Er fólk fífl?

Umræður um um meint kosningabrað Frjálslyndaflokksins, finnst mér hafa farið langt út fyrir þau mörk sem Jón Magnússon og Magnús Þór Hafsteinsson raunverulega fóru af stað með fyrir og um síðustu helgi. Mál sem er ekki annað en stormur í vatnsglasi. Viðbrögð þingmanna í öðrum flokkum eru helst til of harkaleg enda ætla allir að slá sig til riddara með stefnu sinni í þessum málum og græða á þessari umræðu. Hampa sér af víðsýni og fordómalaeysi í málefnum innflytjenda. Og þessi umræða er ekki lengi að skila sér eins og sjá má í skoðanakönnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna.

Ótrúlegt en satt, margfalt fleiri en áður sögðust styðja Frjálslynda flokkinn, styðja hann nú. Sýnir aðeins hve skammt menn hugsa ef þetta tiltekna mál ræður útslitum um hverja menn styðja í kosningum til Alþingis Íslendinga. Burtséð frá öðrum stefnumálum flokksins. Mönnum er greinilega gjarnt að gleyma því sem raunverulega skiptir máli í stjórnmálum.

Því segir ég nú ekki annað en Tómas Möller skrifaði forðum daga í frægum tölvupósti: "Fólk er fífl! Já, hrein og klár fífl ef þetta mál er tengt mikilvægasta vandi þessarar þjóðar í nánustu framtíð.

Vissulega er hægt að taka undir ýmislegt sem fram hefur komið í málflutningi þeirra frjálslyndu og ekki síður er hægt að vera sammála þeim sem gagnrýna þeirra málflutning hvað mest. Veröldin er nefnilega ekki bara svört og hvít.

Ég skil mæta vel hvað það er sem Frjálslyndir eru að vara við og finnst að málefni innflytjenda sé rædd af skynsemi og á málefnalegum grunni. Að við séum vakandi fyrir hver þróunin verði í framtíðinni ef ekki er vel staðið að málum frá upphafi.

Og ég er ekki að tala um að menn af útlendu bergi brotni séu ekki velkomnir til landsins. Það þarf hins vegar að undirbúa komu þessa fólks og læra af nágrannaþjóðum okkar sem eitt sinn stóðu frammi fyrir því sama. Til að mynda megum við spyrja okkur hvað Danir gerðu rangt eða hvað Svíar gerðu rétt?  Hvernig var þetta í Þýskalandi, Frakkland og öðrum Evrópulöndum? Þau voru langt á undan okkur að taka við vinnuafli frá vanþróaðari löndum.

Því segi ég að menn ættu að staldra við og ræða þetta af skynsemi. Ekki úthrópa  menn kynþáttahatara þó þeir vilji ræða þessi mál. Ég er hlynnt því að hér sé fjölmenningalegt samfélag og er þess full viss að við getum mikið og margt lært af þessu fólki sem hér sest að. Ef við vinnum þetta af alúð og leggjum okkur fram við undirbúa komu útlendinga í atvinnuleit til landsins. Veitum fé til þeirra stofnanna og samtaka sem hafa það á sínum herðum að taka á móti og skipuleggja vaxandi straum þeirra sem hér vilja setjast að. Ef vandað er til frá byrjun verður það ekki til annars en auðga okkar menningu. Það er nefnilega mergurinn málsins að gera þetta vel. Og til þess þurfa að fara fram umræður og vilji til að læra af mistökum annarra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Það sem Svíar gera "rétt" er það að um leið og einhver segir eitthvað "neikvætt" um innflytjendur, þá verða þeir dæmdir sem kynþáttahatarar.  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.11.2006 kl. 00:41

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það versta við þessa umræðu er að ef einhver er ósammála einhverjum öðrum er hann strax stimplaður rasisti eða sagður vera fullur fordóma. Ég er sannfærður um að hinir flokkarnir eiga stóran hlut í fylgisaukningu frjálslyndra. Fólk er kannski fífl, en það sér í geng um svona hrópandi ómálefnanleg "svör". Þetta er kannski ekki vandamál ennþá, en það verður að gera þetta vel, vanda til verksins og koma í veg fyrir að þetta verði vandamál.

Ég er allavega þannig að ég hætti að hlusta á þann sem svarar einhverjum öðrum með því að kalla hann rasista án þess að leggja meira til málanna.

Villi Asgeirsson, 10.11.2006 kl. 08:42

3 identicon

Það er allt í lagi að ræða þessi mál, en það skiptir máli hvernig það er gert. Því miður finnst mér Frjálslyndir hafa slegið falskan tón strax í upphafi og umræðan er því mikið til á villigötum.

Hins vegar hef ég minna en engar áhyggjur af því að allt þetta fólk muni í rauninni kjósa flokkinn í kosningum, þó að það segi það í einnu könnun. Könnun er eitt, kosningar annað.

Farfuglinn (IP-tala skráð) 11.11.2006 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband