Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Brúðkaup að heiðnum sið í fjöruborðinu í Haukdal

Um helgina fer fram í Haukadal í Dýrafirði brúðkaup að heiðnum sið. Það er Vestfjarðargoðinn sem ég held að sé Eyvindur Eiríksson, faðir Erps Eyvindarsonar sem gefur þar saman Elvar Loga Hannesson leikara og konu hans en gott ef ekki er annar goð líka við athöfnina.

Mikið verður um dýrðir en brúðkaupið fer fram í fjöruborðinu þaðan sem útsýn inn dalinn er fegurst. Hefur fjölda gesta verið boðið að samgleðjast þeim hjónum af tilefni dagsins.

Það eru hæg heimatökin fyrir Elvar Loga sem býr á Ísafirði er ættaður frá Bíldudal en á heilt samkomuhús í Haukadal. Hann keypti það fyrir tveimur eða þremur árum og var það í góðu ásigkomulagi en hann hefur verið að dytta að því ásamt stórfjölskyldunni og meðal annars er komið rafmagn inn í húsið. Víst er að það verður fjör í dalnum sem fyllist af fólki þessa helgina en mikið var rætt um brúðkaupið í dalnum en það er líklega í fyrsta sinn sem fer fram heiðið brúðkaup síðan á tímum Gísla Súrssonar sem þar bjó til forna.

Ég er komin heim og fjarri góðu gamni en þeim hjónum árna ég heilla og óska gifturíkrar framtíðar.


Hvílík dýrð - hvílík dásemd í yndislegu veðri vestur á fjörðum

Ég er í sumarfríi vestur á fjörðum; okkar Magnúsar unaðsreitum þaðan sem við bæði eigum rætur okkar og vorum borin í þennan heim. Magnús á Ísafirði og þar áttu foreldrar hans sumarbústað í Tungudal. Hann dvaldi þar öll sumur sem krakki með fjölskyldunni en "Skógarbúar" fluttu jafnan á sumrin inn í skóg. Mæðurnar voru þar með börnin sem ekki þurfti að reka út að leika enda sáust þau varla fyrr en sól var sest nema rétt til að næra sig. Þau höfðu meira en nóg fyrir stafni daginn langan. Feðurnir sem voru heima í bæ komu síðan eftir vinnu eða um helgar. Það var síðan ekki fyrr en í enda sumars sem mæðurnar fluttu aftur inn í bæ krakkana. 

Magnús á yndislegar minningar frá þessum árum í gamla bústaðnum en þau systkinin og makar keyptu nýjan bústað fyrir nokkrum árum sem fjölskyldan skiptist á að dvelja í. Við höfum verið hér síðan fyrir helgi og veðrið er ótrúlega gott en það hefur varla fallið dropi úr lofti síðan í byrjun júní hér vestra. Hitinn á pallinum á milli hárra trjánna við bústaðinn er slíkur að maður helst helst ekki við.

Í gær sóttum við minn unaðsstað í Dýrafirðinum. Í Haukadalnum þar sem ég fæddist er aðeins búið á einum bæ en flestir hinir eru í eigu afkomenda sem byggt hafa upp gömlu bæina eða byggt sér nýjan bústað á sínum reitum.

Í gamla skólanum á staðnum, þar sem afi minn var skólastjóri og kenndi börnunum í sveitinni í sinni tíð er nú fallegt athvarf frænku minnar en faðir hennar og móðurbróðir min, Bjarni heitinn Helgason skipherra keypti skólann fyrir margt löngu. Frændfólk mitt hefur verið meira en ljúft að eftirláta okkur Magnúsi tíma í skólanum sínum í Haukadal á hverju sumri síðustu tuttugu ár.  Haukadalur er Paradís á jörðu en þar bjó Gísli Súrsson forðum og má finna menjar eftir þá búsetu enn í dag.

Dalurinn skartaði sínu fegursta í gær en í enda hans trónaði Kaldbakur, hæsta fjall hér fjórðungsins. Í hlíðum hans kvaddi Einar Oddur deginum áður Á meðan við dáðumst af fegurð hans reikaði hugur okkar til Einars heitins og fjölskyldu sem við vottum samúð okkar. En okkur var líka hugsað til þess að ef einhverstaðar eru forréttindi að fá að kveðja þetta mannlíf, þá er það í hlíðum þessa fallega fjalls í heiðríkjunni daginn þann. 

Í Húsatúni, eina byggða bænum í dalnum hjá Unni, ekkju Valdimars frænda míns var gestkvæmt að vanda. Hún stóð við eldavélina og bakaði pönnukökur ofan í alla gestina sem alla jafnan sækja hana heim. Hemmi Gunn. var brúnn eins og svertingi eftir nokkurra vikna dvöl. Hann þurfti suður í dag og var ekki sérlega spenntur að þurfa að yfirgefa þennan unaðsreit sinn. 

Litlu tíkurnar mínar. þær Fura og Vilja voru í essinu sínu og nutu þess að fá að hlaupa um tún og engi frjálsar eins og fuglinn. En þær gættu þess vel að fara ekki lengra en svo að við værum í augsýn.

Spáin framundan er góð og eftir því sem sólin og hitinn bræðir mann, því latari verður maður. En það er enginn hætta; hér er hreint ekki hægt að láta eftir sér letina. Ísafjörður þessi fallegi bær iðar af mannlífi og í kaffihúsum og veitingahúsum bæjarins er fullt út úr dyrum og hvarvetna setið utandyra langt fram eftir kvöldi í logninu sem einkennir bæinn. 

 


Ekki er allt sem sýnist - sannleikurinn um hvers vegna ungi píanósnillingurinn brast í grát

 

Í færslu fyrr í vikunni sagði ég frá brúðkaupi sem ég sat í boði bróður míns, Ásgeirs, kenndum við Goldfinger. Þar var margt um manninn og hæfileikaríkir gestir stigu á svið og skemmtu gestum. Þeirra á meðal var lítill píanósnilliningur sem kom sá og sigraði enda einstaklega fær á hljómborðið og lék erfiðustu verk sem kröfðust einstakrar tækni og fingrafimi á nótnaborðinu, með glæsibrag.

Nokkrir fjölmiðlar hafa tekið upp þessa frásögn og vitnað í síðu mína af því tilefni og umsjónarmenn Íslands í dag sáu auk þess ástæðu til að spjalla við þær mæðgur. Það gerði Sölvikollegi minn með miklum sóma. Hann sýndi viðtalið nánast ókippt sem er nánast einsdæmi. Mér fannst það raunar orka tvímælis, einkum og sér í lagi fyrir þær sakir að  femínistakórinn myndi reka upp rammakvein og segja: "Sjáið bara, er þetta ekki einmitt það sem við erum alltaf að tala um!  Við höfum alltaf sagt að þessar stúlkur dansi hér nauðbeygðar og þyki svo skelfilegt að þurfa að gera það að þær gráta með ekkasogum þegar minnst er á þennan viðbjóðslega dans? Svo ekki sé talað um blessað barnið  sem skammast sín svo mikið fyrir starf móðurinnar að hún getur ekki talað um það án þess að bresta í grát?"

Þetta var nú vatn á millu harmakveinakór femínistana. Jú mikið víst, litla stúlkan brast í grát í miðju viðtali þegar talið barst að móður hennar sem er læknir og starfaði í Úkraníu og ber úr býtum innan við tvöhundruðdollara á mánuði. Obbi femínistakórsins og vafalaust fleiri skoðanasystur og bræður áyktuðu sem svo að ekki væri vafi á að rekja mætti grátinn til þess að móðirin dansar á næturklúbbi á Íslandi fussum svei! Hvað annað? 

En margur heldur mig sig mátulega dyggann....; Og, jú, hvað annað; auðvitað grét hún vegna þeirrar staðreyndar að móðir hennar er nauðbeygð til að starfa við þá skelfilegu iðju að dansa á næsturklúbbi. Það passaði svo undur vel við málflutning femínistakórsins að annað gat hreint ekki verið!!!

Eða hvað? Það er hreint ekki allt sem sýnist. Þeir sem hugsa skammt hafa nefnilega hvorki getu né visku til að hugsa hlutina nema út frá sjálfum sér. Sjóndeildarhringurinn nær ekki lengra en svo og fyrst að femínistakórinn grætur og heldur fram að allar stúlkur sem hingað komi og dansi, séu annað hvort vændiskonur eða þær séu undir hælnum á mansalsbófum sem selji þær til Íslands til að dansa. Eða jafnvel eitthvað enn verra; líklega hreinar gærur eða jafnvel saklausar ungar stúlkur sem seldar hafa verið mansali

En þeir sem hugsa aðeins lengra vita að  dæmið er svo er ekki svona einfalt. Það vill svo til að ég veit upp á hár, frá fyrstu hendi hvers vegna litla slúlkan grét. Og það var ekki af skömm, svo mikið er víst. Mergurinn málsins er nefnlega sá að stúlkan brást í grát þegar Sölvi minntist á það við móðurina að hún legði allt í sölurnar til að geta kostað nám dótturinnar og þyrfti að vera langdvölum fjarri barni sínu og ættingum til að sá draumur geti ræst.

Stúlkan féll ekki í grát vegna þess að hún skammst sín fyrir starf móðurinnar. Þvert á móti. Gráturinn spratt fram þegar Sölvi sneri sér að þeirri litlu og spurði hvort ekki væri erfitt að vera svona lengi í burtu frá mömmu. Hve langur tími liði á milli þess sem þær mæðgur hittust. Og þá beygði hún af blessunin. Hún er háð móður sinni og líður fyrir að vera heima hjá ætingjum þegar mamma hennar fer burtu til að afla peninga til menntunnar hennar. Þetta hef ég fengið staðfest og sannreynt eftir að hafa rætt við þær mæðgur og Sölva fréttamann á Stöð 2.

Allt lagðist á eitt fyriri þetta viðtal sem kom þeim allfarið í opna skjöldu. Um hádegi óskaði Sölvi eftir viðtali við mæðgurnar en þær fengu ekki nema nokkurra mínútna umhugsunarfrest því innan klukkustundar þurftu þær á vera mættar í upptöku í Skaftahlíð. Þær voru bæði mjög spenntar og feimnar og voru tregar til að mæta með svo skömmum fyrirvara. Fyrir þrábeiðni gáfu þær eftir en þær voru báðar yfirstressaðar í upptökunni og þegar barnið fór að tala um langar fjarvistir frá móðurinni, hve mikið hún legði á sig fyrir tónlistarnám hennar og þá staðreyn að hún væri loksins komin til hennar á Íslandi bognaði sú stutta. Og því segi ég og skrifa; hún grét af taupaspennu, þakklæti til móðurinnar sem er tilbúin að leggja land undir fót og dasa víða á næturklúbbum til að kosta nám dótturinna. En grátur hennar kom skömm ekkert við eins og látið er að liggja í einu dagblaðana í gær.

Oft sjást þær ekki nema nokkra daga á fleiri mánaða fresti en stúlkan er aðalega í skóla í heimalandinu auk þess sem hún fer og tekur þátt í keppnum ungra píanóleikara víða um lönd enda talain mjög efnileg og hefur í að minnsta kosti þrígang verið í eftu þremur sætunum.

Hún sagði eftir að hafa jafnað sig og var komin heim að hana hafi einmitt langað mest að segja hve stolt hún væri að móður sinni að leggja fyrir sig dansinn. Það væru sko ekki allar mömmur sem hefðu bein, vilja og kjark til að dansa á næturklúbbi í þágu afkvæma sinna. Líklega var hægur vandi að misskilja grát hennar og það kaus stór hluti þjóðarinnar að gera. Það hentar betur og þá er hægt að benda og segja: ...sagði ég ekki, þetta erum við alltaf að berjast fyrir; hugsa sér þær gráta vegna vinnu móðurinnar; skefilegt að heyra....

Nú eru þær mæðgur sameinaðar á ný, Geiri bauð pínósnillingnum unga til landsins en það hefur tekið fleiri mánuði að fá það í gegn. Hér stundar hún nám í píanóleik og það kostar ekki fáa aura að borga einkatímana sem hún fer í. Mig minnir að þær hafi upplýst að þriggja klukkustunda tími hjá kennara hennar kosti í kringum 25. þúsund krónur í hvert sinn.

Hvernig á læknir frá Úkraníu með innan við 12 þúsund íslenskar. á mánuði að geta fjármagnað nám dótturinnar auk þess að kosta hana hingað og þangað um Evrópu í keppni. Hennar eini kostur var að flytja til Vesturlanda og verða sér út um vel borgaða vinnu. Hún segir enda að hún líti ekki á starf sitt öðruvísi en hverja aðra vinnu.

Hún hefur gaman af að dansa en karlmenn, hve mikið sem þá langar, geta ekki undir nokkrum kringumstæðum fengið hana til að leggja lag sitt við þá utan vinnutíma. Hún er nefnilega bara venjuleg kona sem eldar heima, horfir á sjónvarp, fer á skíði, bíó, heimsóknir til kvenna eða út að hlaupa. Nú eða bara að vera með elskulegri dóttur sinni frítímanaum, slaka á heima með handavinnu í höndunum eða horfir á sjónvarp. Þessi úkraníska kona er nefnilega ósköp venjuleg móðir, rétt eins og við flestar.

Og svona rétt í lokin; á hinum ýmsu spjallsíðum og bloggfærslum tjáðu áhagendur femínistakórsins sig um þetta mál og þeim fannst út í hött að konur þyrftu að dansa súludans til að geta kostað tómstundir barna sinna. Og svo fussuðu þær og sveiuðu. En þið kæru manneskjur sem fussuðu sem mest, Sjáið þið aðra leið fyrir þessa konu til að mennta barnið sitt eins draumin sem hún elur í brjósti sér? Endilega látið mig þá vita, ég skal koma því til hennar hvar hún geti fengið laun sem hafa eitthvað að segja í núverandi laun á Goldfinger,. Eða leigja sér íbúð, kaupa bíl og allt sem hver Íslendingur þarf að eignast svo hann komist af...? Endilega látið þig mig vita.

Og til upplýsinga, þá vinnur bróðir minn hörðum höndum að því að fá dvalarleyfi fyrir litlu stúlkuna hér áfram svo hún geti búið hjá mömmu sinni hér á landi á meðan og stundað sitt nám. En það er ekki tekið út með sældinni að standa í Útlendingastofnun og kerfinu sem við höfum byggt upp í kringum okkur.

 

 


Snemma beygist krókurinn...

Fyrir nokkrum misserum skrifaði ég nærmynd af Magnúsi Ármann og vini hans Sigurði Bollasyni fyrir DV. Ég falaðist eftir upplýsingum um þá félaga hjá mörgum sem þekktu þá vel og sumir höfðu verið samhliða þeim allt frá barnæsku.

Mér er minnistætt hvernig félagar Magnúsar lýstu honum en allir voru þeir sammála um að viðskiptaeðlið væri honum í blóði borið og hefði vaknað snemma. Smágutti í Breiðholtinu var hann komin í hörkubissnes og hugmyndaflug hans var ótakmarkað. Margir þeirra sem tjáðu sig um Magnús sögðu að ekki hefði farið á milli mála að hann ætti eftir að spjara sig, sem síðan hefur komið á daginn. Sögurnar af Magnúsi flögruðu upp í huga minn fyrir helgina þegar dóttursonur minn sem er rétt sjö ára kom heim með box fullt af smámynt. Um hann miðjan hékk taska hálf full af grjóti. "Hvar fékkstu alla þessa peninga?" spurði ammanáhyggjufull og sá stutti svaraði sannleikanum samkvæmt að hann ætti þá. "Fólkið borgaði mér fyrir steinana mína," svaraði hann og vísaði í grjót sem hann hafði fundið hér og þar og safnað inn á pallinn á bak við hús. Í ljós kom að hann hafði farið af stað með vini sínum,gengið í húsin í hverfinu og boðið fólki grjót til sölu fyrir 30 krónur stykkið.

Afraksturinn, um það bil 2000 krónur voru í boxinu sem hann rétti afa sínum og sagði: "Afi, bankinn á að fá þessa peninga líka. Hvað á ég þá mikið inn í bankanum?"

Drengurinn er óþrjótandi safnari. Heim ber hann allskonar drasl sem hann hefur hinar mestu mætur á. En að honum dytti í hug að fara af stað og selja grjót á 30 kall stykkið fannst mér með ólíkindum. Ég spurði hvort hann hefði ekki gefið til baka þegar fólk borgaði með gullpening. Nei aldeilis ekki, hann vildi sko ekki gefa peningana aftur sem hann var búinn að selja fyrir og safna. Peningavitið nær ekki lengra en það að hann áttar sig ekki einu sinni á verðgildi þeirra. En peningarnir eru vel geymdir hjá afanum sem á eftir að gera sér ferð í bankann með þá auk þeirra aura sem barnið fékk í afmælisgjöf en allir peningar sem honum áskotnast fara beint í sparnað og hefur svo verið allt frá því hann fæddist. Svo er bara spurningin hvort þeir fuðra upp og verða að engu eins og peningar móður hans gerðu frá því hún var á svipuðum aldri. 

Dansar á Goldfinger til að fjármagna tónlistarnám dóttur sinnar, sem er ellefu ára píanósnillingur

Ég var eins og fjórðungur þjóðarinnar í búðkaupi í gær. Bróðursonur minn Helgi Bersi Ásgeirsson gekk í hjónaband en Ásgeir Þór bróðir minn hélt Helga Bersa og eiginkonu hans veglega veislu eftir athöfn í Kópavogskirkju sem fram fór kl. 13.00. Nokkuð óvenjulegur tími en það var 7. júní og eftir því sé ég best veit voru í kirkjunni gefin hjón saman á klukkustundar fresti allan daginn.

Eins og Geira er vandi var boðið af rausn en það var dálítið einkennilegt að sitja undir borðum svo snemma dags og njóta þriggja rétta máltíðar með tilheyrandi drykkjum. Meðal skemmtikrafta var Geir Ólafs sem kom og söng tvö lög en Geir sagði mikið að gera en hann átti fyrir höndum áð syngja í sex brúðkaupum þennan dag.

Brúðkaupsgestir voru í kringum hundrað, stórfjölskyldan, vinir og aðrir sem að Geira standa. Erpur Eyvindarson er meðal vina Geira og hann heldur ekki svo boð að rapparinn sé ekki meðal gesta. Í þetta sinn fór Erpur á kostum og rappaði til brúðhjónanna og fjölskyldunnar auk þess að taka tvo skemmtilega bragi um spillinguna í kringum Árna Johnsen. 

En mest á óvart kom ellefu ára stúlka frá Úkraníu sem lék sónötu eftir Chopin á píanó og annað verk sem ég ekki þekkti sem krafðist mikillar tækni og fingraæfinga. Það var ótrúlegt að sjá og heyra til þessara ungu stúlku sem hefur þegar unnið til verðlauna erlendis.

En það sem mér fannst enn merkilegra við hana er að hún er dóttir eins dansara á súlustað Geira, Goldfinger. Já, einnar þeirra kvenna sem Geiri hefur verið ásakaður um að selja og beita ofbeldi með því að loka inni. Móðirin sú var einnig í veislunni, bráðmyndarleg en hún dansar til að fjármagna tónlistarnám dótturinnar. Þær búa báðar hér eins og hverjar aðrar mæðgur, mamman fer í vinnu nokkur kvöld í viku og dóttirin stundar nám.

Ekki var á þessum mæðgum að sjá að þær væru mansalsfórnarlömb. Einkar viðkunnalegar og dóttirin litla hafði yfir sér yfirbragð sem ég man ekki til að hafa séð meðal íslenskra jafnaldra hennar. Eitthvað sem ekki er hægt að skilgreina en það voru fjaðurmagnaðar hreyfingar og reisn sem einkennir aðeins snillinga enda efast ég ekki um að það eigi eftir að heyrast frá þessum unga píanósnillingi í framtíðinni. Hún var hreint ótrúleg og brúðkaupsgestir urðu gjörsamlega hvumsa þegar hún hóf að leika á píanóið. Fingur hennar renndu yfir hljómborðið eins og þeir kæmu ekki við það og hendurnar gegnu í kross á meðan. Þeir sem til þekkja vita að sónötur Chopin eru sumar erfiðar og ekki fyrir aukvisa að leika.

Það hvarflaði að mér að femínistar þessa lands sem heyrist hvað hæst í þegar forsjárhyggja þeirra brýst fram ættu að hitta móðurina og fá á hreint hjá henni hvernig henni líður hér með dóttur sinni sem hún leggur allt í sölurnar fyrir en víst er að hún gæti ekki einbeitt sér að því að styðja dóttur sína í tónlistarnáminu nema fyrir það sakir að hún dansar súludans á Íslandi.


Með vilja eða ekki vilja

Dómur héraðsdóms yfir Pólverja fyrir meinta nauðgun á Hótel Sögu í vor er athyglisverður fyrir margar sakir. Ekki síst fyrir það að atburðarrásin mun hafa verið með þeim hætti að ekki var hægt að sanna fyrir dómi að maðurinn hafi komið vilja sínum fram með valdi þar sem stúlkan var jafnvel ekki hafa verið mótfalin samförunum.

Það sem stingur mig hvað helst er að svo virðist sem vel hafi farið á með parinu í byrjun og stúlkan jafnvel gefið til kynna að hún væri ekki mótfallin því um frekari samskipti þeirra síðar um kvöldið gæti orðið eins og títt er meðal þeirra sem hittast á skemmtistöðum. Öll vitum við og þekkjum hvernig kynni af þessu tali geta endað.

En deginum ljósara var að stúlkan var ekki reiðubúin til samfara á staðnum. Og þá erum við komin að kjarna málsins. Kvikmyndir, bíómyndir og fjölmiðlar almennt hafa komið inn ákveðnum hugmyndum um spennandi samskipti á milli karla og kvenna. Það þykir í meira lagi töff að láta taka sig á klósetum í flugvélum, upp á borðum, inn á skrifstofum eða í húsasundum. Það er með öðrum orðum töff karl sem tekur af skarið og lætur meira en vel að konu með þessum hætti. Það er ímyndin af eðlilegum samskiptum á milli kynjanna sem komið er inn hjá okkur hvarvetna.

Karlmenn, ekki síður en konur eru haldnir þessari hugmynd. Konur eiga að hafa frumkvæði og rífa sig úr með tilþrifum, karlmenn eiga að vera töff og alls ekki að tvínóna við hlutina. Og okkur er sýnt hve konum þyki spennandi og æðislegt að láta "taka sig". Hvarvetna er þessari hugmynd lætt að okkur. Er það ekki einmitt það sem gerðist þetta kvöld á Hótel Sögu?

Það er svo önnur saga hvort stúlkna var reiðubúin þegar á hólminn var komið. Eftir því sem ég kemst næst af fréttum af þessu máli, mun svo ekki hafa verið. Hún vildi kannski ekki sýnast tepra og brjótast um og æpa á hjálp?

En maðurinn má sín einskis; kæra frá stúlkunni og hann hefur setið inni í fleiri vikur. Og hans ætlan var kannski aðeins að vera töff karlmaður og heilla dömuna með þessum hætti. Er þetta ekki allt hálf öfugsnúið þegar svo er komið að töffheitin snúast um í andhverfu sína þegar á reynir.


Medúsa Eir annar besti hvolpur sýningar og var Sifjarræktun til sóma

Það hefur tæplega farið fram hjá nokkrum manni að ég er hundakona í gegn. Hef mikla ánægju af hundunum mínum og hef verið að rækta mér til ánægju en ekki verið umfangsmikil á því sviði. Frá því ég eignaðist mína fyrstu tík fyrir átta árum hef ég verið með fjögur got. Þykir víst ekki mikil framtakssemi í ræktun að vera með got annað hvort ár að meðaltali.

Medusa

En ég hef notið þess til hins ýtrasta að vera með hvolpa í öll þessi fjögur skipti. Þessi got hafa verið misjöfn að gæðum eins og gengur og í að minnsta kosti þrjú skipti hef ég fengið prýðilega hvolpa. Fallegasta gotið mitt fékk ég án efa síðast, undan henni Gná minni sem gaut þremur tíkum og jafn mörgum rökkum um áramótin síðustu.

Ég hef reynt að sýna að minnsta kosti einu sinni til tvisvar á ári en eigendur hvolpanna minna hafa ekki endilega verið sérlega áhugsamir um sýningar. Nokkrir hafa þó sýnt í byrjun og Sifjarhundar nokkru sinnum lent í sæti en aldrei í því því fyrsta fyrr en á sýningunni um helgina þegar Sifjar Medúsa Eir kom sá og sigraði í hvolpaflokki 4-6 mánaða.

Hún hélt síðan áfram í úrslitin og þar gerði sú stutta sér lítið fyrir og var valin annar besti hvolpur sýningar. Ekki slakur árangur það því allir hvolpar af öllum tegundum öttu þar kappi við Medúsu Eir. Raunar grunar mig að mamman, hún Steingerður Ingvarsdóttir eigi ekki síst þátt í þeim góða árangri. Hún hefur verið mjög dugleg við að þjálfa hana en það hefur mikið að segja að hundur sýni sig vel, á svona stórri sýningu. Öruggur hvolpur, óhræddur kátur og glaður á miklu meiri möguleika en hræddur og óframfærin hvolpur.

 hvolpar%20Berglj%F3t%202007%20072-thumb

Ég er náttúrulega ógurlega stolt af litlu Medúsu Eir en sjálf á ég aðra systur hennar. Ég var í miklum vanda að velja því þær eru svo líkar en en eins og áður þegar ég hef valið hvolp úr goti þá hafa þeir einhvernvegin valið sig sjálfir. Get ekki skýrt það en það hefur innst inni aldrei verið spurning hvort ég ætti að halda eftir hvolpi og hvaða hvolpur yrði þá fyrir valinu. Það hefði verið gaman að vera með þær systur saman en Vilja Jörð er afskaplega kát og lifandi, óhrædd og skemmtileg. En í þetta sinn gat ég ekki verið með og það er miður. En koma tímar og koma ráð; þær eru enn svo ungar þessar prinsessur.

Steingerði óska ég hjartanlega til hamingju og ekki má gleyma eiganda pabbans, Skutuls Marels sem Kristjana mamma hans kallar Mána. Þau hafa greinilega átt svona vel saman hann og hún Gná mín en mér finnst þau bæði gullfalleg.

Myndirnar sem fylgja eru af dömunni með verðlaunin sín í garðinum heima í Mosó og með systrum sínum. Hún er á milli þeirra en Vilja Jörð er lengst til vinstri og hinum megin, Verðandi Jessie.

 


Ragnheiður systir sætir líflátshótunum frá vafasömum móturhjólamönnum!

Ragnheiður systir mín sem er forvarnarfulltrúi hjá VÍS og mikill umferðarpostuli eins og margir kannast við. Einhverra hluta vegna eru umferðarmál hennar hjartans viðfangsefni og hefur verið svo allt síðan hún var í lögreglunni og var einn stofnandi kvenna sem vildi bætta umferðarmenningu.

Minnir að aðalsprauturnar hafi verið leikarar sem blésu í lúðra og kölluðu menn til samstarf í kjölfar banaslyss á Skúlagötu. Það var eiginkona Jóhanns Sigurðarsonar leikara sem fórst þar af völdum drukkins ökumanns. Þori samt ekki alveg að hengja mig fyrir að þetta sé kórrétt.

En hvað sem því líður hefur systir mín verið ötul í baráttunni, allar götur síðan og ekkert lát er á. Ekki það að ég sé henni alltaf sammála enda er ég svo andfélagsleg í eðli mínu og hata ekkert meira en forræðishyggju.

En ég get ekki anað en verið henni sammála í því að taka beri hart á þessum drengkjánum eða mönnum sem hegða sér eins og klárir hálfvitar og leika sér að eigin lífi og limum svo ekki sé talað um annarra vegfaranda með framferðinu.

Ragnheiður eins og fleiri í fjölskyldunni; talar tæpitungulaust og er ekkert að skafa utan af hlutunum. Hún hefur því farið mikinn í gagnrýni sinni á ofsaakstur mótorhjólamanna að undanförnu.

Nú hafa þeir skorið upp herör gegn Ragnheiði og freista þess til að koma á hana höggi. Meðal annars sætir hún líflátshótunum og í hennar rólegu botnlangagötu í Hafnarfirði er talsverð trafffík mótorhjólamanna sem gera sér að leik að þenja mótorinn. Nú eða aka hægt framhjá og góna að h´sinu hennar. En Ragnheiður kallar ekki allt ömmu sína; hún óttast ekki og ef eitthvað er, þá blæs þessi framkoma þeirra henni eldmóð í brjósti. En mikið fjári geta menn verið takmarkaðir að láta svona. Og það sem meira er; allir mótorhjólamenn eru settir undir sama hatt og þessir örfáu kjánar sem halda að með því að stöðva Ragnheiði geti þeir haldið án afskipta áfram að aka á 200 kílómetra hraða á þjóðvegum. Svei þessum mönnum!


Milljón dollarar í budduna si svona!!

"Your email address won $1 Million USD in our computer generated lottery of internet users,you are advised to send your full name,age,occupation,address,tel & fax numbers to facilitate the release of your winnings prize."

- VINTAGE ONLINE SWEEPSTAKES

Ég þarf víst ekki að spyrja hvort ég sé orðin milljón dollurum ríkari, en hver er tilgangurinn með svona pósti? Þeir eru greinilega með netfangið hvar sem þeir hafa náð í það svo og ekki eru þeir að biðja upplýsingar þess vegna. Eða er ég kannski svo græn að ég skil þetta eitthvað vitlaust. Hef reyndar oft fengið svipaðan póst en aldrei svona konkred áður.

Þið snillingar bloggheima; vitið þið hvað vakir fyrir þessum mönnum en þessi póstur fór í gegn hjá mér? Vanalega er allur spampóstur stöðvaður og ég fæ tilkynningu um hann og á þá val um það hvort ég sendi hann heim til föðurhúsana eða opna.

Ausið nú úr viskubrunni ykkar kæru gestir mínir, forvitnin hefur ekki loðað við mig fyrir ekki neitt.


Á hvaða tungumáli hugsa blaðamenn á visi.is?

Inn á vísir.is rakst ég á þessa fyrirsögn en oft hefur mér blöskrað en nú er ég bara steinhissa. Öll getum við gert mistök og það hefur oftar en ekki komið fyrir mig að skrifa leiðinda ambögur í texta mínum. En ég fullyrði að neðangreind fyrirsögn hefði aldrei komist alla leið í gegn á þeim fjölmiðlum sem ég hef unnið á.

Ég get mér þess til að það sé einhver einn á vísisvakt og sitji við og reyni að sýna dugnað sinn með því að dæla inn efni. En betur er heima setið en af stað farið ef þetta er afraksturinn. En kannski er fyrirsagnarritari orðin svona þreyttur að orðin snúast við í höfðinu á honum.

Ekki allir fangar fá dagleyfi

Mjög strangar reglur gilda um dagleyfi fanga og eru slík leyfi háð ýmsum skilyrðum. Ekki er sjálfgefið að fangar fái leyfið þrátt fyrir að þeir séu búnir að afplána þriðjung refsivistarinnar.

Almennt gildir að þegar fangi hefur afplánað þriðjung refsivistar getur hann sótt um svokölluð dagleyfi utan veggja fangelsa. Þó verða fangar í það minnsta að hafa setið inni í eitt ár og í fjögur ár ef viðkomandi fangi hefur verið dæmdur til langrar refsivistar. Í helgarblaði DV í dag er ítarleg grein um afbrotaferil Rúnars Bjarka Ríkharðssonar
...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband