Mamma töffari og ástin hans Jóa í Bónus í Mannlífi

Mannlíf des 06Nýtt og spennandi Mannlíf er komið út en hæst ber viðtal við Jóhannes Jónsson í Bónus og konu hans Guðrúnu Þórsdóttur. Jói er beinskeyttur að vanda og segir hlutina hreint út. Hann talar um stóru ástina sína, Guðrúnu Þórsdóttur, sem hann hefur búið með í nokkur ár. Og svo auðvitað aðförina að fjölskyldu hans sem tekið hefur meira en lítið á þau öll.

Í blaðinu er einnig viðtal við Þórdísi Filipsdóttur, dóttur Vigdísar Grímsdóttur rithöfundar. Yfirskriftin er, "Mamma töffari" en hún sat háólétt á sjúkrabeði móður sinnar sem veiktist lífhættulega í vor og var vart hugað líf. Það var ekki fyrr en Vigdís var úr allri hættu að Þórdís gaf sér tíma til að fara á fæðingardeildina og það lá beint við að sú stutta fengið nafnið, Vigdís Grace. Hún segir líka frá uppeldinu á "Kaffi Njálu" eins og hún kallar æskuheimili sitt og persónunum í bókum móður sinnar sem þar sátu sem fastast.

Grein um hina nýju Gullkynslóð er í blaðinu og viðtal við Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðluleika sem talar af einlægni um nýlegan skilnað, sársaukann sem fylgir því að missa fóstur og löngunina til að eignast barn. 

Mulningsvélin hin eina og sanna þekkja þeir sem fylgdust með handboltanum fyrir 20-30 árum. Það voru strákarnir í Val sem fengu nafnið á sig fyrir ótrúlega sterk vörn liðsins sem. En mulningsvélinr tikkar en þá, þó að strákarnir séu komnir á sextugsaldur og sumir jafnvel yfir það. Þeir hafa haldið hópinn og eru líklega betri vinir en nokkru sinni fyrr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband