Íslendingar eru skrýtnar skepnur

 

Ellert Schram er úti í kuldanum og komst ekki á blað. Guðrún Ögmundsdóttir líka. Bæði höfðuðu til minnihlutahópa í samfélaginu sem fæstir þingmenn hafa áhuga eða nennu til að berjast fyrir. Jú vissulega tala ráðherrar fallega um gamla fólkið á tyllidögum og lofa hjúkrunarheimilum, hækkun á ellilífeyri og sitthvað fleira til að þagga niður í Ólafi Ólafssyni. Eldri borgar skipta hvort eð er ekki máli. Það kann að styttast í að þeir fari að berja nestið sitt. Og þá eru þeir sem þiggja loforðin að minnsta kosti úr sögunni.

Guðrún Ögmunds hefur barist af krafti fyrir réttindum samkynhneigða. Hommar og lesbíur sem gengu í hjónaband í kirkju eins og annað fólk á árinu eða ættleiddu börn, fjölmenntu víst ekki í prófkjör Samfylkingarinnar í gær og merktu við Guðrúnu. Nei, það var engin þörf á því, þeirra réttindi eru í höfn.

Eldir borgarar hafa vísast ekki heldur séð ástæðu til að greiða Ellert Schram atkvæði sitt í þessu prófkjöri. Þeir hafa líklega kosið Ingibjörgu eða Össur og síðan hafa flotið með nöfn sem þeir þekktu.

Ég átta mig ekki á hvers vegna Samtök eldri borgarar sem talað hafa um að fara sjálfir fram ef engin breyting verði á þeirra kjörum, nýttu ekki þetta tækifæri. Hvers vegna tryggði þessi hópur ekki Ellert setu á lista þannig að hann væri öruggur inn á þing. Með því hefði þessi hópur átt talsmann á þingi sem hefði getað haft áhrif og talað

Nei, þeir þegja núna. Það heyrðist ekki múkk í Ólafi Ólafssyni þar sem hann brýndi sitt fólk til að kjósa fulltrúa þeirra á þing. Alveg finnst mér það furðulegt hvað borgarar þessa lands eru fastir í hjólförunum þegar prófkjör og kosningar eru annars vegar. Konur kjósa karla, þeir eldri þá yngri, öryrkjar þá hraustu og hommar og lessur kjósa... ja, ekki veit ég það. Í það minnsta kusu þeir ekki þann sem barist hafði hvað harðast fyrir rétti þeirra. Kannski þeir hafi bara kosið þá fordómafyllstu. Já, manskepnan er skýtin hér á norðurhveli jarðar.

     -----------------------------            ------------------------------             

Fleir bera afhroð í prófkjörum helgarinnar. Drífa Hjartardóttir sem sannarlega hefur staðið fyrir sínu, hörkudugleg og klár kona, afkastamikil og kraftmikill talsmaður kvenna. Þær stóðu ekki með henni konurnar í kjördæminu, en völdu Unni Brá nágranna Drífu, unga konu og efnilega og Kjartan Ólafsson sem menn eru ekki á eitt sáttir umhvort nýtist Sunnlendingum á þingi.

Ég átti satt að segja ekki von á að Árni Matt riði feitum hesti frá þessu prófkjöri hér á Suðurlandi. Hann mátti þakka fyrir að ná fyrsta sætinu og það er alveg deginum ljósara eð Árni Johnsen hefði haft hann ef Guðjón HJörleifsson hefði ekki skipt atkvæðum með Vestmannaeyjajarlinum . En hann rétt hefur fyrsta sætið en ekki á trúverðurgan hátt. Meira en helmingur þátttakenda í prófkjörinu hafnar honum. Það er varla sterkt fyrir dýralækninn að leiða listann með svo slakst fylgi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki sló þetta mig sem ljóðrænn texti, Sif, og skil ekki af hverju þú flokkar þvílíkan pistil í ljóðamöppuna. -- En hvernig áttu samkynhneigðir og þeirra fólk að geta "fjölmennt" í prófkjörið, þegar þeir eru alls ekki fjölmennir, heldur þvert á móti afar fámennir? Vissulega var Guðrún þeirra baráttukona umfram flesta aðra, en var ekki niðurstaðan úr prófkjörinu bara enn eitt dæmið upp á fámenni þessa þjóðfélagshóps?

Jón Valur Jensson, 12.11.2006 kl. 17:03

2 identicon

Athyglisverðar athugasemdir hjá þér.

ghs (IP-tala skráð) 12.11.2006 kl. 19:40

3 identicon

Schram vildi ekki að neinn myndi kjósa sig. Ekki einu sinni börn sín. Ég get ekki betur séð en að hann hafi náð sínu ætlunaverki.

Kv. Valur Grettissson

Valur Grettisson (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 14:31

4 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Veit ekki hvað þú hefur fyrir þér í því Valur minn, nema Höskuld vinnufélaga þinn. Hann hefur kannski tekið þessu létt keppnismaðurinnEllert Schram. En hvers vegna var hann þá að bjóða sig fram?

Jón Valur; ljóð hvað? Og svo ansa ég því ekki að lesbíur og hommar séu svo fá. Svo mikið veit ég að ef allur skarinn, eða ekki nema helmingurinn hefði kosið Guðrúnu, væri hún inni í öruggu sæti.

Já, Guðrún Helga, það er furðulegt að þeir hópar sem eiga á brattan að sækja skuli aldrei getað staðið saman. Ég held að formaður eldri borgara hefði ekki þurft annað en senda bréf út til sinna manna og hvetja þá til þátttöku og styðja sitt fólk. Hvað þá ef félagið hefði unnið að krafti í því að styðja við bakið á Ellert, nú eða Valgerði sem hefði verið líkleg til að berjast fyrir hagsmunum eftirlaunaþega. Já og kannski einhverjir fleiri; fylgdist bara alls ekki með því hvað hver var með á stefnuskrá sinni. Fyrir utan þau mál sem hver g einn er þekktur af að berjast fyrir. 

Forvitna blaðakonan, 13.11.2006 kl. 21:09

5 identicon

Forvitna blaðakonan er greinilega ekki nógu forvitin -- hefur ekki farið inn á greinarnar sem ég vísaði henni á með tenglunum í innleggi mínu hér ofar (2 x blálituð orð). Vill hún ekki ræða frekar málið þegar hún hefur kynnt sér þau málsgögn mín? (og "málsgögn" þýðir hér: evidence, sannanir og heimildir fyrir máli mínu). Með góðum óskum --

Jón Valur Jensson (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband