Vondar fréttir um þáttagerð á Stöð 2

 

Mér þykja það vondar fréttir ef sannar eru, að til standi að laugardagsþáttur um stjórnmál sem verið er að undirbúa, verði í umsjá Össurar, Guðfinnu Bjarna og Björns Inga. Skil ekki hvað hugsun er að baki þegar í stéttinni eru fjölmargir góðir fréttamenn hvort sem er af ljósvakamiðlum eða fréttamenn af dagblöðum, sem létt færu létt með að stjórna svona þætti.

Hvers vegna er líka verið að hampa stjórnmálamönnum sem fyrir vikið eru meira í umræðunni en kollegar þeirra nú rétt fyrir kosningar. Veit ekki betur en þeir sjónvarpsmenn sem í gegnum árin hafa vent sínu kvæði í kross og hafa farið í framboð, hætti störfum löngu áður en þeir annars þyrftu þess; aðeins vegna þess að með því að vera alltaf á skjánum ná þeir ákveðnu forskoti á hina. Það hefur ekki þótt siðlegt fram að þessu. Hvers vegna þykir þetta þá hið besta mál núna?

Það er ekki eins og Stöð 2 þurfi að leita langt að góðum stjórnendum að þætti sem þessum. Veit ekki betur en að innanborðs hjá þeim séu bæði þær Þóra Kristín Ásgeirsdóttir og Sólveig Bergman. Báðar fantagóðar fréttakonur. Það hefði staðið þeim nær að þær fengju svona þátt til umsjónar fremur en menn sem eru í fullri vinnu annarsstaðar.

Allt annað mál væri ef í svona þætti væri gestastjórnandi í hverjum þætt og þá gætu þeir Össur, Guðfinna og Bingi verið fín til þess brúks. Hvað myndu menn segja ef Róbert Marshall færi að vinna fyrir Stöð 2 núna og fram að kosningum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband