Níu ára í frytihúsinu með þúsund krónur á viku - hve mikið fé á núverandi verðlagi?

Það er lítil eftirsjá í mínum huga eftir árinu sem var að kveðja og enn síður því fyrra. Þessi tvö ár hafa verið með eindæmum erfið og það þó telja megi þau fleiri en færri árin þau síðan ég leit fyrst dagsins ljós vestur í Haukadal í Dýrafirði i enda hundadaga um miðja síðustu öld.

Ég er ekki að segja að líf mitt hafi verið eintóm óhamingja og harmur; þvert á móti enda erfiðleikar og leiðindi hreint ekki það sama.

Raunar hef ég verið lánsöm að mörgu leyti en mínir ljúfustu dagar eru þegar að  ég leggst örþreytt og hamingjusöm á koddann og veit ekki meira, en dreymi dagblöð fyrirsagnir morð og eiturlyfjasölu; og já og hvolpa og sýningar.

Að vinna við það sem er skemmtilegt er það sem gefur lífinu gildi en þegar heilsan bregst manni og hlé verður á fastri vinnu, er ég hvorki hálf né heil manneskja. Það er stundum ósköp gott að eiga frídag þegar maður vaknar í svartasta skammdeginu og bílinn í kafi, vindurinn gnauðar á glugga snjórinn tveggja metra djúpur og ekkert í heiminum er eins eftirsóknarvert á þeirri stundu en snúa sér á hina.

En öndvert við það er að þurfa að snúa sér á hina og langa minnst af öllu í heiminum til þess, heldur horfir á eftir maka sínum moka snjóinn og hverfa til vinnu. Þá er einmitt það eitt sem mann dreymir um að geta gert líka. 

Ég hef unnið alla mína ævi; var níu ára þegar ég tölti í frystihúsið í fyrsta sinn. Klukkan aðeins líðlega 7 en mæting 07.20. Í átta til tíu stundir stóðum við nokkur börn og köstuðum ýsum  eða þorski upp á færiband eða skárum bein úr þorski. Ég var sýnu yngst, en stór og stæðileg. Fyrstu launin mín voru 852 krónur og einhverjir aurar fyrir tæpa viku. Það voru miklir peningar þá. Vikulega allt sumarið gekk ég heim á föstudögum með um það bil þúsund krónur í launaumslaginu. Þeir voru afhentir mömmu en ég stúkubarnið var sæl ef ég fékk tíu krónur úr umslaginu til að kaupa mér gotterí. Gaman væri ef einhver gæti umreiknað þá tölu til dagsins í dag en þetta var í maí - ágúst árið 1962.

Ég held að ég hafi aldrei liðið neitt fyrir þessa barnaþrælkun, nema síður væri. Var alin upp við að vinna væri öllu æðra. Þeir sem voru duglegir til vinnu voru menn með mönnum og upp til þeirra var litið. Enn er ég vinnusöm og elska ekkert meira en vera í vinnu og vinna mikið. Það er mín fíkn. 

Samt er ég húðlöt ef ég er ekki í vinnunni. Fresta öllu sem hægt er að fresta til næsta dags en ég held að fátt sé eins niðurdrepandi eins og að vera heima svo dögum skiptir og sjá kannski ekki annað fólk en sitt nánasta og afgreiðslufólkið í Bónus; það er að segja ef maður er það hress að koma sér út úr húsi...

Ég er þeirrar skoðunar að langtímaveikt fólk þurfi á vinnufélögum sínum að halda og atvinnurekendur eigi að gefa þeim sem þannig háttar til frelsi til að mæta þegar heilsan leyfir í stað sess að manni sé kippt í allgjört veikindafrí.

Að ógleymdum áhyggjunum yfir fjárhagslegri stöðu í framtíðinni; ætlar þetta ekkert að fara að lagast; Veikindarétturinn að líða undir það síðasta og ekkert blasir við en.... Hvað. ég veit það satt að segja ekki. Líklega tekur lífeyrissjóður eða guðmá vita hvað við; þekki það enda aldrei á það reynt hjá mér. 

Ekki að ég eigi ekki kost á að fara að vinna; sem betur fer lifir mitt gamla orðspor. En spurningin er aðeins; hvenær get ég selt mig 100 prósent; fyrr ræð ég mig ekki í nýja vinnu

JÁ, hver segir að "Vinnan göfgi manninn" hafi verið búið til af kirkjuna mönnum  til að sætta lýðinn við vinnuna hér í eina tíð þegar almúginn vann en hinir léku sér.Kannski en þeim hefur þá í eitt af örfáum skiptum ratast rétt orð í munn.

Bara að fá að koma, gera það sem maður treystir sér til að gera og fara og koma að vild þar til heilsu og fullum afköstum er náð á ný. Það græða allir og fyrir þann sjúka er það besta lækningin sem völ er á.

Manneskja eins og ég sem hef unnið í mörg ár langt fram yfir eðlilegan vinnutíma verður enn veikari en ella. Við líkamlegan krankleika bætist andleg depurð sem erfitt er að ná sér upp úr.

Sumir dagar eru góðir og þá finnst manni að allir vegir séumanni  færir; en svo...? Hvílík vonbrigði maður er ekkert að hressast; allt ein stór blekking. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Gleymi aldrei þegar þú bauðst mér, 7 ára systur þinni, uppá Sinalco og Malta í Kaupfélaginu á Hellissandi. Það var eftir að þú fékkst fyrsta launaumslagið þitt. Ég man það hringlaði í aurunum í brúna umslaginu. Hvað Maltað og gosið bragðaðist vel! Takk fyrir mig, systir. Gangi þér vel á batans vegi.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 17.1.2008 kl. 13:19

2 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Mig minnir að ég hafi keypt nammi fyrir allt gerið heima áður en ég fór af stað gangandi þessa þrjá fjóra kílómetra heim að Kjalvegi. Minnir að vegurinn væri lengri leiðin 5 kílómetrar en aðeins þrir ef farið var holtið og yfir mýrina.

Þetta er ekki langur vegur núna þegar við skoðum staðinn, en mikið fjári gátu litlar fætur verið lengi að hreyfa sig sitt á hvað alla þesa leið enda stutt á milli skálma og sporin samkvæmt því.

En með fullan pokann af sælgætinu hafði aðeins minnkað í umslaginu; líklega átti ég ekki nema 84o og eitthvað eftir sælgætiskaupin. En svo langt man ég að það voru ekki yfir tíu krónur sem allt góssið kostaði. Og Ranka, það var keypt í Nýju búð en ekki Kaupfélaginu: það man ég líka eins og gerst hefði í gær.

Forvitna blaðakonan, 18.1.2008 kl. 01:09

3 identicon

Sæl

Kem öðru hverju inná blogg síðuna þína og les hvað er að gerast hjá þér. Einhverra hluta vegna vekur þú áhuga minn og mig langar að fylgjast með þér !!??

Þekki þetta að vera alveg að fá nóg af sínum nánustu og afgreiðslufólkinu í Bónus ( eins ágætt og það kann að vera ) hundarnir eru jafnvel farnir að fela sig leiðir á að ræða við mig um mín hjartans mál ha....ha...

Baráttukveðja

Díana

Diana (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 00:30

4 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Þakka þér Diana; skil ekki fremur en þú hvernig þú nennir að lesa það bull sem hér hefur verið ritað - og ekki ritað.

En á góðum degi er þetta ekki svo slæmt; þeir dagar eru á næsta leyti.

Forvitna blaðakonan, 11.2.2008 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband