Eilíf vandamál með fjárans digitalið

Ég er orðin illa þreytt á þessum digital myndlykli sem ég er með. Í gegnum hann á ég að sjá allar þær stöðvar sem ég greiði fullt gjald fyrir og svo hinar sem fljóta með. Þeir yrðu líklega fljótir að loka ef upphæðin sem ég greiddi væri bara si svona eftir eigin geðþótta, 2500 einn mánuðinn og 3000 þann næsta. Nei, þetta er bara á annan veginn.

Sjaldnast er Skjár 1 til friðs en þar stoppar myndin á 20 sekúnda fresti og stendur kyrr. Það er alveg sama hvað ég reyni þegar sá gállinn er á bölvuðu digitalinu, 20 sekúndur eða ekki neitt. Auðvitað gefst ég upp og stilli á aðra stöð ef ég fæ þá ekki meldingu um að smart kortið sé rangt inn sett. Og ég tek það út og set aftur inn, slekk á digitalinu, sjónvarpinu og öllu heila galleríinu; fæ þá frið svo lengi sem ég reyni ekki að skipta um stöð. Þá hefst sama baráttann aftur.

Í dag þegar við ætluðum að horfa á Silfrið var allt dautt. "Smart card wrong insert" á öllum stöðvum. Magnús hringdi í Stöð 2 og fékk þær upplýsingar að hann væri tíundi í röðinni í símanum. Á meðan fór ég inn á vísir.is í tölvunni og reyndi að ná Silfrinu þar. Það gekk ekki heldur; mér var bent á að slá inn leyniorðum sem ég er löngu búin að gleyma.

Það var ekki fyrr en þátturinn var hálfnaður að röðin var loks komin að Magnúsi í símanum og um svipað leyti birtist tengill á visir.is sem opnaði fyrir Silfrið. Náði helmingnum gegnum tölvuna. Ég íhuga alvarlega að skipta og fá lykil hjá Símanum og sleppa Sstöð 2. Eða bara að taka Stöð 2 í gegnum ADLS og horfa þannig. Vita menn hvernig það gengur fyrir sig, er það flókið mál?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er með ADSL sjónvarp hjá Símanum og hefur það algerlega verið til friðs. Sniðugt system. Ekki flókið mál, þeir sjá um allt.

Brynja Björk (IP-tala skráð) 22.10.2006 kl. 21:48

2 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Brynja nærðu Stöð 2 í gegnum það?

Forvitna blaðakonan, 23.10.2006 kl. 00:53

3 identicon

Ja, nú bara veit ég ekki, ég næ allavega Sirkus. Hef ekki ennþá munað eftir því að bæta Stöð 2 á listann.

Virðist nú ekki trufla mann mikið, skondið þegar ég hugsa út í það. Maður sér NFS fréttirnar á Sirkus og svo RÚV.

Brynja Björk (IP-tala skráð) 23.10.2006 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband