Fingraför Óskars Hrafns farin að sjást á visir.is

Frikki Indriða hringdi í mig í morgun og ég hafði mikla ánægju af að heyra frá honum þó samtal okkar hafi ekki verið langt. Hann er kominn á visir.is . Víst er að ef fólk er eins þenkjandi og ég og auk þess með fréttasýki, eigi heimsóknum á eftir að fjölga nokkuð inn á vefinn en mér segir svo hugur að þar megi lesa heitustu fréttirnar.

Og Þegar má sjá á vefnum að unnar eru sjálfstæðar fréttir og enginn pempíugangur í mönnum. Þó  er ekki gegnið svo langt að birta nöfn manna í viðkvæmum málum eins og sýnir sig á fréttinni um fangann sem svipti sig lífi. Veit af reynslu að ritstjórninni er kunnugt um hvað mann var að ræða.

Óskar Hrafn er hörku fréttamaður og þægilegur í samstarfi. Mjög gaman að vinna með honum og hann er með húmorinn í lagi. Hann hefur fengið til liðs við sig tvo fyrrum vinnufélaga mína á DV, þá Frikka og Andra Ólafs. Frikki er reynslubolti sem er ótrúlega afkastamikill. Aldrei neitt fum og fár á honum, heldur gengur svakalega undan honum; ekki bara suma daga heldur alla daga.

Andri er einn þessara ungu manna sem á framtíðina fyrir sér. Öflugur tabloidblaðamaður og með gott fréttanef. Auk þess sem hann er drengur góður. Enn það þarf aðeins að sníða af honum nokkra vankanta eins og títt er með unga menn sem vita ekki alveg hvað þeir ætla að verða þegar þeir eru orðnir stórir. Andri sómdi sér vel á DV, blaðinu sem Íslendingar þorðu ekki að gangast við að þeir læsu. Hef oft hugsað hvers vegna við skerum okkur frá hinum Norðurlandaþjóðunum og Bretum sem gangast við því án þess að blikna að þeir lesi til að mynda Extrablaðið eða SUN. Og hafi gaman af. Trúi því ekki að við séum orðin svona ameríkanseruð og skynhelg í hugsun eins og sýndi sig í DV málinu í fyrra. Þaðan verðum við að snúa okkur og fylgja Evrópu í ríkari mæli. Já ganga í Evrópusambandi, en nei, ég ætla ekki að ræða það hér og nú.

Ég vissi ekki fyrr en ég var hætt að vinna með Andra hverra manna hann er en fyrrum stjúpfaðir hans er góðvinur bróður míns og móðir hans hörkulögmaður. Ég sá hann því nokkru sinnum lítinn dreng. En mikið fjári er tíminn fljótur að líða.

Til lukku með byrjunina Óskar Hrafn og haltu áfram á sömu braut, ég mun fylgjast með!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband