Hrokafullir og heimskir Íslendingar

Heyrði eða las einhverstaðar í fjölmiðlum að Íslendingar vilji ekki að útlendingar þjóni til borðs þegar þeir bregði sér út að borða!

Hvað gerir þetta blessað fólk þegar það er í útlöndum. Hefur það matinn með sér að heiman og mallar sjálft á hótelherbergjum? Varla og því hreinn og klár rasismi að hugsa á þessa lund. Ekki geri ég ráð fyrir að þeir sem þessi orð láti frá sér vilji vinna á veitingahúsum fyrir þau laun sem þar eru í boði.

Við Íslendingar getum sett okkur á háan hest og gengið út úr verslunum ef við erum ávörpuð á ensku. En sama fólk ferðast um heiminn og lætur það ekki aftra sér við að gera innkaup. Frekjan er svo yfirgengileg að ætlast til að kaupmenn, veitingahús eða hvaða þjónustuaðilar sem það eru, loki bara búllunni því ekki fáumst við sem búum í þessu fína landi til að vinna þessi störf - viljum samt þjónustuna.

Ber aðeins vott um heimsku í upphaflegri merkingu þess orðs að telja sig betri en þá útlendinga sem hingað hafa komið til vinnu og bera upp i hagvöxtinn sem þeir illa upplýstu sjálfir njóta.

Annars held ég að flestir sem svona hugsa sé fólk sem lifað hefur tímana tvenna og sættir sig ekki við breytingarnar. Eldra fólk talar heldur ekki allt ensku og því bregður við; þorir ekki að tala ensku þar sem það óttast að maðurinn við hlið þess verði fákunnáttunnar var. Því finnst hinsvegar allt í lagi að babla á íslenskuskotinni ensku í útlöndum. Þar heyri enginn sem þekki það.

En ver sem ástæðan er finnst mér ótrúlegt að og í raun sorglegt að til sé fólk sem með hroka og hleypidómum setur sig á háan hest og telur sig vera af æðri stofni en útlendingar sem hingað koma og til að vinna vinnuna sem það sjálft kærir sig ekki um að inna af hendi. Það neitar að bregðast við þeim breytingum sem orðið hafa undanfarinn áratug og áttar sig ekki á að Ísland er partur af alþjóðasamfélaginu sem hefur þá fylgifiska að deila þarf landinu með íbúum annarra landa.

Menn viljal bara þiggja en ekkert gefa. Hve mikið sem við vildum þá breytum við ekki þróuninni. Velmegunina og allan lúxusinn sem meirihluti þjóðarinnar eltist við að njóta verðum við að greiða fyrir á einhvern hátt. Við höldum ekki bæði og sleppum. Frekjan reiðir ekki einteyminginn þegar hrokagikkirnir sem telja sig öðrum æðri opna munninn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband