"Ekki fara allir á kirkjugarðsballið í haust sem hlökkuðu til þess í vor."

 

Það er fínt fyrir stjórnmálamenn að deila út dúsum til að stinga upp í lýðinn þessa dagana. Kosningar í vor og svo mikið er víst að "ekki fara allir á kirkjugarðsballið í haust sem hlökkuðu til þess í vor".
Það getur enginn verið viss um að stíga dansinn þar, en það breytir engu fyrir pólitíkusa sem þurfa á atkvæðum að halda. Og kemur ekki í veg fyrir að loforðum er dreift bæði til hægri og vinstri.

Þannig er samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson óhræddur að lofað umbótum og fé í Suðurlandsveg til að þagga niður í fjölmiðlum og róa lýðinn. Það er eins gott að við það loforð verði staðið og líklega er Sturla borubrattur þar sem hann veit að það er þverpólitísk samstaða meðal þingmanna Suðurlands fyrir tvöföldun vegarins. En það er gott að eigna sér verkið og berja sér á brjóst og segja; "Í minni ráðherratíð var tekin ákvörðun um breikkun vegarins. Ég átti frumkvæðið.

Er hún ekki furðuleg þessi pólitík?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

pólitik er furðulegt fyrirbæri

Ólafur fannberg, 6.12.2006 kl. 23:43

2 identicon

Ekki ánægð með breytinguna á útlitinu á síðunni hjá þér... Ragga.

Ragga (IP-tala skráð) 6.12.2006 kl. 23:55

3 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Það vantar menn með hugsjónir og vilja eða getu til að berjast fyrir þeim....

Eiður Ragnarsson, 8.12.2006 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband