Eftir höfðinu dansa limirnir

Öll okkar verk verða til í heilanum og þarf ekki að taka það fram. Ef stjórnstöðin virkar ekki og sendir röng boð þá dansa limirnir ekki í samræmi við þau boð sem þeim eru send. Ef grannt er skoðað ( þarf ekki einu sinni að skoða vel, heldur blasir við) má sjá hér á þessu bloggi að boðin hafa ekki alltaf skilað sér.

Hér hefur stundum verið dansaður vals þegar stjórnstöðin sendi boð um tangó og öfugt. Viðgerð stendur yfir og gengur vel að tengja þræði og herða lausar skrúfur. Á allt eins von á að öflug boð fari að berast þaðan fyrr en síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Velkomin aftur á netheima, mín kæra systir. Nú er bara að hlaða inn nýjum, endurbættum skrám á stjórnstöðina og þá fúnkerar hún sem ný! Ef ég þekki þig rétt, mun stýrikerfið senn virka sem aldrei fyrr.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 11.2.2008 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband