Gunnhildur fyrst kvenna aðalritstjóri á íslensku dagblaði

Gunnhildi óska ég innilega til hamingju og ég efast ekki um að hún muni valda stöðunni með sóma. Konur hafa fram að þessu ekki verið efstar á lista þegar til ritstjóraskipta kemur, nema þá helst á tímaritum. Dagblöðin hafa hins vegar verið afar karllæg þegar kemur að stjórnunarstöðum og þeir gjarnan settir í létt stjórnunarstörf þegar mesta fréttagreddan er fokin úr þeim.

Þeir fá þá gjarnan stöður sem eitthvað heita og eru í vinnunni svona til að sinna léttum verkum sem valda litlu sem engu stressi. Farnir heim klukkan 4 og skreppa frá þegar þeir þurfa. Veit ekki til þess að margar konur sem lengi hafa starfað í blaðamennsku og hafa ekki sömu orkuna og þær yngri til að sinna stressmiklum fréttaskrifum bjóðist slíkar stöður á góðum launum.

Margir ritstjórar gera sér ljóst hve mikill akkur er í að hafa reynslumikla blaðamenn í starfi en reynslan kemur ekki nema með árunum. Margar konur yfir fimmtugt eru afar vel tengdar, kunna vel til verka og geta hlaupið í hvað sem er og sinnt með sóma. Þær kunna fagið og vita hvernig best er að vinna.

Konur eru því ekki síður nauðsynlegar fyrir þekkingu sína og tengsl inn í stjórnmálaheiminn og þjóðfélagið almennt. Reynslumiklar konur sem aðeins eru farnar að grána eiga alls ekki að hverfa af ritstjórnum vegna of mikils álags, heldur ættu ritstjórar að sjá sóma sinn í að bjóða þeim streituminni störf þar sem reynsla þeirra og þekking kemur áfram að notum; í fréttaskrifum líka því það sparar ekki litla vinnu að fletta upp í heila reynsluboltanna í stað þess að þurfa að hringja hundrað sinnum til að fá sömu upplýsingar.

Því eiga konur til jafns á við karla fá að slaka aðeins frá stressinu. Þær nýtast eftir sem áður mjög vel. Yngra fólkið sem fullt er af metnað og greddu er gott í bland við hina eldri og alla hina á milli.

Þær konur sem sitja í ritstjórastólum á dagblaði eru eftir því sem ég best veit er aðeins Steinunn Stefánsdóttir aðstoðarritstjóri á Fréttablaðinu. Hins vegar var Silja Aðalsteinsdóttir ritstjóri á Þjóðviljanum fyrir margt löngu en ég man ekki hvort hún var aðalritstjóri eða annar tveggja ritstjóra. Er nær viss um að svo hafi verið.
Gunnhildur brýtur í öllu falli blað í sögu blaðamannastéttarinnar á Íslandi. Vonandi boðar það betri tíð með blóm í haga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, þetta er merkur áfangi og við ættum allar að fagna.

Steingerður Steinarsdóttir, 24.4.2008 kl. 18:35

2 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Mér finnst 24 stundir hafa batnað mikið undanfarna mánuði. Vonandi tekst Gunnhildi að gera gott blað enn betra.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 5.5.2008 kl. 22:57

3 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Gott mál.

Jón Sigurgeirsson , 7.5.2008 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband