Hvatvís, fljótfær og sátt - en syndaaflausn er annað mál!

Jakob Bjarnar vinur minn og fyrrum vinnufélagi bendir mér réttilega á að hæpið sé að líta á dóma hér uppkveða af dómstólunum sem nokkurskonar syndaaflausn; með dómi héraðsdóm hafi ekki endilega sannast að ég hafi unnið frétt mína vel eða kastað til höndum. Á hann þar líkast við mál Bubba Morteins gegn Hér & nú sem Garðar minn góði vinur í séttinni tapaði fyrir dómi.

Og svo ekki sé talað um dóminn sem kveðinn var upp Jónínu Ben. í hag vegna augljósra einkafunda þeirra Styrmis þar sem minna var kannski talað en því meira tjáð með öðrum hætti á þeirra á milli og tölvupóstar þeirra, stolnir eða ekki báru vitni um og ég las orð frá orði á sínum tíma. Það leyndi sér ekki og var síður en svo farið með það í launkólfa hvað þeim fór á milli. Þrátt fyrir það þóttu dómstólum ástæða til að horfa fram hjá þeim staðreyndum sem orð þeirra á milli báru með sér og dæmdu henni í hag fyrir það eitt að DV sagði lesendum sínum sannleikann eins og hann kom lesendum þeirra umræddu tölvupósta fyrir sjónir og ekki gátu farið á milli mála um þeirra samskipti. Eða öllu heldur ástarfundi sem orð þeirra báru með sér. 

Jbg hefur margt til síns máls enda skarpur og vel gefinn maður. Líklega hefur heyrst heldur hátt í mér enda á hvatvísi mín ér lítil takmörk. En eigi að síður þá var mér mjög létt við þennan dóm sem ég vísaði í vegna þess ég var meira en ósátt við dóm siðanefndar.

Hafi nefndinni þótt ósmekklega að Magnúsi vegið var ekki við mig að sakast, heldur við einn viðmælenda minna í fréttinni við yfirmann póstberana sem þóttist alls ekki kannast við málið og sagði augljóslega ekki satt og rétt fráí samtali við mig. 

Mörgum blaðamanninum sem oftar en einu sinni hefur verið kærður til siðanefndar BÍ kann að þykja ég óþarflega hörundsár; blaðamenn taki hvort eð er ekki nokkurt mark á niðurstöðum þessarar nefndar. 

Mikið rétt; margir eru þeirrar skoðunar að hún sé ekki í takt við tímann en eigi að síður er veruleikinn sá að meðal annars við blaðamenn sjálfir höfum samþykkt hvernig hún er samansett  á lýðræðislegan hátt og ber okkur því að fara að þeim lögum sem við höfum sjálf tekið þátt í að móta.

Rétti vettvangurinn er að innan Blaðamannafélagsins fari fram umræður um þessi mál og þar verði tekin upp vinnubrögð í takt við breytta tíma og þróun í blaðamennsku.

Því ber mér eins og öðum blaðamönnum að  taka tillit til þess sem Siðanefnd lætur frá sér fara; hvort sem mínar skoðanir fara að hennar eða öfugt. Þess vegna sárnaði mér sérstaklega þessi úrskurður því að þó fjari fari að ég sé fullkomin, þá hef ég alla tíð haft það að leiðarljósi á mínum ferli að hafa það sem sannara reynist og vanda vinnubrögð mín í þeim efnum.

Að ávinna sér traust viðmælenda sinna tekst mönnum ekki á einni nóttu. Það tekur langan tíma að vinna sér inn það orðspor að vera traustsins verður. Sumir ná því aldrei en aðrir kæra sig kollótta. Ég hef hins vegar talið það mjög mikilvægt í fjölmiðlum að njóta traust enda léttir það manni störfin mjög og talið að mér hafi tekist það á yfir tuttugu ára ferli í þessum bransa. 

Hafi ég átt í einhverjum ágreiningi við viðmælendur mína í gegnum árin, hefur það verið fyrir hreinan misskilning eða ritsjórnarlegar ákvarðanir sem ég hef ekki eðli málsins samkvæmt alltaf haft eitthvað um að segja. Ég hygg að þeir sem hafa unnið á ritsjórnum blaðanna við hlið mér geti borið um það vitni að ég berst ævinlega fyrir því að ekki sé illa að fólki vegið eða að ósekju á síðum þeirra miðla sem ég hef starfað á. Hef frekar þótt heldur aumingjagóð og frekar gert mig seka um að ljúga með að þegja en hitt.

En sannleikurinn getur verið sár og þeir sem um er fjallað hafa oftar en ekki unnið fyrir því að um þá séu sagðar fréttir. Aðstandur hafa liðið fyrir gjörðir þeirra einstaklinga og það er hrein og klár skinhelgi að halda að allt sé í lagi með menn þar til þeir lenda á forsíðum dagblðanna fyrir afbrot sín eða aðrar gjörðir sem þeir hafa gert sér og öðrum til miska. Það er til lítils að stinga hausnum í sandinn eða að skjóta sendiboðann.

Í eðli sínu getur aldrei verið til hinn eini sannleikur, enda er hægt að segja frá á svo margan máta og sannleikurinn er einn í augum eins og annar í augum hins. Hinn eini og sanni sannleikur er afstætt hugtak í blaðamennsku; það er með hvaða augum sá sem vitnar frá sér og hvaða aðferð er beitt við að segja frá eins og allir sem til þekkja vita.

Því er það brýnt að forysta Blaðamannafélags Íslands efni til umræðu um þessi mál eða geri könnun á viðhorfum stéttarinnar til Siðanefndar. Á hún rétt á sér; eða hefur hún dagað upp sem nátttröll, nýtur hún engrar eða lítillar virðingar, eru úrskurðir hennar er einskis metnir? Eða eru það aðeins örfáir kvúrúlantar í hópi blaðamanna sem þannig líta á?

Þessum spurningum þarf að svara og það kostar vinnu og skoðanaskiptai manna á milli  til að fá úr því skorið. Okkar er að þrýsta á endurskoðunar á siðareglum blðamanna og ekki seinna vænna að skora á stjórn BÍ að vinna að því að Siðanefnd ( svo lengi sem hún á rétt á sér í einhverri mynd) starfi áfram með endurskoðum lögum um hlutverk hennar eða...? Kannski er ekki réttlátt að allir blaðamenn með vísan til þeirra fjölmiðla sem þeir starfa hjá fari að nákvæmlega sömu siðareglum.

Stöndum því saman blaðamenn um að knýja fram breytingar sem allir geta sætt sig við og leitumst við að virða úrskurði Siðanefndar rétt eins og hún naut fyrr á árum. Við þurfum sjálf að vinna að því að skoaðað verði með hvaða hætti við gerum breytingar í ljósi fjölmiðlaumhverfisins sem breyst hefur ótrúlega mikið á skömmum tíma. Sjálf berum við ábyrgðina.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Sæl systir. Hvernig gengur minni að undirbúa jólin? Ég var að koma frá Svíþjóð og Noregi og þar er ekkert voða jólalegt. Ég var að drepast úr kulda úti; frost og rakur kuldi. Fegin að vera komin heim.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 17.12.2007 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband