Inngrip eigenda í umfjöllun fjölmiðla þeirra og ófríði ritstjórinn á DV

Fyrir tveimur vikum eða svo skrifaði ég pistil um afskipti Hreins Loftssonar stjórnarformanns Birtings af efni og efnistökum ritstjórna blaðanna sem Birtingur gefur út.

Pistilinn var hálfskrifaður og átti ekki að birtast fyrr en fullunninn. Ég þurfti að standa upp frá skriftum og vistaði það sem komið var á blað en studdi ranglega á "vista og birta ", en ætlaði vitaskuld að aðeins að festa þau skrif sem þegar voru komin á skjáinn.

Líklega hef ég komið innan við klukkustund síðar að tölvunni og áttaði mig þá á vitleysunni og snarlega tók ég færsluna út. Þessa stuttu stund náði Jónína Ben í skrif mín enda nær nef hennar lengra en flestra annarra þegar Bónusfeðga ber á góma. Þeir eru eins og flestir vita hennar stóra og mikla áhugamál.

Mér þótti leitt að hálfunnin skrif mín væru á flakki, því það sem Jónína náði að afrita var eins og fyrr sagði aðeins uppkast. Ætlun mín varð að laga til þennan pistil og setja hann inn eins og ég vildi hafa hann. En bæði hef ég verið upptekin við annað og ekki mátt vera að því að henda þessu inn auk þess sem ég átti í mestu vanda með að takmarka skrif mín. Mér lá svo mikið á hjarta.

Því hefur það komið mér í opna skjöldu hve margir hafa áhuga á að lesa þessi skrif því ófá tölvubréf hefur mér borist frá hinum og þessum, búsettum hérlendis og erlendis. Óska menn kurteislega eftir að fá að lesa pistilinn í heild sinni og spyrja hvað hafi orðið um hann.

Ég sé því ekki annað en ég verði að hyskja mér í að ljúka skrifum mínum, stytta og snyrta og setja þennan pistil síðan inn. Ætla að reyna að gera það á morgun.

Það var hins vegar skrýtið að fylgjast með því hvernig Jónína tók á málum. Þóttist ekki vita að bloggarinn ég væri fyrrverandi blaðamaður á DV sem hefði gert henni "skráveifu" (hennar orð, ekki mín) með skrifum um hana á sínum tíma þegar tölvupóstamálið kom upp.

Þar með opinberar hún að varasamt sé að taka mark á því sem hún skrifar því það er alls ekki sannleikanum samkvæmt að hún hafi ekki vitað um tengsl blaðamannsins og bloggarans. Hún vissi fullvel um þau, nema skammtímaminnið sé eitthvað að bresta hjá henni blessaðri.

Fram hjá mér hefur ekki farið reiði hennar í minn garð síðan ég skrifaði nærmyndina af henni; líklega þá bestu sem ég hef skrifað og þær voru ófáar greinarnar sem ég skrifaði um fólk meðan ég var á DV.

Auk þess er það barnalegt af Jónínu að vera að ergja sig út í blaðamenn fjölmiðla sem eru aðeins að vinna það sem fyrir þá er lagt, afla upplýsinga um það sem fólk vill lesa og segja fréttir af tilteknum málum. Hún á að vita að það liggur ekki neitt persónulegt þar að baki enda fyrr mætti nú vera vinnubrögð mín og annarra stéttarfélaga ef við leyfðum okkur að fjalla aðeins um þá sem okkur hugnaðist.

Þess utan hefur hún allgjörlega misskilið skrif mín því ég var alls ekki að hampa einum eða neinum í pistlinum góða sem ekki átti að birtast. Þvert á móti var ég að lýsa vonbrigðum mínum með að stjórnarformaður og tengiliður við eigendur skildi voga sér að gera athugasemdir við skrif og efnistök ritstjóra S&h, um vinnuveitenda þeirra beggja, Jón Ásgeir.

Lét ég þess getið að Jón Ásgeir kynni honum varla miklar þakkir fyrir þá misskildu hollustu við hann. Enda væru slík vinnubrögð aðeins til þess gerð að sýna fram á að kannski hefðu þeir sem talað hafa mest um afskipti eigenda af ritstjórn fjölmiðla, rétt fyrir sér eftir allt saman. 

En varðandi pistilinn sem kom og fór. Allt kemur þetta þegar ég hef tíma til að laga þennan pistil minn og þeir sem hafa skrifað mér tölvupóst og óskað eftir að ég sendi þeim þetta skrifelsi mitt, eru vinsamlega beðnir að sýna þolinmæði.

En af Jónínu Ben er ekki skafið og get ég ekki annað en metið hana fyrir hreinskilnina. Gaman væri að vita hve margir átta sig á um hvorn ritstjórann hún er að tala á bloggsíðu sinni í dag þar sem hún bloggar um ritstjóra DV. Ekki feimin við að segja frá raunum annars þeirra í gufubaði í Vesturbæjarlauginni og kallar hann; "þann ófríðari." Ég þekki báða og hef unnið með báðum skipperunum. Er því ekki í vafa um hvorn þeirra hún á við!

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband