Dansar á Goldfinger til að fjármagna tónlistarnám dóttur sinnar, sem er ellefu ára píanósnillingur

Ég var eins og fjórðungur þjóðarinnar í búðkaupi í gær. Bróðursonur minn Helgi Bersi Ásgeirsson gekk í hjónaband en Ásgeir Þór bróðir minn hélt Helga Bersa og eiginkonu hans veglega veislu eftir athöfn í Kópavogskirkju sem fram fór kl. 13.00. Nokkuð óvenjulegur tími en það var 7. júní og eftir því sé ég best veit voru í kirkjunni gefin hjón saman á klukkustundar fresti allan daginn.

Eins og Geira er vandi var boðið af rausn en það var dálítið einkennilegt að sitja undir borðum svo snemma dags og njóta þriggja rétta máltíðar með tilheyrandi drykkjum. Meðal skemmtikrafta var Geir Ólafs sem kom og söng tvö lög en Geir sagði mikið að gera en hann átti fyrir höndum áð syngja í sex brúðkaupum þennan dag.

Brúðkaupsgestir voru í kringum hundrað, stórfjölskyldan, vinir og aðrir sem að Geira standa. Erpur Eyvindarson er meðal vina Geira og hann heldur ekki svo boð að rapparinn sé ekki meðal gesta. Í þetta sinn fór Erpur á kostum og rappaði til brúðhjónanna og fjölskyldunnar auk þess að taka tvo skemmtilega bragi um spillinguna í kringum Árna Johnsen. 

En mest á óvart kom ellefu ára stúlka frá Úkraníu sem lék sónötu eftir Chopin á píanó og annað verk sem ég ekki þekkti sem krafðist mikillar tækni og fingraæfinga. Það var ótrúlegt að sjá og heyra til þessara ungu stúlku sem hefur þegar unnið til verðlauna erlendis.

En það sem mér fannst enn merkilegra við hana er að hún er dóttir eins dansara á súlustað Geira, Goldfinger. Já, einnar þeirra kvenna sem Geiri hefur verið ásakaður um að selja og beita ofbeldi með því að loka inni. Móðirin sú var einnig í veislunni, bráðmyndarleg en hún dansar til að fjármagna tónlistarnám dótturinnar. Þær búa báðar hér eins og hverjar aðrar mæðgur, mamman fer í vinnu nokkur kvöld í viku og dóttirin stundar nám.

Ekki var á þessum mæðgum að sjá að þær væru mansalsfórnarlömb. Einkar viðkunnalegar og dóttirin litla hafði yfir sér yfirbragð sem ég man ekki til að hafa séð meðal íslenskra jafnaldra hennar. Eitthvað sem ekki er hægt að skilgreina en það voru fjaðurmagnaðar hreyfingar og reisn sem einkennir aðeins snillinga enda efast ég ekki um að það eigi eftir að heyrast frá þessum unga píanósnillingi í framtíðinni. Hún var hreint ótrúleg og brúðkaupsgestir urðu gjörsamlega hvumsa þegar hún hóf að leika á píanóið. Fingur hennar renndu yfir hljómborðið eins og þeir kæmu ekki við það og hendurnar gegnu í kross á meðan. Þeir sem til þekkja vita að sónötur Chopin eru sumar erfiðar og ekki fyrir aukvisa að leika.

Það hvarflaði að mér að femínistar þessa lands sem heyrist hvað hæst í þegar forsjárhyggja þeirra brýst fram ættu að hitta móðurina og fá á hreint hjá henni hvernig henni líður hér með dóttur sinni sem hún leggur allt í sölurnar fyrir en víst er að hún gæti ekki einbeitt sér að því að styðja dóttur sína í tónlistarnáminu nema fyrir það sakir að hún dansar súludans á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg er ég viss um að þú setur þetta inn til að hleypa fólki í háaloft!  Annars er alveg ótrúlegt að einhver haldi því fram að eina leiðin til að fjármagna tómstundir barna sé að leggja fyrir sig súludans.  Ja sussu!

Klara Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 18:23

2 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Athugaðu að konan er frá Úkraníu og því er ekki haldið fram að hún hafi ekki aðra leið til að vinna fyrir sér og dótturinni. Hún kýs hins vegar að vinna hér og það er hennar val og víst að hún hefur betri tekjur hér en í heimalandinu.

Forvitna blaðakonan, 8.7.2007 kl. 19:18

3 identicon

þó konan sé frá Úkraínu (ég gat mér nú til að hún væri útlensk) er hægt að velja annað en súludans til að vinna við. Það sem mér finnst eftirtektarvert í færslu þinni er sú fullyrðing að án þessarar vinnu væri barnið hennar ekki í tónlistarnámi.

Klara (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 19:36

4 identicon

Það var viðtal við þær mæðgur á stöð 2 í gær kom berlega í ljós að langar fjarvistir þeirra mæðgna höfðu ekki góð áhrif á barnið en hún skynjaði fullkomlega það sem móðir hennar barðist fyrir og það var hún einkadóttirinn sem átti að fá það besta og ef Klara er svo heimsk að halda að laun í fiski eða læknir með 150 dollara hefðu aldrei getað þetta stúlkan væri með sitt gagnfræðapróf og ekki merkilega framtíð að sjá hvernig Bergljót sér það fallega í fólki á að virða og það væri vonandi að fleiri væru svona jákvæðir Katla ég veit ekki hvernig þú hefur framfleitt börnum þínum en það er lítið mál á litla Íslandi bara fara og fá styrkveitingu en það er auðheirt að leggðir þig ekki mikið fram um að vera viss um að þau væru fremri öðrum börnum

Ketill Jónsson (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 09:01

5 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Hvaða áhrif ætli það hafi á barnið að vita hvað móðir þess hefur gert til þess að framfleyta henni? Stúlkan beygði af í sjónvarpsviðtalinu. Þetta virðist ekki vera mjög jákvætt mál, satt að segja.

Svala Jónsdóttir, 12.7.2007 kl. 22:57

6 identicon

Sæll Ketill. Það væri nú ágætt að æfa sig í að nota punkta og kommur í textanum  og svo langar mig helst til að nafnið mitt sé rétt skrifað.  En heldurðu virkilega að aðeins tvær leiðir séu fólki færar til að framfleyta börnum; það er að dansa á Goldfinger eða fá "bara styrkveitingu"? 

Klara Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband