Hefði verið meira hissa ef Adda borgaði launin

 

Ég er ekki krossbit yfir þeim fréttum að Jóhann Hauksson þiggi laun fyrir vinnu sína á Útvarpi Sögu frá Hjálmi í eigu Jóns Ágeirs. Hefði reyndar verið meira hissa ef staðfest hefði verið að Arnþrúður greiddi honum launin. Eftir því sem ég kemst næst hefur fjárhagur Öddu minnar ekki verið með þeim hætti að hún geti haft dýra menn á launaskrá hjá sér.

Eins og mönnum er kunnugt er Hjálmur meðeigandi að Fögru dyrum útgáfufélagi Ísafoldar sem  Reynir ritstýrir en Hjálmar Blöndal kom heim frá London til að stjórna Hjálmi eftir því sem ég best veit. Guðmundur Magnússon veltir fyrir sér í bloggi sínu hvort eðlilegt geti talist að Jóhanni að þiggi laun utan úr bæ fyrir vinnu sína. Vitnar þar í viðtal við Jóhann sjálfan í DV og segir:

Breytir þetta einhverju? Það finnst Jóhanni ekki samkvæmt viðtalinu í DV. Ég er smeykur um að ekki séu allir á sama máli. Í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að Baugur er ekki (svo kunnugt sé) rekstraraðili eða hluthafi í Útvarpi Sögu. Margir munu því telja að aðild útgáfufélagsins Hjálms að dagskrárliðnum Morgunhaninn þarfnist sérstakrar skýringar. Fyrirtækið  Hjálmur ehf. er væntanlega rekið þannig að á móti útgjöldum koma tekjur. Menn spyrja: Hverjar eru tekjur félagsins af Morgunhananum? Hver er hagur félagsins af samningnum?

Líklega er mikið til í þessu hjá Guðmundi en það má eigi að síður spyrja sig hvort Hjálmi er ekki sjálfsvald sett hvað þeir bera úr býtum fyrir kostun á útvarsþætti. Það er ekki eins og það tíðkist ekki hjá útvarps-og sjónvarpsstöðvum að þættir séu kostaðir. Það er væntanlega samningsatriði á milli viðkomandi hvernig þeim málum er háttað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband