Barist hefur verið í áratug gegn hvolpaframleiðslu á Dalsmynni - og fréttamenn hafa lagt sitt að mörkum

Það er hinn mesti misskilningur að enginn hafi gert annað en tuða út í horni og æsa sig upp úr öllu valdi gegn Dalsmynni.

Ég skal  með ánægju upplýsa að frá árinu 2000 skrifaði ég reglulega um Dalsmynni og í hvert sinn sem tilefni gafst til að segja fréttir sem tengdust staðnum kannaði ég vitaskuld málið og skrifaði fréttir ef þar var eitthvað sem átti erindi til fólks. ÉG veit ekki annað en kollegar mínir á örðum fjölmiðlum hafi margir hverjir sagt fréttir af því sem fréttnæmt var þaðan.

Um staðinn var fjallað þegar svo bar undir en því miður gagnrýnislaust; þ.e. Aldrei eyddu aðrir fréttamenn en Jóhanna Sigþórsdóttir sem þá var á DV púðri í að skoða mál og afla gagna. Jóhanna lét ekki mata sig eða var með sjálfskipaða ritstjóra út í bæ sem hringdu í hvert sinn og vildu að hún skrifaði um það sem þeim hentaði enda fagleg og góð blaðakona.

Ég reyndi að hafa svipaðan hátt á og lét ekki mata mig  með því að opna túlann áður en skeiðinni var stundið upp í mig.

Ég fjallaði um staðreyndir og skrifaði til að mynda um alvarlegar sýkingar sem upp komu. leyfisveitingar, og sviptingar. Reglur sem settar voru og yfir höfuð allt sem ég taldi almenningi koma við - einkum hundaeigendum.

Ég lít svo að það sé skylda hvers fréttamann að komast að sannleikanum eða eins nálægt honum og nokkur kostur er. einnig Ég lagð mig fram við að skrifað um Dalsmynni og hunda og hundaeigendur almennt. Þá hafði ég það að leiðarljósi að komast að því sanna í málinu. Oft tókst það en oft  tókst það ekki. En ég lagði mig fram; svo mikið veit ég.

Ég kynnti mér vel hvað þar væri að gerast  í heiminum um það sem hundaeigendur kalla Puppy mills en það eru skelfilegir staðir sem hvergi í hinum siðaða heimi er leyfð, heldur er rekið í felum og er alveg trakin neðanjarðarstarfsemii og hvarvetna bönnuð; nema a ÍSLANDI; já takið eftir á Íslandi er hundaframleiðsla og slæm meðferð gæludýra leyfð með lögum eða réttara sagt skort á lögum

Ég óskaði eftir opinberum gögnum til birtingar og ræddi oftar en ég hef tölu á við Gunnar Örn héraðsdýralækni og plagarafrúna í Dalsmynni auk dætranna.

Ég skrifaði opnugrein í Fréttablaðið á sínum tíma rökstudda með gögnum frá opinberum stofnunum, umælum embættismanna og þeirra sem barist höfðu hvað harðast fyrir að eitthvað yrði gert. Ég ræddi ég við Jónínu Bjartmarz þáverandi umhverfisráðherra.

Margar langar umræður hef ég átt við yfirdýralækni, skrifstofustjóra og aðra ráðmenn bæði í umhverfisráðuneytinu og landbúnaðarráðuneytinu . Þess utan hef ég sem hundaræktandi og dýrelsk manneskjarætt við þingmenn beint undir fjögur augu auk tölvubréfa sem hafa farið á milli.

Marga fleiri get nefnt eins og allir þeir sem ég hef talað við s.s. hjá Umhverfisstofnun og skrifað fréttir eftir ummælum þeirra.

Stóra spurningin er því; er rétt að málum staðið? Mín skoðun er nei. Það þarf að vinna markvist að þessu máli og gera það faglega. Og það þarf samstöðu og síðan og ekki síst heilindi til að vinna til sigurs.

Skilja má á athugasemd sem birtist  á þessari síðu að engin gerði neitt annað en tala. Það er augljóslega skrifað af fákunnáttu og því skal ég nefna nokkur dæmi máli mínu til stuðning.

Ég hef rætt við formann Dýraverndarráðs Íslands, og aðra sem koma að þeim málum. Um allt þetta skrifaði ég fréttir á sínum tíma en ég hef verið í fríi frá fréttamennsku síðustu tvö ár og því heyrist ekki mikið frá mér.Ég reyni þó að láta ekki mitt eftir liggja og inn á heimsíðu mína sifjar.is hef ég skrifað fleiri en eina grein um Dalsmynnisníðingana.

Næsta verk hjá mér verður að tala við Þórunni Sveinbjarnardóttur núverandi umhverfisráðherra, annaðhvort persónulega og prívat eða í opnu bréfi í fjölmiðlum.

Á þetta bendi ég vegna þess að það eru svo margir nýir hundaeigendur sem ekki þekkja söguna vita ekki hve margir hafa lagt hönd á plóg við að uppræta þá dýraníðslu sem frúin og dæturnar  stunda í skjóli lyga svika og pretta í Dalsmynni.

Einn ötulasti baráttumaðurinn fyrir því að eitthvað yrði gert til að stöðva ósóman hefur verið; Magnea Hilmarsdóttir með papillon ræktun sína og  ekki síður Aðalheiður M. Karlsdóttir sem búsett er í Þýskalandi með Tópasar ræktun þar sem hún ræktar papillon hunda verið ein aðalsprautan í gagnrýninni á Dalsmynni enda reyndur ræktandi sem man tímana tvenna. Hún kostaði sjálf  (að mestu að minnsta kosti, auk þess sem einhverjir lögðu fram frjáls framlög)  og setti upp síðu; www.stopp þar sem upplýsingum um þetta skelfilega dýraalgeri, Dalsmynni  ásamt Magneu og fleiri áhugasömum hundaræktendum og dýravinum sem vildu allt gera til að stöðva dýraníðsluna þar.

Það þarf því enginn að velkjast í vafa um að það hefur sannarlega verið unnið í málinu. En það er ýmislegt hægt að gera enn. Öll umfjöllun hvaðan sem hún kemur skilar sér. Ég myndi glöð gerast upplýsingafulltrúi félagskapar sem hefði það að markmiði að stöðva hvolpaframleiðslu ef einhver  eða einhverjir nægilega miklir hugsjónamenn tækju sig til og stofnuðu slíkan þrýstihóp.

Sjálf hef ég fylgst með þessu síðan ég eignaðist minn fyrsta hund árið 1999 og þekki þetta mál mjög vel því sem blaðamaður kynnti ég mér það vel og barðist harðri baráttu inn á ritstjórn Fréttablaðsins á sínum tíma til að fá að skrifa um þessi mál; þau þóttu bara svo mjúk og þáverandi fréttastjóri taldi dýrafréttir vera kellingamál.

Á DV hafði ég hins vegar frjálsar hendur og skrifaði þar vikulega um dýr. Ég lét einskis ófreistað ef tilefni gafst til að nefna dýraplageríið á Dalsmynni.

Og ég hef ekki sagt mitt síðasta orð. Því get ég lofað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ja hérna Begga. Ég fæ ekki betur séð en að þú sért að segja að sem blaðamaður hafir þú verið í "heilagri" persónulegri baráttu gegn Dalsmynni (sem ég stend notabene ekki með eða móti) og að öllum skrifum þínum um málefni búsins sem blaðamaður beri þar af leiðandi að taka sem hlutdrægum.

Mér sýnist með öðrum orðum að þú sért að viðurkenna að de facto hafir þú verið bullandi vanhæf til að fjalla um málið, vegna eigin persónulegrar afstöðu og jafnvel hagsmuna sem hundaeigandi og -kaupandi. Og í þessari færslu "auglýsir" þú tvo ræktendur sem þú hefur þá væntanlega velþóknun á og vilt sýnilega beina bisness til.

Getur verið að þú hafir tvinnað saman persónulegu baráttumáli (áróðri) og blaðamennsku, sem að öllu jöfnu er best óhlutdræg? 

Friðrik Þór Guðmundsson, 15.7.2008 kl. 01:29

2 identicon

-Nákvæmlega það sem ég hugsaði...  Tek undir orð Friðriks.

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 08:48

3 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Lilló minn ekki get ég gengist við örðu en í þínu áliti leynist meira en örsmátt sannleikskorn. Auðvitað er ég bullandi vanhæf um að fjalla um Dalsmynnisframleiðsluna og þá slæmu meðferð á litlum hvolpum og tíkum sem eru paraðar trekk í tekk án hvíldar þar á bæ. 

En á einum pening eru tvær hliðar; við blaðamenn erum manneskjur og hve mikið sem við vildum vera hlutlaus innst í hjarta um þau mál sem við fjöllum getum við það ekki því við erum ekki vélmenni.

Við verum ófullkomnar manneskjur og getum ekki anað en viðurkennt að án þess að ætla þá ósjálfrátt myndum við okkur skoðun á viðkamandi máli sem við erum að fjalla um. Einmitt vegna þess að við erum ekki fullkomnari en raun ber vitni þá komumst við ekki hjá að hafa fengið nokkuð góða mynd af því sem við erum að leyta upplýsinga um eftir að hafa talað við mann og annan. Því miður.

En það sem gerir okkur ábyrg og trúverðug er að koma fréttum á framfæri þannig að skoðanir okkar megi ekki lesa á milli lína.

En tekst okkur það alltaf í hraða leiksins, fyrir utan það að oft er sá sem hefur veikan málstað að verja vill hreint ekki tjá sig? 

Ég hef unnið þþannig að ég reyni þá að tala við fleiri sem þekkja viðkomandi mál til að fá einhverja mynd af því sem er að gerast og komast eins nærri sannleikanum og ég ég frekast get þegar ég skrifa fréttir um þau mál sem mér er falið .Og þó að mig dreplangaði til að gera lítið úr ummælum andstæðinga minna, ef kalla má þá svo, þá get ég það ekki. Og þegar ég set punktinn aftan við þannig frétt er líðan mín bæði góð og slæm. Góð vegna þ.ess að ég vann heiðarlega að fréttinni og slæm vegna þess að þeir sem ég tel hafa réttan málstað fram að færa ná ekki að koma honum á framfæri.

En nú hef ég ekki skrifað um þetta í meira en tvö ár. Í bloggi mínu sagði ég ekkert um með hvaða hætti fréttirnar að hvolpaframleiðslunni í Dalsmynni voru skrifaðar.

Þær konur sem ég nefni í bloggi mínu voru mjög ötular við að vinna í því að fá yfirvöld til að gera eitthvað í þessu máli og þess vegna nefndi ég þær.

Og það er hreinlega hlægilegt að ég eigi í einhverri samkeppni við Dalsmynni. Ég er ábyrgur ræktandi sem skila frá mér góðum hvolpum. Hvern þeirra gæti ég selt fimm sinnum þannig að Dalsmynni truflar ekki mína hundarækt sem kemur framleiðslu þeirra ekki á nokkurn hátt við.

Og svo má uppfræða þá sem ekki þekkja til að hundaræktun er hugsjón og í þau ár sem ég hef dundað við þetta sem mitt stóra áhugamál hef ég ekki grætt eina einustu krónu, heldur er ég í mínus. En það er líka allt í lagi að vera í mínus; öll áhugamál kosta peninga og mitt líka. 

Og Lilló minn; síðan mín er minn fjölmiðill og þar má ég viðra mínar öfgafullu skoðanir eins og mig lystir, ekki satt?

En við gætum kannski tekið debat um það á góðum degi hvort blaðamenn eigi að blogga eða ekki og hvort skoðanir þeirra megi lesa út úr fréttum. ÉG ER TIL HVENÆR SEM ER.

Kveðja Begga

Forvitna blaðakonan, 15.7.2008 kl. 09:24

4 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Hver ert þú Teitur Atlason sem ert svona mikill aðdáandi minn; og hvað hugsaðir þú við lesturinn; gaman væri að vita það.

Forvitna blaðakonan, 15.7.2008 kl. 09:26

5 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Takk fyrir viðbrögðin Begga. Nú hef ég ekki við höndina fréttir þínar í DV og kannski víðar á sínum tíma og var enda ekki að fella dóm um hvort þær hefðu verið svona eða svona skrifaðar. Man þó að ég las eitthvað af þessum fréttum og fannst skrítið að sjónarmið Dalsmynnisfólks kæmi ekki fram - og þá skrítið af því að ekki kom fram að það fólk vildi ekki tjá sig. En þú gefur hér í skyn að það fólk hafi alls ekki viljað tjá sig. Ég hlýt að velta fyrir mér hvers vegna það vildi ekki tala við þig, blaðamanninn hjá DV. Kannski vildi það ekki tala við fjölmiðla almennt? Eða blaðamenn DV almennt? Eða hundaræktanda hjá DV almennt? Ekki ætla ég að krefja þig neinna svara, hef ekki rétt á því, en fróðlegt væri að vita meira um þetta svo hægt sé að afgreiða það af eða á hvort fréttir þínar á sínum tíma hafi verið réttmætar og áreiðanlegar með öllu. Í sjálfu sér nægir mér að þú lýsir því yfir að þú hafir gætt faglegra vinnubragða í hvívetna, þrátt fyrir persónulega afstöðu þína.

"það sem gerir okkur ábyrg og trúverðug er að koma fréttum á framfæri þannig að skoðanir okkar megi ekki lesa á milli lína" segir þú enda og ég tek undir. Ég er auðvitað ekki að fjalla um bloggið þitt eða málflutning þegar þú hefur tjáð þig utan stéttarinnar, þ.e. sem persóna með skoðanir og málstað. Blaðamenn mega auðvitað hafa skoðanir, en þær geta um leið haft áhrif á traust og trúverðugleika viðkomandi sem fagmanns. Það er hægt að fara yfir strikið. Ég er ekki frá því að ég hafi gerst sekur um slíkt endrum og sinnum á blogginu mínu. Ég ætti þannig bágt með að telja mig hlutlausan blaðamann í trúmálaskrifum. Af öðrum ástæðum hef ég hin síðari ár hliðrað mér frá því að skrifa um flugmálayfirvöld.

En ég verð að áskilja mér rétt til að fá að skrifa og tjá mig á annan hátt sem persóna. Ég þarf að passqa mig að það skemmi ekki faglega stöðu mína, en ég hef þennan lýðræðislega rétt. Ég blogga og þú bloggar og margir blaða- og fréttamenn blogga. Flestir ofurvarlega. Síðan eru aðrir sem skrifa persónulega pistla í þann fjölmiðil sem þeir vinna hjá og skafa stundum ekki af hlutunum. Sjáðu til dæmis Agnesi Bragadóttur í Mogganum í dag.  Þar gagnrýnir hún forseta Íslands á mjög harðan og persónulegan hátt. Ég fæ ekki betur séð en að hún eigi ákaflega erfitt með að skrifa fréttir og fréttaskýringar um Ólaf Ragnar. Gerir það kannski ekki. Lestu Agnesi, Begga og segðu mér hvað þér finnst.

Hvað hagsmunaárekstur varðar veit ég ekki hvað er hlægilegt, enda þekki ég ekki hundasölubisnessinn. Dalsmynni er ræktandi og þú segist vera ræktandi. Ef þú selur ræktaðar "afurðir" kaupendum sem annars gætu allt eins hafa keypt af Dalsmynni - þá eruð þið samkeppnisaðilar. En ég fullyrði ekkert um að svo sé í raun, því ég þekki ekki til málanna.

Friðrik Þór Guðmundsson, 15.7.2008 kl. 11:37

6 Smámynd: Sverrir Einarsson

Það eru til menn og konur sem rækta hesta og svo aðrir sem "framleiða" hesta... ég hef ekki sérfræðiþekkingu á hestum en ef ég ættlaði að kaupa mér hest þá held ég að það væri ekki spurning að ég verslaði við ræktandann en ekki "framleiðanda" það er þó nokkur munur þarna á .....allavega hvað minn skilning varðar.

Annars eigið þið góðann dag........það ættla ég að gera.

ps ég bíð bara eftir að verða í aðstöðu til að geta fengið mér hund.....fæ mér nýjan fjölskyldumeðlim fyrr en aðstæður leyfa.

Sverrir Einarsson, 15.7.2008 kl. 14:10

7 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Hvað varð af þér Begga - ertu farin í hundana?

(ég hreinlega varð að segja þennan...

Friðrik Þór Guðmundsson, 15.7.2008 kl. 20:47

8 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Skrifa í fyrramálið; var svo fjári mikið að gera hjá mér og sé ekki fyrir þreytu núna. Kíktu inn eftir kl. 9-10, Góða nótt gamli kollegi

Forvitna blaðakonan, 16.7.2008 kl. 04:14

9 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Það er nú það Lilló; ef ég svara heiðarlega þeirri spurningu þinni hvort fréttir mínar um Dalsmynnisframleiðsluna; taktu eftir framleiðsluna, því þar er ekki stunduð ræktun, þá get ég ekki svarið af mér að ekki hafi í eitt eða annað skipti gætt hlutdrægni af minni hálfu. Þó held ég að ég hafi reynt að vinna þær fréttir eins vel og mér var unnt en ég er svo mikil tilfinningavera að ég á bágt með að vita til þess að svona "puppy mill" skuli vera til hér á landi án þess að nokkuð sé að gert.

Samúð mín með dýrunum sem aldrei fá að sjá dagsljós, klapp eða knús, liggja í eigin úrgangi og eru notuð  til þess eins að framleiða er mikil og sárt að hugsa til þeirra dýra sem mér eins og svo mörgum þykir svo undur vænt um. En ég þori ekki að segja til um þetta nema lesa fréttir mínar frá þessum tíma og kanna hvernig mér hafi tekist til. En það kann allt eins að að hafa verið illa litaðar og að ég hafi aðeins fjallað um aðra hlið mála.

Auðvitað hefði ég ætíð átt að geta þess að Dalsmynnisfólk hafi ekki viljað tala við mig, en það kom þó stundum fyrir að önnur hvor dóttirin svaraði og sjónarmið þeirra þar með. En þegar á leið og aldrei fékkst þetta fólk til að tala, þá er eins líklegt að ég hafi hætt að geta þess í niðurlagi fréttar, en það er ekki líkt mér ef ég hugsa til baka..

En í slíkum tilfellum reyndi  ég þá að tala við einhvern innan kerfisins, dýralækna, forstöðumann Umhverfisstofnunnar og héraðsdýralækni Gunnar Örn Guðmundar Jakason og fleiri sem geta svarð þeim spurningum sem á mér brenna.

Hins vegar var síðan mín: Begga og dýrin” á mína ábyrgð og þar gat ég skrifað viðhorfspistla undir eigin nafni. Eins skrifaði ég þrisvar í viku leiðara í DV og þá gagnrýndi ég undir nafni hundaframleiðslu Dalsmynnisfólksins og ómannúðlega meðferð þeirra á hvolpum og tíkum Þori þó ekki að fara með sem hreinan sannleika þvíí ég man það bara alls ekki.

En víst er að ég skrifaði oftar en einu sinni leiðara um dýravernd og viðhorf þeirra fáfróðu sem ekkert vita um dýrin um  hunda. Það man ég en hvort  hvort Dalsmynni hafi borið á góma í leiðara eða í einhverjum pistli; man ég bara alls ekki. 

En Lilló ég skal senda þér gögn þasem þú getur flett og myndað þer þina eigin skoðun. En í öllu falli h vet ég þig til að skoða þessi mál því þau eru ekki eins léttvæg og lítilmótleg eins og ókunnir gætu

Ég viðurkenni fúslega að ég myndaði mér fljótt skoðun eftir að ég tók að skoða þetta mál. Í byrjun vildi ég ekki trúa að Íshundar og Dalsmynni væri eitthvað frábrugðið KRFÍ og öðrum ræktendum en það leyndi sér ekki að um mikinn mun var að ræða og að fagleg vinnubrögð þekkjast ekki innan Íshunda eða í Dalsmynni. Hve mikið sem ég hefði viljað var ekki hægt að komast hjá að mynda sér skoðun eftir að hafa talað við fjölda manna sem þekktu og þekkja enn betur nú viðhorf og þann ágreining sem fór ekki fram hjá nokkrum manni sem eitthvað vissu um hundarækt.

Það krystalaðvist svo um munaði þegar þeir sem yfirgefið höfðu Íshunda en verið virkir stjórnarmenn áður. Þá varð allt vitlaust. beggja vegna borðs þar sem báðar fylkingar tókust á en grimmd Dalsmynnissystra er engu lík.  eef eihver vogar sér að ganga úr félagskap þeirra. það veoit þeg því ég fékk bréf í hendur sem sýndu svart á hvítu reiði hennar og hatur tilk manns sem hún dýrkaði viku fyrr..

Þekking mín var í lágmarki þegar ég tók að kynna mér þessi mál og eftir því sem ég kynni mér málin betur og reynsla mín eykst er ég harðari og harðari í afstöðu minni til framleiðslubúa eins og Dalsmynnis.

Ég hef ekki lesið gmalar fréttir mínar lengi og á þær því miður ekki; en gaman væri að renna yfir þær og skoða hvernig ég unnið mitt starf.

Ég er líklega einn fárra blaðamanna sem tala tæpitungulaust á bloggi mínu og nota stundum stór orð í hita leiksins. Þar þarf ég að gæta mín starfs míns vegna. En eins og er ,er ég ekki bundin neinum fjölmiðli og tel mig því ekki þurfa að gæta neinna hagsmuna nema eigin þegar ég skrifa um þess mál nú. En vitaskuld myndi ég fara varlega ef ég væri bundin einhverjum fjölmiðli og jafnvel  gæta mín fagsins vegna en ég er bara svo fjári harðorð.

Sendi þér plögg og sitthað annað sem þú getur litiðm á

Kveðaj Begga.

Í haust þegar ég tek til að vinna á ný sé ég mig tilneydda til að fría mig frá skrifum um Dalsmynni. En það mun ekki hindra mig í að berjast þessari baráttu sem einstaklingur áfram sem hingað til.

Og svo er það Agnes Braga mín gamla skólasystir með munninn fyrir neðan nefið eins og hann ætíð hefur verið og það opinn og notaður mikið.

Ég er ekki viss um að Agga sé vanhæf hér eftir að fjalla um Ólaf Ragnar.Hún hefur í gegnum árin verið með opinn munn og verið stóryrt og kjaftfor í garð þeirra sem henni þóknast illa. Það væru þá mörg málin í okkar litla tengslalandi sem Agga þyrfti að skrifa sig frá ef svo væri.

En það breytir ekki að mér finnst dómgreind minnar gömlu skólasystur eitthvað ekki  funkera eins og hún ætti að gera hjá eins vel gefinni og eldklárri konu eins og hún er; mér finnst alls ekki neitt klókt við að rakka forseta okkar niður og allgjör óþarfi. Ég forseta okkar til þess eins að vekja athygli á sjálfri sér.Skrif hennar eru eins pog þau koma mér fyrir sjónir allgjörlega tilgangslaus og ekki til annars en ná Ólaf Ragnar þungu höggi. Það kann ekki hinn almenni borgari að meta og fyrir það fær Agnes enga plúsa eða stjörnur í kladdann

Þvert á móti kem ég ekki auga á hvert tilgangur hennar með þeim stóryrðum sem hún viðhefur um æðsta embættismann þjóðarinnar sem við berum ákveðna virðingu fyriri sem forseta Íslands. Orð hennar og fordómar og síðan og ekki síst  gat ég ekki annað en túlkað þau sem hreina illgirni; janvel hatur í garðs Ólafs Ragnars.

Annars flaug mér augnablik í hug hvort tilgangur Öggu væri að skrifa svona grein til að fá út áhana athygli sem ujm munar enda tala menn hvar sem þeir hittast um þetta skrifelsi Agnesar og hvað mönnum finnist um þaði.

Hvað sem Agnesi kann að finnast um Ólaf Ragnar sem manneskju ætti hún að halda fyrir sjálfa sig. Það felst í því lítilmennska að vanvirða embættið sem slíkt og Agnes Braga er hafin yfir sl´k glappaskot.hún ekki   Öggu kann að finnast um Ólaf Ragnar sem  persónu ber henni að virða embætti forseta Íslands og með svona skrifum gerir Agnes lítið úr sér og gjaldfellir sjálfa sig litið úr sjálfri sér og með þessum skrifum.  þá getur hún ekki  fjallað um hann, helfdur embættið dsjálft og bið rihum að vera ufir það hafin að skrifa svona um starfandi forseta og embættisfærslur hans. Seinna má fjalla um Ólaf Ragnar sjálfan. Það' er varla fleiri ár en fjögur í það sé hægt að tla illa um Ólaf Ragnar hvar og hvenær sem er. Já og og skamma hann eins og hund ef þurfa þykir.

Mér sýnist að kollurinn hafi brugðist henni nú og dómgreind hennar fokið út ói hafsauga því ekki nýtti hún sér hana eins og ætla mætti að' eins vel gefin og greind stelpa eins og Agga klikkaði ekki á svona máli fyrir það eitt að fá af stað umræðu um sjálfa sig; ekki satt?

En ég held samt að að Agga Braga sé ekki aðeins hörkukella með ógnarkjaft og hreinskilin úr hófi fram, heldur með mælskari konum sem sjaldnast er orða vant. Og svo er Agga bráðskemmtileg ef hún kærir sig um. En atlaga hennar að embætti forseta Íslands finnst mér nisráðin ákvörðun og er helst á að einhver hafi att Agnesi út í þessi skrif; einhver sem hún ber mikla virðingu fyrir; en hef samt ekki neitt fyrir mér í því.

Forvitna blaðakonan, 16.7.2008 kl. 11:45

10 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þakka þér fyrir heiðarleg og pælingargóð svör Begga, en í guðannabænum farðu nú ekki að senda mér einhvern bunka um Dalsmynni og hundrarækt. Ef þú vildir vera svo góð. Fyrir allmörgum árum skrifaði ég um deilur í hundaræktarfélaginu og komst að því að það er verulega klikkaður heimur. Ég ákvað að láta öðrum um að sinna þessu viðfangsefni. Ég hef engan áhuga á því að skoða þetta Dalsmynnismál - alls engan. Ef það er verið að fara illa með hunda þarna þá er það auðvitað hið versta mál - sem einhver annar ætti að fjalla um.

Ég var ekki að kommentera vegna áhuga á hunda(ræktar)málum heldur vegna faglegs og fræðilegs áhuga á ýmsu varðandi stéttina, t.d. stöðu blaðamanna og hagsmunaárekstrum o.fl.

Ég endurtek: Ég er ekki þakklátur viðtakandi gagna um hunda(ræktar)mál. Þótt ég sé mikill aðdáandi og vinur flestra hunda þá er áhugi minn á hundarækt afar, afar takmarkaður og vilji til að blanda mér í deilur hundaræktenda og -seljenda ENGINN.

Agnes er verðlaunaður og góður blaðamaður. Ég mun hins vegar taka öllum hennar skrifum um Ólaf Ragnar með fyrirvara. Get ekki annað.  

Friðrik Þór Guðmundsson, 16.7.2008 kl. 13:06

11 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Lofa því Lilló að ég skal ekki senda þér eitt orð um hundarækt eða Dalsmynni; nema þú missir dómgreindina og fáir Dalsmynnisníðingana á heilann og fyllir alllar bloggsíður af lofi um það lið. Og kóróni síðan alla vitleysuna með því að kaupa hund af þeim þokkamæðgum. En þá skaltu líka fá dembuna yfir þig.

Og svo segir þú ekki alveg hreinasatt að þú hafir ekki oggulítinn áhuga á hundarækt; þú myndir víst þegja þunnu hljóði ef þú værir áhugalaus með öllu; nema fréttamannsgenið í þér sé svona sprelllifandi; Ætli það sé ekki skýringin þegar öllu er af botni hvolt!

Forvitna blaðakonan, 18.7.2008 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband