Kostar blóð, svita og tár að finna gjafir sem enda inn í skáp

Ég lofaði sjálfri mér því að taka ekki þátt í öllu kaupæðinu fyrir jólin og mér hefur tekist það nokkuð vel að vera í rólegheitum og smitast ekki af því brjálæði sem hvarvetna blasir viði þegar maður nálgast verslunarkjarna eða miðbæinn. Hvað mér býður kaupæðinu og brjálæðinu í þjóðfélaginu þessa dagana!

Ég get eigi að síður ekki breytt því að ég þarf að kaupa jólagjafir fyrir mitt fólk. Gjafir sem kannski enda inn í skáp eða í einhverju rusli eins og hjá mér. Í sumar þegar ég flutti þá pakkaði ég niður úr heilum skáp ósnertum jólagjöfum frá fyrri árum. Glösum í kössum, innpökkuðum bollum, sleifum, kertastjökum og hinu og þessu sem fólkið mitt hafði af gæsku sinni valið til að gefa mér.

Ég efast ekki um að það hefur kostað margan blóð, svita og tár að finna réttu gjöfina fyrir mig sem síðan endaði inn í skáp. Ég efast heldur ekki um að í skápum fólksins míns er að finna það sem ég snerist í hringi yfir í fyrra og árið þar áður við að velja handa því í jólagjöf. Kannski ekki hjá öllum en klárlega mörgum.

En staðreyndin en er nú samt sú að hvorki mínu fólki né mér sjálfri er ekki nokkur greiði gerður með öllum þessum gjöfum. Væri ekki nær að þeir sem þyrftu á að halda fengju andvirði þeirra? En þá er spurningin hverjir og hvernig ætti ég að koma því við?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband