11.10.2006 | 13:22
Hveragerði eða Hafnarfjörður?
Það trúa því kannski fáir að svo virðist sem fleiri sæki vinnu austur fyrir fjall heldur en þaðan og á höfuðborgarsvæðið. Þess verð ég vísari þegar ég ek til vinnu frá Hveragerði. Umferðin er mun meiri á móti mér en með mér. Þannig er það líka á kvöldin. Hefði ekki trúað því að óreyndu.
Mönnum finnst það kannski stórmál að aka þessa leið og það fannst mér líka áður en ég flutti austur. Nú skrepp ég hvenær sem ég þarf og mér þykir það ekki meira mál en fara á milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Það er nefnilega stórmálm ef miðað. er við fjarlægðina. Ég var ekki skemur en 20-25 mínútur þaðan og í Skaftahlíðina á annatíma. Sat því oftast í vinnu þar til eftir klukkan sex á kvöldin til að sleppa við umferðina. Mætti heldur sjaldnast fyrr en eftir níu á morgnanna.
Með þeim tilfæringum komst ég í vinnu á 12- 15 mínútum. Það tekur mig ekki lengri tíma að aka úr Hveragerði á Höfðann. Leit á klukkuna þegar ég fór af stað í morgun og hún var 8:43. þegar ég lagði bílnum fyrir utan Birtíng sýndi hún, 9:06. Samtals 18 mínútur. Einu sinni hef ég farið þetta á 15 mínútum. Fyrir utan það hvað það er afslappandi að aka þessa leið; engin umferð og alltaf á sama hraða.
Óli Palli talaði einmitt um þetta í morgun á RUV. Hann býr í Hafnarfirði og sagðist vera fullsaddur á að aka þessa leið í vinnu. Með hverjum deginum ykist umferðarþunginn. Sú staðreynd vó enda þungt þegar ég ákvað að flytja austur. Ég sá það í hendi minni að ég yrði ekki lengri tíma á leið í vinnu þaðan en úr Firðinum. Hveragerði er rétt eins og Mosfellsveitin var fyrir 10-15 árum.
Það er kominn tími til að þeir sem yfir aurunum ráða fari að gera eitthvað í þessu. Annars verður flótti úr Firðinum. Það á ekki eftir að hugnast Lúlla.
Athugasemdir
Nokkuð til í þessu.
En verum raunsæ; hver flý úr Hafnarfirði, besta stað á jörðu?
Valur Grettisson (IP-tala skráð) 12.10.2006 kl. 09:52
Valur minn, þú ert nú heittrúaður Gaflari og ekki við þig að miða í þessum efnum. Þú hlýtur að vera 45 mínútur á leiðinni í Hádegismóa fyrir kl. 08:30. Ef ég þekki -sme rétt kemst enginn undan því að mæta á réttum tíma á morgunfundi. Ég er klárlega fljótari þangað, en þú.
Forvitna blaðakonan, 13.10.2006 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.