Þegar Davíð pakkaði Össuri

 

Það rifjaðist upp fyrir mér þegar ég las þessa færslu um fimi Össurs í ræðustól hvernig fór fyrir honum fyrir margt löngu í viðureign við Davíð. Það er svo langt síðan að ég man ekki einu sinni hve langt, en Össur var þá ritsjóri Þjóðviljans og bauð sig fram fyrir Alþýðubandalagið í borgarstjórn.

Við andstæðingar Davíðs bundum miklar vonir við hann og töldum að ef einhver gæti staðið upp í hárinu á Davíð væri það Össur. Það var með nokkurri eftirvæntingu sem beðið var eftir umræðuþætti í sjónvarpi þar sem þeir tækjust á. Það fór á annan veg. Davíð pakkaði Össuri svo illa saman að meira að segja við, harðir andstæðingar Davíðs máttum viðurkenna ósigurinn. Það fór líka svo að Sjálfstæðisflokkurinn bar sigur úr býtum í kosningunum þetta vor og Davíð varð borgarstjóri. Ætli þetta hafi ekki verið  1982.

Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið og Össur kallinn lætur engann eiga neitt inni hjá sér lengur, svo ekki sé meira sagt. Hann þarf ekki lengur að óttast að tapa fyrir neinum í orðsins list - ekki einu sinni Davíð Oddssyni. Það sýndi hann oftar en ég man á meðan báðir voru á þingi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Umræðuþátturinn sem þú vísar í var 1986. Össur hafði á einhverjum fundi látið falla ummæli í þá veru að vinstrimeirihlutinn 1978-82 hefði fallið á því að embættismenn borgarinnar hafi verið honum andsnúnir. Þess vegna þyrfti að hreinsa rækilega til.

Davíð tók þetta upp í þættinum og stillti dæminu þannig fram að Össur vildi reka alla borgarstarfsmenn, jafnt ruslakarla, strætóbílsstjóra og borgarlögmann. Össur þrætti fyrir að hafa sagt þetta - en átti sér varla viðreisnar von eftir að fulltrúi Kvennalistans í umræðunum, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, gekk í lið með Davíð og sagði: "Víst sagðirðu þetta Össur."

Seinna reyndu vinir Össurar að endurskrifa söguna á þann veg að hann hefði verið fárveikur í sjónvarpsútsendingunni. Hvað sem kann að vera að marka það töpuðu vinstrimenn líklega meirihlutanum í þessum sjónvarpsþætti.

En kannski menn muni í framtíðinni rekja pólitíska átakasögu Össurar og ISG til þessa þáttar? 

Stefán (IP-tala skráð) 25.11.2006 kl. 10:53

2 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Þú mannst betur en ég; hefði getað svarað að lengra væri síðan. En upprifjun þin á þessu hrisstir upp í kolli mínum því nú man ég þetta með ruslakallana. Þakka þér fyrir Stefán.

Forvitna blaðakonan, 26.11.2006 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband