Færslan tók sprettinn á undan sjáfri mér

Hér inni stóð un stund pistill sem aðeins var að hálfu lokið eða jafnvel átti ég enn lengra í land við að snurfusa hann. Umræddur pistill var í raun aðeins hugleiðingar um hvað blaðamenn þyrftu að hafa til brunns að bera ef farið væri að kröfum um að á fjölmiðlum störfuðu aðeins þeir bestu.

Inn í skrifin fléttaði ég pistli sem stendur inn á orðrómi mannlífs.is og velti síðan vöngum. Ég vil taka það skýrt fram að ætlun mín var ekki neinn að særa, heldur bera blak af góðri kunningjakonu sem ég stafaði með um skeið á Fréttablaðinu og kann afskaplega vel við.

Ég set sjaldnast inn pistla um leið og ég skrifa þá, heldur læt ég nóttina líða og lít þá yfir skrif mín aftur. Oft er ég ánægðari með þau að morgni. En stundum verð ég afskaplega fegin að að ég skuli halda þessa reglu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband