Hafa baráttumál feminista snúist yfir í andhverfu sína - eða sjá þær ekki skóginn fyrir trjám?

 

Ég var ekki á landinu þegar dómur var kveðin upp í máli sem bróðir míns Ásgeir Þór á Goldfinger höfðaði gegn Ísafold, Jóni Trausta, mínum gamla starfsfélaga og Ingibjörgu Dögg um skrif þeirra um mansal og aðra óværu sem átti að fara fram á nektarstöðum.

Fyrirsögnin hér að ofan er ekki alveg út í loftið en ég velti því fyrir mér hvort vopnin sem feministar nota hafi ekki snúist í höndum þeirra. Ofstæki hefur aldrei verið neinum málstað til góðs þegar upp er staðið og litið yfir sviðið.

Skoðun mín er að tími sé til komin að feministar eða kvennfrelsisbaráttukonur setjist niður og ræði málin. Velti fyrir sér þeirri spurningu hví þær fái ekki fleiri konur til liðs við sig og hvers vegna barátta þeirrra sem snýr að öllum konum er ekki háð með þeim formerkjum að sem allra flestar konur standi fast við bakið á þeim.

Sjálf er ég jafnréttissinni en ég get ekki kallað mig feminista því ég skil merkingu orðsins sem kvennfrelsi. Æ. oftar finn ég fyrir því viðhorfi kynsystra minna að þær geti ekki fellt sig við ofstækisfulla framgöngu feminista sem eru fyrst og síðast með mansal á heilanum.

Ég er ekki sá kjáni að vita ekki að masal fer fram víðast hvar í heiminum og hví ekki á Íslandi líka: En hvað er mansal? Samkvæmt mínum skilningi er það þegar einhver er tekin nauðugur og og kvalari  - yfirboðari notar viðkomandi eins og hann eigi hann. Fórnarlambið hefur ekkert með það að gera hvað, hvar eða hvernig er farið með það.

Fyrir nokkrum árum birtist í DV frétt þes efnis að á hóteli í Garðabæ byggi stúlka sem seldi aðgang að líkama sínum. Ég var þá blaðamaður á DV og var með aðra höndina í þesu máli. Þegar fréttin birtist þá var stúlkunni umsvifalaust vikið út af hótelinu og stóð á götunni. Hún var með farseðil sem gilti ákveðinn tíma og varð að bíða þess að komast til síns heima.

Ég sem er afar aumingjagóð manneskja vorkenndi stúlkunni hræðilega og vildi helst af öllu taka hana heim með mér enda að líða að jólum. En ég bjó ekki ein og gat því annarra vegna tekið að mér stúlku sem ég vissi ekki haus né sporð á nema að hún var dönsk vændiskona. Ég var svo lánsöm að einn ættingja minna átti íbúð sem stóð auð með húsgögnum og hann treysti mér og þangað kom ég stúlkunni. En hver var saga hennar?

Jú, hún hafði hitt Íslending í Danmörku sem sagðist geta margfaldað tekjur hennar ef hún kæmi til landsins og seldi sig hér. Hún þyrfti ekki nema hálfan eða einn mánuð til að græða meira en allt árið í samkeppni við aðrar henni líkar í Danmörku.

Hann lofaði að greiða götu hennar með þeim skilmálum að hann fengi ágóða af gróðanum. Leigði herbergið, auglýsti og seldi síðan afnot af stúlkunni sem var að nótt sem dag enda eftirspurnin mikil. Maðurinn sveik hana ekki; hún fékk sitt og hann prósentur eins og alvöru melludólgur. Stúlkan var ánægð með viðskiptin og græddi vel á þeim þó vertíðin hafi staðið skemur en til stóð.

Femínistar myndu hrópa og kalla; mansal, mansal. En er þetta mansal eða hrein og klár viðskipti. Hér var hún að frjálsum og fúsum vilja og "viðskiptafélagi" hennar stóð við gerða samninga utan þess að hann gat ekki komið henni fyrir annarsstaðar og var reyndar fljótur að hlaupa á brott þegar DV birti frétt sína.

Raunverulegt mansal er hroðalegur verknaður og íslenskir sjónvarpáhorfendur hafa séð fræðslumyndir um hvernig hrenræktuð illmenni tæla eða hreinlega ræna ungum stúlkum og læsa þær inni í kynlífsþrælkun. Þeir hafa öll ráð í sínum höndum og þær eiga enga eða sáralitla von til að sleppa; vita tæplega hvar þær eru staddar. Viðlíka starfsemi hef ég ekki heyrt um að fari fram hér á landi. Ég veit ekki til annars en þær stúlkur sem selja sig hér geri það af eigin hvötum til að hagnast á því.

Því ættu femínistar að snúa sér frá ofstækinu og berjast fyrir því sem allir jafnréttissinnar vilja, hvors kyns sem þeir eru, að jafna launamun kynjanna og byggja upp sjálfsmynd kvenna sem enn halda að tímarnir séu eins og 1960-70 og það sé í þeirra verkahring að vinna úti, ala upp og sinna börnum, elda mat og þrífa og bíða með volga inniskóna bóndans þegar hann kemur þreyttur heimúr vinnu. Of margar konur á öllum aldri þekki ég til sem trúa að þannig eigi líf þeirra að vera.

 

En ég fagna niðurstöðu í máli bróður míns gegn Ísafold og co., þó að Hæstiréttur eigi eftir að taka málið fyrir og kveða upp sinn dóm. Vissulega er ég hlutdræg þar sem um bróður minn er að ræða sem ég þekki ekki nema af neinu góðu og gott betur því aumingjabetri mann er vart hægt að hugsa sér.

En ég er líka blaðamaður og hef starfað í faginu frá 1985. Meðal þeirra ritstjóra sem ég var undir handleiðslu hjá voru Indriði G. Þorsteinsson. Hann var þá á sínu síðari ferli á Tímanum en auk hans voru margir reyndir blaðamenn sem ég nýgræðingurinn lærði af og drakk til mín visku frá.

Á Tímanum var manni kennt að fara ekki af stað með fréttir nema heimildir væru traustar. Oftar en ekki þá var leitast við að sannreyna að viðkomandi heimildarmaður væri að segja rétt frá. Á tímann var ekki hægt að hringja og bulla eitthvað um Jón Jónsson sem síðan var birt athugasemdarlaust sem hver önnur frétt. Og ég býst við að flestir fréttamenn hafi lært einmitt það sama; sumsé að ana ekki að neinu þegar vinna skal fréttir sem fjalla um nafngreinda einstaklinga.

 

Aðal heimildarmaður Jóns Trausta og Ingibjargar Daggar var maður sem þóttist eiga harma að hefna. Það eru að minnsta kosti þrjú eða fjögur ár síðan hann tók að hringja í tíma og ótíma á ritstjórn DV með sögur um hve skelfilegur maður Ásgeir Þor væri. Þegar á reyndi þá fundust aldrei nein haldbær rök fyrir frásögnum mannsins en af tali hans máttráða hvílíka heift og hatur þegar hann talaði um Ásgeir Þór. Það þurfti því enga sérstaka dómgreind til að sjá í gegnum um manninn; hvað vakti fyrir honum og það væri fyrst og síðast hefndarhugur sem lagi að baki.

Ég hef talað við fjölmiðlamenn af öðrum fjölmiðlum sem fengu svipaðar hringingar aftur og aftur frá hefndarmanninum sem eitt sinn var dyravörður  hjá bróður mínum og þeir afgreiddu málið á sama hátt og við á DV. Ma'ðurinn gat ekki með nokkrum móti bent á að or hann væru sannleikanum samkvæm.

 

En til að selja Ísafold þurfti krassandi efni. Og Jón Trausti beit á agnið og hlustaði á þennan aumingja mann sem aðeins vildi nota fjölmiðla til að koma höggi á manninn sem hann hataði.

Fáir skilja eins vel og ég hve mikilvægt er að vera með efni sem selst og ég hef átt margar andvökunæturnar yfir hvernig ég gæti reddað forsíðu næsta blaðs. En aldrei hefur hvarflað að mér að skrifa greinar birtar á söguburði og illmælgi - jafnvel þó í örvæntingu væri og vissu um að bullið myndi seljast sem aldrei fyrr.

 

Jón Trausti lætur hafa eftir sér í Vísi eftir að dómur var uppkveðinn að málinu yrði áfrýjað enda séu þau  Ingibjörg ósammála niðurstöðunni, Og takið eftir:" ...og teljum hana gera blaðamennsku á Íslandi mikinn óleik."

Fróðlegt væri að fá að vita hvað Jón Trausti á við með þessum orðum. Gerir það blaðamennsku á Íslandi óleik að skrifa grein eftir sögusögnum og hefndarþorsta manns  sem leggur allt í sölurnar til að fá fullnægt þorsta sínum?

 

Ég er þeirrar skoðunar að þessi dómur hafi einmitt verið stéttinni til framdráttar. Að í framtíðinni skrifi blaðamenn greinar studdar rökum sannreyndum heimildum og staðreyndum en ekki sögusögnum og hefndarþorsta manns sem gerði í buxurnar sínar og var rekinn fyrir vikið.

Jón Trausti er sár yfir þeim fáu aurum sem eiga að renna til íþróttahreyfingarinnar ef  bróðir minn vinnur málið í hæstarétti.

Þar að auki finnst mér afar óviðeigandi að Geiri á Goldfinger fái hærri skaðabætur en fórnarlamb í nauðgunarmáli," segir Jón Trausti.

Og ég spyr; hvað kemur það málinu við?

Og til að bíta höfuðið af skömminni segir þessi skynsami strákur sem ég þekki ekki nema að góðu einu, en hefur augljóslega orðið fyrir óæskilegum áhrifum eða treyst einhverjum sér reyndari:

"Ljóst er að samkvæmt fyrirliggjandi dómi er búið að kippa fótunum undan umræðu um mansal á Íslandi, sem fagaðilar staðfesta að sé til staðar. Dómurinn er aðför að málfrelsinu og móðgun við þá sem starfa við baráttuna gegn mansali, sem og fórnarlömb þess."

Hvernig Jón Trausti kemst að þeirri niðurstöðu að búið sé að kippa fótunum undan umræðu um mansal er mér gjörsamlega hulið.

Strax á morgun gæti ég eða hver annar blaðamaður sem kærði sig um fjallað um mansal á Íslandi.. En sú umfjöllun yrði að vera byggð á rökum, sannreyndum heimildum, staðreyndum og vandaðri blaðamennsku.

 

 

En ég endurtek ég er ekki hlutlaus þar sem mér er málið tengt. Ég hef þó verið að reyna að horfa á það með blaðamannsaugum og kemst að þeirri niðurstöðu að greinin hafi verið afar illa unnin og í henni hafi ekki verið neitt nýtt sem ekki hefur verið slúðrað um manna á milli.

Hvað segja aðrir blaðamenn um þennan dóm?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband