12.11.2006 | 02:10
Skúra, skrúbba og bóna
Þetta er nú bara létt grín en það er svo merkilegt með mig að þegar ég verið öskrandi bálreið, þá rík ég af stað eins og bavíani og hamast við að þrífa hátt og lágt, þvo allt sem ég kemst yfir. Skrúbba, skúra og bóna og enda með tannstöngul og gamlan tannbursta upp um alla veggi og út í öll horn. Get svo ekki hætt og geng alltaf lengra og lengra.Ef reiðin rennur ekki af mér fljótlega get ég átt til að fara af stað með húsgöngin og renna með þau um allt hús á fjórum ullarsokkum.
Nú hef ég hamast síðan um kvöldmat og búin að breyta stofunni. Árangurinn má sjá hér á skelfilegum myndum sem ég tók með símanum því myndavélin mín er enn biluð. Skapið orðið gott og ég gæti alveg hugsað mér að fara að tala aftur, en hef auðvitað engan til að tala við núna. En mikið svakaleg orka leysist úr læðingi þar sem reiðin er annars vegar. Og svo er bara að bíða eftir þeim hjá Innlit útlit, Veggfóðri eða hvað þeir nú heita allir þessir þættir. Vona bara að Gautinn komi ekki með Ásgeir Kolbeins með sér og þeir segi hvor í kapp við annan, ojbara ógeðslegt, hræðilegt.
Meginflokkur: Fjölmiðlar og fólk | Aukaflokkur: Ljóð | Breytt s.d. kl. 08:14 | Facebook
Athugasemdir
reiðin gefur kraft
Ólafur fannberg, 12.11.2006 kl. 09:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.