Komin aftur - með löppina í fatla

 

 

Komin til baka með löppina í fatla. Bara fjári brött eftir þetta inngrip vísindanna. Brátt fer ég að geta hlaupið um eins og fjallaljón; og ætla að gera það.

Við hlið mér lá stúlka sem á nýfætt barn, rétt þriggja vikna. Á meðan hún fór í aðgerð var maðurinn hennar heima með barnið og fjögurra ára son þeirra. Hann gat sannarlega ekki skellt barninu á brjóst í hvert sinn sem það vaknaði á næturnar eins og mamman, en hann kvartaði ekki. Kom á hverjum morgni til konu sinnar með litla barnið, eftir að hafa komið því eldra í leikskólann og sat hjá henni fram eftir degi.

Fór síðan heim og sótti eldra barnið í leikskóla og heim með börnin. Og því er ég að segja frá þessu; á þetta ekki að vera sjálfsagður hlutur? Einmitt; en það segir meira en nokkur orð að mér skuli þykja það í frásögu færandi. Það gerir mig urrandi vonda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitt

Ólafur fannberg, 24.11.2006 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband