Af sem áður var þegar skatturinn sendi manni feitan tékka 1. ágúst

Ég er afar lélegur skjalavörður; er með tvær möppur sem ég hendi annað kastið í plöggum sem ég þarf að eiga en þess á milli eru allskyns pappíara oní töskunum mínum, inn í dagbókinni minni í kössum eða hillum.

Og svo þegar ég þarf að fletta einhverju upp hefst æðisgengin leit og það bregst aldrei að ég finn það sem mig vanhagar um - bara ekki fyrr en í síðasta kassanum, pokanum  eða í neðstu eða efstu hillunum.

Þannig var það þegar ég var að tygja mig í háttinn í síðustu vikuað ég mundi allt í einu eftir að álagningarseðilinn frá skattinum var komin ná netið. Fór því af stað og sneri öllu við til að finna aðgangsorðið. Fann öll frá 2004 en bara ekki það nýjasta. En ég er svo fjári þrjósk að þegar ég byrja að leyta er ekki nokkur leið að stöðva mig.

Loks þegar ég var búin að fara í gegnum nær öll hugsanleg plögg fann ég lykilorðið en þá var klukkan líka orðin fjögur og gott betur.  En þrjóskan í mér varð til þess að augun á mér hanga og athyglisskyn mitt eins og hjá rollu að vori í nýgræðingi. 

En sumsé; ég fékk mínar vaxtabætur sem eru um það bil helmingur útgreiddra launa. Það skeikaði ekki nema nokkrum krónum á útreikningur skattmanns og minna þegar ég taldi fram.

En ég man að sú var tíðin; fyrir tuttugu árum eða svo þegar ég var með stelpurnar litlar, þá var það heil fúlga af aurum sem ég fékk í hvert sinn, fyrsta ágúst; og ekki bara ég einstað konan, heldur flestir vina minna, í hjónabandi. Og svo ekki sé tlaða um þá vina minna sem voru að byggja og skulduðu mikið í eignum sínum. Menn gátu lifað eins og greifar allan mánuðin, keypt þvottavélar, sófasett , sjónvörp og bíl eða Guð má vita hvað. Ég man að ég brá mér í Simens eitt árið og keypti mér þvottavél og uppþvottavél og borgaði inn á bíl.

Síðan hafa vaxtabætur verið skerptar svo um munar og lækka með hverju árnu, einmitt þegar húseigendur þurfa hvað helst á þessum peningum að halda þar sem lán eru hlutfallslega miklu hærri og vextir að sama skapi.

Þegar ég keypti mína fyrstu íbúð þá kostaði hún 1.600.000.-. Þetta var lítil tveggja herbergja íbúð í Breiðholtinu sem þá var að byggjast. Ég var tvítug og þáverandi maður minn aðeins eldri. Hann átti nýlegan bíl sem hann nota bene átti því þá tíðkaðist ekki að lána í bílum nema notuðum og aðeins hluta kaupverðs og samþykktum víxli.

Það var ekki mikið mál að fjármagna þessa íbúð. Bíllinn hans gerði sig 400 þús. Ég átti sparimerki að upphæð 117.000 sem ég mátti innleysa vegna íbúðakaupa eða þegar ég gifti mig.  Ég var að vinna í Landsbankanum og þar var sterkur lífeyrissjóður sem lánaði hærri upphæð til húsakaupa en flestir aðrir sjóðir. Í þennan tíma hafði ég ekki nægilega langan starfsaldur að baki í bankanum til að fá fullt lán en það gerði ekkert til. Tengdapabbi skrifaði upp á tvo víxla 250.þús hvor þar til ég fengi láninð einhverjum mánuðum eða ári síðar. Húsnæðislánið var 545.000 með hlægilegum vöxtum og óverðtryggt.

Það sem upp á vantaði voru liðlega 50 þús. sem við nurluðum saman en fjárinn að ég muni hvað ég var með í kaup í bankanum en mig minnir að það hafi verið í kringum 30. þús á mánuði.

Inn í þessa íbúð sem var svo að segja spáný fluttum við á brúðkaupsnóttina í febrúar 1973 og bjuggum í tvö ár. Þá festum við kaup á yfir hundrað fermetra íbúð á Holtsgötunni. Hún var í nýju húsi og mig minnir að hún hafi verið rúmlega fokheld þegar við fengum hana. Þori ekki alveg að segja hvað hún kostaði, en eitthvað á milli 3.5-4. millj. Í það minnsta seldum við hana nær fullkláraða á yfir sjö milljónir tæpu ári síðar því erfitt var að vera með lítil börn við Holtsgötuna. Strætó gekk bæði Holtsgata og Öldugötuna og niður og upp Framnesveg og ég var alltaf með lífið í lúkunum þegar elsta dóttir mín var úti að leika sér. Það varð úr að við seldum.

En þetta segi ég nú aðeins til gamans hér og gaman væri ef einhver nennti að reikna þessar upphæðir til núvirðis og bera saman hvernig kaupin gerðust á eyrinni upp úr 197-2. Þess má geta að sex árum eftir að við keyptum okkar fyrstu íbúð fengum við lóð í Skjólunum og byggðum okkur  280 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum. Ég sá eitt slíkt auglýst ekki alls fyrir löngu á yfir 70 milljónir.

Já, mikið væri maður vel settur ef ég hefði valið rétt strax en ekki komist að því eftir að hafa alið þrjú börn með fyrri eiginmanni að hjónabandið myndi ekki ganga. Ég man að þegar við slitum hjónabandi okkar og seldum, þá hvíldu 600 eða 800 þúsund á húsinu. Það var 1985 og búið að taka tvö núll aftan að krónunni.

Ef ég ætti þetta hús enn og allt hefði gegnið eins og hjá venjulegu fólki þá væri það örugglega skuldlaust. Svona getur maður farið illa að ráði sínu en það tapa allir á að skilja, enginn græðir.

En ég er ekki að kvarta; þetta hefst bara upp úr því að velja ekki rétta makann strax. Ég segi því við ólofauð ungmenni; veljið rétt í upphafi, vandið valið og hugsið ekki bara um hvað þið eruð ástfangin í dag. Hugsið fram í tímann reynið að sjá fyrir ykkur stöðuna eftir fimm eða tíu ár. Verið viss um að gallar tilvonandi maka sem þið ætlið að eyða ævinni með séu ekki alvarlegir en svo að hann geti sniðið þá af en komi ekki niður á fjölskyldunni og leggi líf allra í rúst með skapgerðarbrestum.

 Og númer eitt tvö og þrjú er að velja maka sem eru reiðubúnir að verða góðir foreldrar, menn og konur með stórt hjarta, heiðarlegt og ábyrgar manneskjur og umfram allt skemmtilega maka. Húmor er lífsnauðsynlegur í hverju hjónabandi.

Já, húmorinn er mikilvægara en allt annað; að geta hlegið saman, verið í krampa inn í sér og pissað niður úr öllu. Já, jafnvel í fyllt skóna ogvolgnað um fætur og látið sér fátt um finnast; haldið bara áfram að hlægja þangað til maður finnur allt í einu hvernig hlýr vökvinn rennur alla leið oní skó, Skítt með eina skó fyrir slíkt endórfínkikk. Og það er meira að segja þess virði að upplifa það kikk hvar sem er. Í kokteilboðum, barnaafmæli hjá tengdafjölskyldunni eða bara í bílnum á leið heim úr Rúmfatalagernum.Ég tala af reynslu; hláturinn og samstilltur húmor getur látið  hjónaband sem ætla mætti í byrjun að héldi ekki lengi lukkast eins hjá konungsbornum.  Hláturinn og gleði eykur endorfín og dópamín í heilanum; efnunum sem stjórna gleðinni og ánægjunni. En leiðinlegur maki; þó fullkominn sé að öðru leyti sér til þess að hjónabandið verður ekkert annað en leiðinlegt og óspennandi

Trúið mér, ég veit hvað ég er að segja. Davíð faðir minn sem lést fyrirbráðum fjörutíuu árum, alltof ungur hann var allra allra manna skemmtilegast; helst að bróðir minn, Ásgeir komist næst honum hvað varðar húmorrinnog ljúft skapið.

Pabbi heitinngerði það af gamni sínu og hreinni stríðnu að koma okkur systrum til að hlægja. Við matarborðið eða yfir kaffibolla í stofunni heima fyrir daga sjónvarps. Oftar en ekki enduðum við undir borði við að þurrka upp eftir okkur um leið og við létum lítið bera á  þegar við skriðum undan borðstofuborðinu eða læddumst inn í herbergi til að nálgast hreint nærhald fyrir það blauta.

Já, Ásgeir Þór bróðir minn )Geiri í Goldfinger erfði frá pabba húmorinnog ekki síst frásagnarlistina. Það kemur enn fyrir að það falli nokkrir dropar í buxurnar þegar hann er upp á sitt besta að segja sögurnar. Vísast er helmingur þeirra frásagna staðfærð í búninginn en helgar sannarlega meðalið og ekki alltaf á vísan að róa með hvað er satt, hvað er logið eða vel skreytt. Það gerir bara ekkert til; það er alltaf jafn gaman að vera í nálægð hans og hlægja frá sér allt vit.

Og Gleymið ekki að velja þann skemmtilegasta á ballinu; en ALLS EKKI Þá SÆTUSTU, SVO EKKI SÉ TALAÐ UM ÞANN SÆÆÆSTA!!

Það eru leiðinlegu og montnu gæjarnir sem vita af sér og halda að þeir geti farið út fimmtán mínútur fyrir þrjú með sætustu stelpuna. Og ætli sér jafnvel nokk meira en hún; án þess að nefna það. Þessir sætu halda nefnilega að allar stelpur bráðni og verði eins og vax í höndunum á þeim. Þeir ætla að ráða ferðinni.

Munið að nördarnir og þessir sem ekki ber mikið á, eru mannsefnin; þessir sem maður tekur kannsi ekki eftir í fyrstu en eftir því sem maður hittir þá oftar breytist það og leynir sér ekki að þessi sem mani fannst nú lítið til koma er meira en sjarmeradi langt umfram súkkulaðieyjana.

Þeir eru bara til að daðra við og leika sér dálítið með. En góðan gæja er alltaf hægt að sjæna dálítið til og gera flottan. Og það eru einmitt þeir sem eldast svo vel og verða allra karla myndarlegastir um fertugteða fimmtugt. Og þá mega konurnar vara sig og passa þá fyrir hinum sem gáfust upp súkkulaðidrengjunum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Sammála systir. Hláturinn er allra meina bót og lengir lífið án efa. Sjálf gæti ég aldrei verið gift leiðinlegum manni. Við stystur erum svo lánsamar að vera allar með sama húmorinn. Minnist þess einnig þegar þið hinar pissuðuð í ykkur af hlátri. Mín blaðra var jafnan sterkari - en hláturtaugarnar þær sömu.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 10.8.2007 kl. 10:15

2 identicon

Skemmtilegur pistill Begga mín og sannur.

Kveðja

Brynja 

Brynja Björk (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 12:13

3 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Kommentaði á síðustu færslu 

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 10.8.2007 kl. 18:51

4 identicon

já, ekki er ráð nema í tíma sé tekið! :)

Arna (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband