Umferðaröngþveiti í Hveragerði nokkrum mínútum fyrir átta - kannski börnin eigi erfitt með gang eða slæma foreldra sem misskilja gæði uppeldisins.

Nokkrum mínútum fyrir klukkan átta á morgnanna stíga Hvergerðingar sem eiga börn í skóla út í bíla sína og aka af stað með sína krakka. Ótrúlegt en satt að í ekki stærri bæ er börnunum ekið í skólann, rétt eins og fæturnir beri þau  alls ekki. Og það sem verra er; það dettur engum eða fáum í hug að skiptast á að pikka upp vinina eða krakkana í næsta húsi, Heldur fer fjölskyldan á númer 25 út í bíl með börnin í skólann og í sama mund gengur sú á 27 út með sína. Síðan aka þeir hver á eftir örðum að sólanum. Á horninu inn á aðalgötu bæjarins er vanalega nokkurra mínúta bið. Jú það eru allir að fara það sama frá svo að segja sama blettinum. Ótrúlegt, en svo sannarlega satt.

Ég er ein þeirra sem kem mínu ömmubarni í skólann á morgnanna. Hann hefur farið á hjólinu nokkru sinnum en einstaka barn notar hjólið í skólann. En gangandi barn? Því er fljótsvarað. Ég hef ekki enn séð börn eitt eða fleiri ganga saman í skólann utan tvö þrjúhundruð metra radíusar frá skólalóðinni en svo virðist sem þau börn sem búa í næstu húsum láti sig hafa það að hreyfa fæturna nokkur skref á morgnanna

Ég er þeirrar gerðar að mér finnst þetta gjörsamlega óviðunandi. Í næsta húsi við mig býr skólasystir Smára og ég gerðist svo djörf að banka þar upp á og spyrja hvort við ættum ekki að skiptast á að fara með krakkana. Þau gætu komið til hvors annars og þegar gott væri veðrið gætu þau tölt þetta saman.

Ég greindi lítinn áhuga heimilisföðurins sem ég talaði við. Svaraði mér með semingi að hann þyrfti að ræða það við móður barnsins. Hef ekki heyrt í þeim síðan. Ég held að það ætti að vera forgangsverkefni foreldra í Hveragerði að sjá til þess að börnin læri frá upphafi að taka ábyrgð og mæta á réttum tíma í sólann; gangandi.

Í þessum sléttlenda bæ þar sem tæpast finnst brekka, er hending að sjá mann á hjóli. Ég man ekki eftir neinum bæ svona í fljótbragði sem hefur slíkar kjöraðstæður nema Selfoss. Þar þvælast menn sannarlega ekki fyrir hver öðrum á hjólunum.

En kannski er þetta ekki bara bundið við Hveragerði. Ég hef bara ekki verið inn í skólamálum barna í 15-20 ár frá því mínar stelpur voru litlar. Getur það verið að það sama sé upp á tenginn um allt land svo fremri sem börnin búa ekki í næstu húsum við skólana.

Ég man ekki til þess að ég flytti mínar dætur í bíl til og frá skóla nema þegar slæmt var veður og þó að ég væri að fara út úr húsi um leið og þær láði ég ekki máls á akstri nema kannski upp á horn þar sem ég beygði til minnar vinnu.

Sjálf gekk ég alltaf í skólann eftir hitaveitustokknum, í Bústaðhverfinu; dágóða spotta því ég bjó við Borgarspítalann. Þ'a voru ekki bílar almenningseign og þó svo hefði verið sé ég ekki að  foreldrar mínir hefðu látið sér detta í hug að ganga þannig undir okkur systkinum. Hvernig sem viðraði gengum við öll, sum úr Hvassaleiti Eirikur Jónsson stjörnublaðamaður bjó þar ) og frá öðrum götum þar í grend. Svo hittust allir á stokknum og það var oft skemmtilegasti tími dagsins; á leiðinni í skólann...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Þér stendur enn gamla DBS reiðhjólið mitt til boða, Begga mín. Því fylgir líka reiðhjálmur. Nú skaltu bera þig eftir reiðskjótanum og fylgja Smára síðan hjólandi í skólann á hverjum morgni. Hann á sínu hjóli og þú á nýfengna hjólhestinum  þínum. Hann er umhverfisvænn, sæmilega hraðskreiður á sléttlendi og bara snotur í útliti. Þá er það óumdeilanlegur kostur að ekki þarf að bíða í umferðarteppu á reiðhjóli því löggjafinn hefur leyft okkar, reiðhjólafólki, að ferðast um á gagnstéttunum.

Fáðu nú hjólhestinn minn og hættu að reykja í eitt skipti fyrir öll!

Og hana nú!

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 31.8.2007 kl. 10:22

2 Smámynd: Ólöf Anna

Þú veist það að börn í dag eru ekki gerð úr sama efni og fyrri kynslóðir. Þau eru að mig minnir úr postulíni.

Ólöf Anna , 3.9.2007 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband