Á vísir.is er sagt frá þeirri beiðni Sveins Andra fyrir hönd skjólstæðings síns, Jóns Péturssonar að hann sæti rannsókn á höfði þar sem hann slasaðist fyrir nokkrum árum og er ekki samur eftir það.
Ég vann með Jóni Péturssyni á sínum tíma í Landsbanka Íslands. Hann var í Veðdeildinni og ég í Tölvudeildinni. Þær voru þá hlið við hlið og ég spjallaði stundum í kaffipásum við þennan prúða pilt sem ég man ekki til annars en hann hafi verið.
Útilokað var á þeim árum að hugsa sér að hann ætti eftir að fremja svo viðurstyggilega ofbeldisglæpi gagnvart konunum í lífi hans eins og sannast hefur á hann og hann dæmdur fyrir.
Víst veit ég að ofbeldismenn á heimilum bera það ekki utan á sér fremur en kynferðisglæpamenn og barnaníðingar. Oftar en ekki koma slíkir menn fram í vinnu sem mjög prúðir og vinsamlegir menn. En að Jón Pétursson hafi þann mann að geyma sem hefur sýnt sig er ótrúlegt.
Er það ekki annaðhvort bölvað áfengið eða kann að vera að hann hafi skaðast á heila sem veldur slíkum persónuleikabreytingum sem fær þennan prúða mann sem ég held bara að hafi verið einn yfirmanna Veðdeildarinnar fyrir nokkrum árum. Sjaldan hef ég orðið eins hissa og þegar í ljós kom að þessi maður af öllum mönnum væri valdur að slíku ofbeldi. En þess ber að geta að ég get ekki sagt að ég þekki hann persónulega; aðeins málkunnug honum.
Meginflokkur: Fjölmiðlar og fólk | Aukaflokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 21.8.2007 kl. 02:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.