan jafnvel gefið til kynna að hún væri ekki mótfallin því um frekari samskipti þeirra síðar um kvöldið gæti orðið eins og títt er meðal þeirra sem hittast á skemmtistöðum. Öll vitum við og þekkjum hvernig kynni af þessu tali geta endað.

En deginum ljósara var að stúlkan var ekki reiðubúin til samfara á staðnum. Og þá erum við komin að kjarna málsins. Kvikmyndir, bíómyndir og fjölmiðlar almennt hafa komið inn ákveðnum hugmyndum um spennandi samskipti á milli karla og kvenna. Það þykir í meira lagi töff að láta taka sig á klósetum í flugvélum, upp á borðum, inn á skrifstofum eða í húsasundum. Það er með öðrum orðum töff karl sem tekur af skarið og lætur meira en vel að konu með þessum hætti. Það er ímyndin af eðlilegum samskiptum á milli kynjanna sem komið er inn hjá okkur hvarvetna.

Karlmenn, ekki síður en konur eru haldnir þessari hugmynd. Konur eiga að hafa frumkvæði og rífa sig úr með tilþrifum, karlmenn eiga að vera töff og alls ekki að tvínóna við hlutina. Og okkur er sýnt hve konum þyki spennandi og æðislegt að láta "taka sig". Hvarvetna er þessari hugmynd lætt að okkur. Er það ekki einmitt það sem gerðist þetta kvöld á Hótel Sögu?

Það er svo önnur saga hvort stúlkna var reiðubúin þegar á hólminn var komið. Eftir því sem ég kemst næst af fréttum af þessu máli, mun svo ekki hafa verið. Hún vildi kannski ekki sýnast tepra og brjótast um og æpa á hjálp?

En maðurinn má sín einskis; kæra frá stúlkunni og hann hefur setið inni í fleiri vikur. Og hans ætlan var kannski aðeins að vera töff karlmaður og heilla dömuna með þessum hætti. Er þetta ekki allt hálf öfugsnúið þegar svo er komið að töffheitin snúast um í andhverfu sína þegar á reynir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Ég hef alltaf talið að það þyrfti samþykki beggja til samfara.

Ég hefði ekki elt konu inn á salerni hrint henni inn í lítið rými, læst hana þar inni, girt niður um hana og framkvæmt alls kyns kynlífsathafnir nema hún hafi með beinum hætti gefið samþykki sitt með þátttöku í athöfninni með látæði eða orðum.

Þessi hegðun er sönnuð. Finnst þér þetta ekki ógnandi hegðun a.m.k. eða andlegt ofbeldi.

Það að ókunnug persóna ráðist inn á eitthvað sem maður telur privat án samþykkis er ógnandi hegðun. Að ýta manni inn í lítinn klefa og læsa er ofbeldi. Að afklæða manneskju án samþykkis hennar er ógnandi og ofbeldisfullt. Eftir allt þetta að hafa samfarir við viðkomandi án þess að hún gefi samþykki sitt er hrein nauðgun.

Jón Sigurgeirsson , 7.7.2007 kl. 00:25

2 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Hjartanlega sammála þér Jónas! Líklega má misskilja þessa færslu mína illilega en það er af og frá að mér finnist dómurinn sanngjarn. Ég hefði að ósekju getað lýst því yfir í færslunni hér að ofan hve langt frá veruleikanum, annaðhvort dómarar eða lögin eru ef ekki er hægt að sanna að stúlkan hafi verið beitt ofbeldi af grófustu gerð; sumsé henni var nauðgað kynferðislega.

Lögin kveða svo á ætla megi að samkomulag beggja hafi legið fyrir um það sem fram fór inn á klósetinu vegna þess að stúlkan braust ekki um á hæl og hnakka og grátbað um hjálp. Dómendur í héraðsdómi virðast vera sama sinnis eða þeir túlka lögin á þann hátt.
Það þarf ekki að spyrja að mér finnst að menn séu úti á túni í þessum efnum. Það er ekkert samasemmerki á milli þagnar og samþykkis. Framburður stúlkunnar þótti trúverðugur þegar hún vitnaði fyrir dómi um að maðurinn elti hana á klósetið þröngvaði til kynlífs og beitti við þær aðfarir ofbeldi. Það er vitaskuld fyrstu gráðu nauðgun. Í færslunni fyrir ofan er ég aðeins að vekja athygli á hvernig viðhorf ungs fólks kunna að mótast innan þess menningarheims sem það lifir og hrærist í. Hver eru gildin sem menn setja sér í þessum efnum ef skilaboðin eru hvarvetna á skjön við siðferðið. Ég benti í því sambandi á boðskapinn sem hvarvetna kæmi fram leynt og ljóst. Eftir sitja ringluð ungmenni og klóra sér í hausnum - ef þau þá hugsa beint um efnið. Mun líklegra er að allskyns viðhorf sem eru á skjön við þau gildi sem við lærum í lífinu, læðist inn smátt og smátt án þess að manneskjan hugsi neitt sérlega um hvers vegna viðhorf hennar er allt í einu breytt. Það sem þótti ruddaskapur í gær, gæti verið ferlega töff í dag.

Á þetta var ég að benda í færslu minni en ég er jafn hissa á dómnum eftir sem áður.

Forvitna blaðakonan, 8.7.2007 kl. 03:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband