Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Olíuhreinsunarstöð á Þingvöllum?

IS061524A

Varla gæti hvarflað að neinum heilvita manni að vanhelga Þingvelli með olíhreinsunarstöð: það er svo absúrd tilhugsun sem frekast getur verið.

Í mínum huga gildir það sama um Vestfirði. Ég get ekki með nokkrum móti séð fyrir mér olíuskrímsli í friðsælum vestfirskum firði eins og Arnarfirði eða Dýrafirði þar sem náttúrufegurðin ein ræður ríkjum

Ég er fædd fyrir vestan og er stolt af því. Flutti raunar barnung þaðan í hús ömmu minnar að Laugavegi 69. Áar mínir bæði í föður og móðurætt hafa þreytt Þorrann og Góuna þar að minnsta kosti þrjár síðustu aldir; ömmur mínar eru fæddar beggja vegna við Dýrafjörðin, í Arnarfirði annars vegar og Önundarfirði hins vegar.

Í æsku minni var mikið talað um fólkið fyrir vestan og æskustöðvar foreldra minna og ömmu. Mikill samgangur var við brottflutta Vestfirðinga og þeir sem eftir voru komu í heimsóknir þegar þeir tóku sér ferð til höfuðborgarinnar. Aldrei var talað um æskustöðvar og fæðingastað minn nema með lotningu.

Mér var innprentað að hvergi væri fegurra en í Haukadal í Dýrafirði þar sem Kaldbakur, hæsta fjall fjórðungsins trónir fyrir botni og Kolturnshornið með sinni sérstöku lögun lútir fyrir miðjum dal. Með móðurmjólkinni fékk ég ást á fæðingarstað mínum og ávalt var talað um Vestfirðinga með ákveðnum tón. Í mínum eyrum hljómaði það sem þeir væru merkilegt, harðduglegt og atkvæðamikið fólk. Og ég var stolt af uppruna mínum

Fjölskyldan heimsótti auðnustaðinn sinn annað slagið eftir að ég varð 11-12 ára og dalurinn sem ég hafði svo mikið heyrt talað um reyndist enn fegurri í mínum augum en lýsingar þeirra eldri höfðu gefið til kynna. Fyrir tæpum tuttugu árum fór ég að sækja firðina heim á hverju sumri enda minn ekta maki einnig Vestfirðingur.

Þegar við komum vestur þá finnum við bæði fyrir breyttri líðan. Þessi háu dökku fjöll taka mann í fangið og vernda þannig að ekki er annað hægt en fyllast öryggi og vellíðan auk þess sem orka mín eykst og svefnþörfin verður sáralítil. Hvergi í veröldinni finnst mér fallegra en á Vestfjörðum. Þar er landið ómengað og andrúmsloftið óbreytt ár frá ári þar til síðustu þrjú til fjögur árin.

Breytingin felst í því að gestum á ferð um fjórðunginn hefur fjölgað ár frá ári. Á hverju sumri hitti ég fleiri og fleiri sem eru að heimsækja Vestfirði í fyrsta sinn; fólk sem hefur ferðast hringinn í kringum landið ótal sinnum en sneytt hjá Vestfjörðum. Undantekningalaust kvaðst þetta fólk ekki getað ímyndað sér hve fallegt væri vestra og landslagið einstakt. Hér eftir yrðu Vestfirðir sóttir heim aftur og hringnum sleppt.

Tilfinning mín er að ferðamannastraumurinn vestur á firði eigi eftir að aukast með hverju ári; jafnvel margfaldast. Stór hluti þjóðarinnar sem ekki á rætur vestur hefur látið hjá líða að taka krók inn á kjálkann enda vegir lengi verið mjög slæmir á Vestfjarðarkjálkanum. Auðveldara er flengjast hringinn sumar eftir sumar. Nú er svo komið að straumurinn liggur á Vestfirði og ég skal hundur heita ef það gengur ekki eftir. Erlendir ferðamenn og leiðsögumenn hafa einnig sneytt hjá Vestfjörðum utan einstaka furðufuglar sem sést hefur til, þá gjarnan einir á ferð.

Mín tilfinning segir mér einnig að á næstu árum muni erlendir ferðamenn í skipulögðum ferðum um landið taka stefnuna á Vestfirði; eina landsvæðið sem hreint er af mengun og stóriðju; náttúruperla sem á fáa sína líka. Og ekki aðeins firðirnir, heldur ekki síður friðlandið norðan við Djúp. Fleiri og fleiri kjósa að ganga um Vestfirði. Þeir sem mörg undanfarin ár hafa haldið sig á fjölmennari gönguleiðum eins og við Landmannalaugar og Þórsmörk, Kjalveg og víða um hálendi Íslands; þekkja svæðið orðið vel og vilja upplifa eitthvað nýtt.

Framtíðin er Vestfirðinga í þessum efnum og á það er engin spurning að verðmætin og atvinnusköpunin mun verða í þjónustu við ferðamenn í framtíðinni ef rétt er á málum haldið. Að nokkur heilvita maður skuli láta sér detta í hug að setja niður spúandi olíuhreinsistöð við friðsælan fallegan fjörð, hreina náttúruperlu eins og Arnarfjörð er ofar mínum skilningi.

Það má aldrei verða. Vestfirðinga bíður annað og arðbæra hlutverk. Ef forheimskan nær yfirhöndinni og sú andlega fætæka hugsun einstakra manna sem ekki sér annað en olíuskrímsli, fær að ráða verð ég fyrst manna til hlekkja mig við byggingakrana til verndar ómengaðri náttúru Vestfjarðakjálka.


Fólk er fífl - enn og aftur missir þjóðin sig í múgæsingi

Ég segi eins og Tómas Möller í frægum tölvupósti fyrir margt löngu og er fáum gleymt: "Fólk er fífl". Þeir sem hins vegar eru ungir eða ekki muna þessi fleygu orð sem í þann tíð fór afar mikið fyrir brjóstið á landsmönnum skal til upprifjunar bent á að póstur Tómasar var í tengslum við samráð Olíufélaganna. Á einfaldri íslensku þýddu þessi orð Tómasar; "það er hægt að plata þennan lýð upp úr skónum og engin mun átta sig á neinu."

Menn hneyksluðust upp úr skónum og þótti hroki mannsins með eindæmum. En ég get ekki annað en velt þessum orðum fyrir mér þessa dagana eins og svo oft áður þegar upp koma mál sem fjölmiðlamenn tönglast á dag eftir dag og mata almenning á. Sem síðan kokgleypir án þess svo mikið sem leiða hugann að því að hvert mál hefur fleiri en einn flöt.

Ætla má að í þessu landi nenni menn ekki lengur að hafa fyrir því að mynda sér upplýsta rökstudda skoðun á því sem þeir eru mataðir á; fréttum sem miðlað er í gegnum fjölmiðla, heldur jamma og jáa með sjálfum sér; svona er þetta. Og svo éta menn hvað upp eftir öðrum. Svo ekki sé talað um þegar sjálfskipaðir sérfræðingar sitja í sjónvarpssal frammi fyrir fréttamönnum og lýsa vanþóknun sinni á tilteknu máli og allt ber að sama brunni því fjölmiðlamenn kynda undir; þeir þurfa jú að halda dampi og vilja áframhaldandi hasar.

Nýjasta dæmið er hvernig mannskapurinn hamast við að taka Vilhjám Þ. af lífi; Maðurinn á götunni er spurður álits og þora ekki annað en vera sammála vitringunum í Kasljósi. Ekki skera sig úr; allir segja að hann sé óhæfur´, rúinn trausti og trúverðugleika og þá hlýtur það að vera rétt...

Mér finnst svona múgæsingur óhugnanlegur og minnir mig á hvernig harðstjórar sögunnar komu innrætingu um það sem þeim hentaði inn í huga almennings, sbr. Hitler eins og önnur dusilmenni sögunar honum líkir hafa gert svo lengi sem menn muna.

Og múgurinn æsist og æpir meira blóð, meira blóð! Nákvæmlega eins á öldum fyrr þegar aftökur fóru fram á torgum. Enginn eðlismunur; aðeins stigsmunur á aftökum nútímans sem fara nú fram í fjölmiðlum og villimennskunni í eina tíð.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson var kjörinn borgarfulltrúi til fjögurra ára í síðustu kosningum. Oddviti flokksins er hann hvort sem valdasjúkum ungliðum innan flokksins líkar betur eða verr.

Hvort hann hefur sagt ósatt oftar en aðrir, mismælt sig eða gleymt get ég ekkert um sagt en ætli hann hafi bara ekki logið klaufalega og treyst um of þeim sem ekki voru traustsins verðir. Efast ekki um að Hanna Birna, Gísli Marteinn eða hver annar hafi gripið til lyginnar snúið sannleikanum við í sínu pólitíska framapoti. Lygin kemst bara ekki alltaf upp og menn komast upp með að hagræða sér í vil.

Klúður Villa var að hafi ekki almennilegt vit á hlutunum og ráðgjafarnir leyfðu sér að skara eld að eigin köku. Fyrir vanþekkingu og klaufaskap á Villi ekki að vera hengdur undir hrópu og köllum lýðsins. Mönnum er mis mikið gefið og það fór ekki framhjá neinum fum hans á fát í kringum blaðamannafundinn fræga. Honum fer augljóslega ekki vel að búa svo um hnúta að fá lýðinn með sér. Átta mig raunar ekki hvernig að flaug að honum að halda þennan blaðamannafund einn og óstuddur.

En hann verðskuldar ekki vanþóknun og fyrirlitningu samflokksmanna í borgarstjórn fyrir það eitt að vera ekki nógu klókur að koma sér úr þeirri krísu sem hann kom sér í með dyggri aðstoð eigin pólitískra samstarfsmanna. Hann skorti einfaldlega skynsemi og hæfni til að snúa umræðunni sér í hag.

 

Mitt ráð er að hann haldi sér til hlés og láti vinda blása þangað til kulnað er í glóðunum. Ég skora á hann að skella skollaeyrum við þeim háværu en örfáu röddum sem æpa hvað hæst og almenningur heldur i forheimsku sinni að þar fari kór meirihluta þjóðarinnar. Villi á að halda sínu striki og láta ekki bola sér í burtu. Stattu fast á þínu Vilhjálmur og láttu ekki beygja þig niður í duftið.

Tek það fram að ég er ekki búsett í Reykjavík og enn síður fylgi ég Sjálfstæðisflokki að málum. Það breytir ekki því að ég á illt með að horfa upp á hvernig róið er undir af ákveðnum öflum sem æsa upp múginn og beita honum  í eigin þágu. Ég hef óbeit á slíkum áróðursmeisturum sem fá "fíflin"; fólkið í landinu til trúa því sem best hentar.

Hvernig væri nú að hver og einn tæki sig til og velti málum fyrir sér og skoðaði atburðarásina upp á nýtt og noti eigin dómgreind til skoðunarmyndunar. Mér segir svo hugur að ýmsir sæju þá hlutina í öðru ljósi og muni í fyllingu tímans skammast sín; það hafa dæmin undanfarin ár sýnt.


Eftir höfðinu dansa limirnir

Öll okkar verk verða til í heilanum og þarf ekki að taka það fram. Ef stjórnstöðin virkar ekki og sendir röng boð þá dansa limirnir ekki í samræmi við þau boð sem þeim eru send. Ef grannt er skoðað ( þarf ekki einu sinni að skoða vel, heldur blasir við) má sjá hér á þessu bloggi að boðin hafa ekki alltaf skilað sér.

Hér hefur stundum verið dansaður vals þegar stjórnstöðin sendi boð um tangó og öfugt. Viðgerð stendur yfir og gengur vel að tengja þræði og herða lausar skrúfur. Á allt eins von á að öflug boð fari að berast þaðan fyrr en síðar.


Níu ára í frytihúsinu með þúsund krónur á viku - hve mikið fé á núverandi verðlagi?

Það er lítil eftirsjá í mínum huga eftir árinu sem var að kveðja og enn síður því fyrra. Þessi tvö ár hafa verið með eindæmum erfið og það þó telja megi þau fleiri en færri árin þau síðan ég leit fyrst dagsins ljós vestur í Haukadal í Dýrafirði i enda hundadaga um miðja síðustu öld.

Ég er ekki að segja að líf mitt hafi verið eintóm óhamingja og harmur; þvert á móti enda erfiðleikar og leiðindi hreint ekki það sama.

Raunar hef ég verið lánsöm að mörgu leyti en mínir ljúfustu dagar eru þegar að  ég leggst örþreytt og hamingjusöm á koddann og veit ekki meira, en dreymi dagblöð fyrirsagnir morð og eiturlyfjasölu; og já og hvolpa og sýningar.

Að vinna við það sem er skemmtilegt er það sem gefur lífinu gildi en þegar heilsan bregst manni og hlé verður á fastri vinnu, er ég hvorki hálf né heil manneskja. Það er stundum ósköp gott að eiga frídag þegar maður vaknar í svartasta skammdeginu og bílinn í kafi, vindurinn gnauðar á glugga snjórinn tveggja metra djúpur og ekkert í heiminum er eins eftirsóknarvert á þeirri stundu en snúa sér á hina.

En öndvert við það er að þurfa að snúa sér á hina og langa minnst af öllu í heiminum til þess, heldur horfir á eftir maka sínum moka snjóinn og hverfa til vinnu. Þá er einmitt það eitt sem mann dreymir um að geta gert líka. 

Ég hef unnið alla mína ævi; var níu ára þegar ég tölti í frystihúsið í fyrsta sinn. Klukkan aðeins líðlega 7 en mæting 07.20. Í átta til tíu stundir stóðum við nokkur börn og köstuðum ýsum  eða þorski upp á færiband eða skárum bein úr þorski. Ég var sýnu yngst, en stór og stæðileg. Fyrstu launin mín voru 852 krónur og einhverjir aurar fyrir tæpa viku. Það voru miklir peningar þá. Vikulega allt sumarið gekk ég heim á föstudögum með um það bil þúsund krónur í launaumslaginu. Þeir voru afhentir mömmu en ég stúkubarnið var sæl ef ég fékk tíu krónur úr umslaginu til að kaupa mér gotterí. Gaman væri ef einhver gæti umreiknað þá tölu til dagsins í dag en þetta var í maí - ágúst árið 1962.

Ég held að ég hafi aldrei liðið neitt fyrir þessa barnaþrælkun, nema síður væri. Var alin upp við að vinna væri öllu æðra. Þeir sem voru duglegir til vinnu voru menn með mönnum og upp til þeirra var litið. Enn er ég vinnusöm og elska ekkert meira en vera í vinnu og vinna mikið. Það er mín fíkn. 

Samt er ég húðlöt ef ég er ekki í vinnunni. Fresta öllu sem hægt er að fresta til næsta dags en ég held að fátt sé eins niðurdrepandi eins og að vera heima svo dögum skiptir og sjá kannski ekki annað fólk en sitt nánasta og afgreiðslufólkið í Bónus; það er að segja ef maður er það hress að koma sér út úr húsi...

Ég er þeirrar skoðunar að langtímaveikt fólk þurfi á vinnufélögum sínum að halda og atvinnurekendur eigi að gefa þeim sem þannig háttar til frelsi til að mæta þegar heilsan leyfir í stað sess að manni sé kippt í allgjört veikindafrí.

Að ógleymdum áhyggjunum yfir fjárhagslegri stöðu í framtíðinni; ætlar þetta ekkert að fara að lagast; Veikindarétturinn að líða undir það síðasta og ekkert blasir við en.... Hvað. ég veit það satt að segja ekki. Líklega tekur lífeyrissjóður eða guðmá vita hvað við; þekki það enda aldrei á það reynt hjá mér. 

Ekki að ég eigi ekki kost á að fara að vinna; sem betur fer lifir mitt gamla orðspor. En spurningin er aðeins; hvenær get ég selt mig 100 prósent; fyrr ræð ég mig ekki í nýja vinnu

JÁ, hver segir að "Vinnan göfgi manninn" hafi verið búið til af kirkjuna mönnum  til að sætta lýðinn við vinnuna hér í eina tíð þegar almúginn vann en hinir léku sér.Kannski en þeim hefur þá í eitt af örfáum skiptum ratast rétt orð í munn.

Bara að fá að koma, gera það sem maður treystir sér til að gera og fara og koma að vild þar til heilsu og fullum afköstum er náð á ný. Það græða allir og fyrir þann sjúka er það besta lækningin sem völ er á.

Manneskja eins og ég sem hef unnið í mörg ár langt fram yfir eðlilegan vinnutíma verður enn veikari en ella. Við líkamlegan krankleika bætist andleg depurð sem erfitt er að ná sér upp úr.

Sumir dagar eru góðir og þá finnst manni að allir vegir séumanni  færir; en svo...? Hvílík vonbrigði maður er ekkert að hressast; allt ein stór blekking. 


Fréttin sem Siðanefnd BÍ taldi illa unna - dæmi nú hver fyrir sig

Hér neðst setti ég inn tvöpdfskjölþar sem lesa má fréttina sem ég skrifaði um póstinn í Keflavík og þátt Magnúsar Guðjónssonar í því máli.

Eins og lesa má hér á síðunni þá kærði Magnús mig fyrir Siðanefnd BÍ og úrskurður hennar var á þann veg að ég hefði ekki gætt þess að vanda mig við upplýsingaöflun mína við vinnslu fréttarinnar.

"Framsetning DV í báðum þessum efnum, og sérstaklega forsíðufyrirsagnir 20. og 23. janúar, er því verulega ónákvæm og villandi og ekki í samræmi við 3. grein siðareglna BÍ þar sem kveðið er á um að blaðamaður vandi upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu. Ritstjórn DV telst hafa brotið gegn 3. grein  siðareglna Blaðamannafélags Íslands. Brotið er ámælisvert

Mitt lán var hins vegar að Magnús stefndi ritsjórum DV fyrir héraðsdóm sem sýknað okkur af kröfum hans. Þar með lít ég svo á að mat Siðanefndar hafi ekkert gildi og að úrskurður hennar sé dauður og ómarktækur.  Dómurinn sýni svo ekki verði um villst að Siðanefnd BÍ vinni ekki í takt við þá þróun og breytingar sem orðið hafa á fjölmiðlun síðustu ár.

Í Siðanefnd BÍ sitja eftirfarandi fulltrúar:

Kristinn Hallgrímsson lögm, form.
Hjörtur Gíslason blaðam., varaform.
Sigurveig Jónsdóttir fyrrum fréttastjóri 
Brynhildur Ólafsdóttir, fulltrúi útgefanda 
Salvör Nordal fulltrúi Siðfræðistofnunar HÍ
Varamenn eru:
Jóhannes Tómasson, blaðamaður 
Valgerður Jóhannsdóttir, fréttamaður 
Þór Jónsson, varafréttastjóri

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Nóg að gera við að gera ekki neitt

 Nú er ég farin að blogga um dýr mér og vonandi  lesendum dv.is til ánægju. Fyrsta færsla birtist hér . Eins og dyggir lesendur þessa bloggs vita, þá hef ég verið frá vinnu um skeið. Nú sér brátt fyrir endann á því loksins er heilsan að batna.

Hvað ég hyggst taka mér fyrir hendur er ekki ljóst en ekki ólíklegt að það tengist skriftum á einhvern hátt. Er með í skoðun að minnsta kosti tvö tilboð sem ég hef fengið en ég hef reyndar ekki neitt leitað fyrir mér um vinnu. Ekki ólíklegt að eitthvað komi út úr því.

En eins víst og tvisvar tveir eru fjórir þá verð ég að vinna utan heimilis að einhverju leyti því ég þoli illa einveru við vinnu. Eins og margir sem reynt hafa að vinna heima þá á ég til að fresta öllu sem ég get til morguns og spenna mig síðan upp á síðustu stundu fyrir skil. Það kemur alltaf niður á gæðunum auk þess sem það er mér nauðsynlegt að vera innan um fólk og hafa á mér ákveðinn aga til að þrífast sem best. En víst er að flesta daga hef ég haft nóg að gera við að gera ekki neitt.

Ég hef líka velt því fyrir mér að söðla alveg um og fara að gera eitthvað allt annað og óskylt blaðamennsku. En hvað þá? Hef ekki dottið niður á neitt í huganum sem mig langar að gera. Hef verið í upplýsinga-og kynningamálum og leiddist það. Kannski vegna þess að ég hafði ekki nóg að gera enda hef ég aldrei skrifað eins mikinn tölvupóst til vina og kunningja eins þau tvö ár.

Dætur mínar tvær voru í Bandaríkjunum annað árið og ég prentaði allt út og setti í möppu. Stór A- 4 mappa sem gaman er að glugga í núna og rifja upp hvað fjölskyldan hafði fyrir stafni þá dagana.

Annars hefur þessi tími sem ég hef verið frá vinnu ekki verið alslæmur... og þó. Ég fæ hroll niður eftir baki í þessum skrifuðu orðum þegar ég hugsa til verstu tímabilanna. Hefur kennt mér hve mikilvægt er að búa við góða heilsu en það er sannarlega ekki sjálfgefið eins og maður heldur þegar allt er í lagi.

 


Umferðaröngþveiti í Hveragerði nokkrum mínútum fyrir átta - kannski börnin eigi erfitt með gang eða slæma foreldra sem misskilja gæði uppeldisins.

Nokkrum mínútum fyrir klukkan átta á morgnanna stíga Hvergerðingar sem eiga börn í skóla út í bíla sína og aka af stað með sína krakka. Ótrúlegt en satt að í ekki stærri bæ er börnunum ekið í skólann, rétt eins og fæturnir beri þau  alls ekki. Og það sem verra er; það dettur engum eða fáum í hug að skiptast á að pikka upp vinina eða krakkana í næsta húsi, Heldur fer fjölskyldan á númer 25 út í bíl með börnin í skólann og í sama mund gengur sú á 27 út með sína. Síðan aka þeir hver á eftir örðum að sólanum. Á horninu inn á aðalgötu bæjarins er vanalega nokkurra mínúta bið. Jú það eru allir að fara það sama frá svo að segja sama blettinum. Ótrúlegt, en svo sannarlega satt.

Ég er ein þeirra sem kem mínu ömmubarni í skólann á morgnanna. Hann hefur farið á hjólinu nokkru sinnum en einstaka barn notar hjólið í skólann. En gangandi barn? Því er fljótsvarað. Ég hef ekki enn séð börn eitt eða fleiri ganga saman í skólann utan tvö þrjúhundruð metra radíusar frá skólalóðinni en svo virðist sem þau börn sem búa í næstu húsum láti sig hafa það að hreyfa fæturna nokkur skref á morgnanna

Ég er þeirrar gerðar að mér finnst þetta gjörsamlega óviðunandi. Í næsta húsi við mig býr skólasystir Smára og ég gerðist svo djörf að banka þar upp á og spyrja hvort við ættum ekki að skiptast á að fara með krakkana. Þau gætu komið til hvors annars og þegar gott væri veðrið gætu þau tölt þetta saman.

Ég greindi lítinn áhuga heimilisföðurins sem ég talaði við. Svaraði mér með semingi að hann þyrfti að ræða það við móður barnsins. Hef ekki heyrt í þeim síðan. Ég held að það ætti að vera forgangsverkefni foreldra í Hveragerði að sjá til þess að börnin læri frá upphafi að taka ábyrgð og mæta á réttum tíma í sólann; gangandi.

Í þessum sléttlenda bæ þar sem tæpast finnst brekka, er hending að sjá mann á hjóli. Ég man ekki eftir neinum bæ svona í fljótbragði sem hefur slíkar kjöraðstæður nema Selfoss. Þar þvælast menn sannarlega ekki fyrir hver öðrum á hjólunum.

En kannski er þetta ekki bara bundið við Hveragerði. Ég hef bara ekki verið inn í skólamálum barna í 15-20 ár frá því mínar stelpur voru litlar. Getur það verið að það sama sé upp á tenginn um allt land svo fremri sem börnin búa ekki í næstu húsum við skólana.

Ég man ekki til þess að ég flytti mínar dætur í bíl til og frá skóla nema þegar slæmt var veður og þó að ég væri að fara út úr húsi um leið og þær láði ég ekki máls á akstri nema kannski upp á horn þar sem ég beygði til minnar vinnu.

Sjálf gekk ég alltaf í skólann eftir hitaveitustokknum, í Bústaðhverfinu; dágóða spotta því ég bjó við Borgarspítalann. Þ'a voru ekki bílar almenningseign og þó svo hefði verið sé ég ekki að  foreldrar mínir hefðu látið sér detta í hug að ganga þannig undir okkur systkinum. Hvernig sem viðraði gengum við öll, sum úr Hvassaleiti Eirikur Jónsson stjörnublaðamaður bjó þar ) og frá öðrum götum þar í grend. Svo hittust allir á stokknum og það var oft skemmtilegasti tími dagsins; á leiðinni í skólann...


Ætla mætti að það hafi komið foreldrum gjörsamlega á óvart að skólar væru að hefjast

Umferðarþunginn í bænum kom mér í opna skjöldu þegar ég ók niður Miklubrautina í dag. Áður en ég kom að göngubrúnni yfir að Sogavegi var allt stopp. Umferðin mjakaðist varla áfram og það var ekki fyrr en ég nálgaðist Grensásveginn að ég sá hvað var um að vera. Teppan var að verslun Office one þar sem helmingur allra foreldra í Reykjavík var að kaupa skóladót fyrir morgundaginn.

Það mætti halda að  obbinn af foreldrum borgarinnar hafi ekki haft hugmynd um hvenær börnin ættu að mæta í skólann og því hafi komið tilkynning í útvarpinu í morgun um að skólar hæfust daginn eftir. Ekki að mönnum hafi verið það ljóst allt frá því í vor að í kringum 20 ágúst hæfist kennsla í grunnskólum að nýju.

Nú er það svo að allir skólar eru með heimasíður og talsvert er síðan að inn á þær voru settir listar yfir hvað hvað hver árgangur ætti að hafa með í skólann. En Íslendinga eru engum líkir; fjöldinn allur vlelti því ekki fyrir sér fyrr en á síðustu stundu. Fáum datt í hug að fara í síðustu viku eða fyrr.

Dóttir mín sem mætti um leið og var opnað í Office one í morgun sagði að þar hafi ríkt allgjört öngþveiti um leið og verslunin opnaði. Svipað ástand var í flestum bókaverslunum bæjarins. Það er ekki ofsögum sagt að við erum engum lík þegar kemur að því að skipuleggja fram í tímann.


Löggufóbía borgar sig

Á lífsleiðinni hef ég orðið þess vör að einstaka samferðarmanna minna eru haldnir löggufóbíu. Mega ekki sjá löggubíl án þess að fara á taugum. Ég hef túlkað það svo þegar ég finn þessa hræðslu hjá fólki að það hafi einhvertíma haft eitthvað á samviskunni eins og að aka undir áhrifum eða glannalega. Í því sitji óttinn af gömlum vana.

Sjálf fann ég aldrei þessa tilfinningu; lét lögguna ekki trufla mig og hélt áfram mína leið. Þar til nú síðasta árið eftir að ég flutti austur og umferðarpostularnir komu því í gegn að sektir yrðu hækkaðar og viðmiðunarmörkin lækkuð. Þrátt fyrir það hef ég á tæpa fjörutíu ára ökuferli alla jafna ekið á löglegum hraða - og geri enn. Það hefur þó einstaka sinnum komið fyrir að ég hafi verið tekin yfir mörkum á götum sem bjóða upp á ekið sé greitt en einhverra hluta vegna er hámarkshraði aðeins 40 - 50 kílómetrar á klukkustund. Ég veit því nú að menn þurfa ekki að hafa neitt á samviskunni þó löggufóbía hrjái þá.

Auðvitað tek ég því eins og hverju öðru hundsbiti og borga mína sekt. Á föstudagskvöldið var ég á leið heim frá Selfossi. Magnús beið með kvöldmatinn og um það bil sem ég kom útúr síðasta hringtorginu þaðan á beinu brautina hringdi hann og spurði hvað mér liði. Ég setti í fimmta og steig á bensíngjöfina. Uml eið sé ég löggubílinn sem setur upp bláu blikkljósin. "Fjárinn nú hafa þeir séð mig tala í símann," segi ég við sjálfa mig og blóta Magnúsi í hljóði.

Ábúðarmikinn löggumanninn sé ég í baksýnisspeglinum og spyr um leið og ég stíg út hvað ég hafi gert af mér. Jú, ég var vel yfir hraðamörkum sem aðeins eru 50 kílómetrar á klukkustund  fyrstu 200 metrana eftir að ekið er út ú hringnum; mældist á liðlega sextíu.

Það voru tuttugu metrar í Laugarvatnsafleggjarann þar sem hraðamörkin breytast í 70. En lögga Ólafs Helga plantar sér gjarnan þarna og nælir í dágóða summu í kassann.

Sjaldan verð ég eins pirruð og þegar ég þarf að punga út peningum fyrir ekki neitt. Ég er löghlýðin í umferðinni og í nær daglegum ferðum mínum á milli Hveragerðis og Reykjavíkur gæti ég þess sérstaklega að fara aldrei yfir 95. kílómetra hraða. Ég fer aldrei fram úr bíl nema þar sem tvöföld akbraut er og fer eftir umferðarlögum eins vel og ég kann þau. Á Suðurlandveginum eru jafnan tveir löggubílar og þeir gera sig oftar en ekki seka um að liggja þar sem þeir sjást ekki. Ég veit af reynslu að eins gott er að passa sig og geri það. Það breytir ekki því að ég myndi ekki aka hraðar enda tæplega hundrað kílómetra hraði ósköp þægilegur og afslappandi á þessari leið.

Sjálfsagt er að sekta fyrir of hraðan akstur en það veit sá sem allt veit að einbeittur brotavilji var ekki fyrir hendi hjá mér í þetta sinn. Sektina greiði ég því fyrst og fremst fyrir hugsunarleysi.

En sýsli er snöggur þegar innheimta þarf sektirnar. Með póstinum í morgun barst 15 þúsund króna gíróseðill. Ég vildi að hann væri eins fljótur til verka þegar önnur verk sem honum ber að sinna eru annars vegar, eins og að afgreiða skýrslur til tryggingafélaganna. Það tekur embættið minnst viku að koma slíkri skýrslu frá sér nokkrar húsalengjur.


Af sem áður var þegar skatturinn sendi manni feitan tékka 1. ágúst

Ég er afar lélegur skjalavörður; er með tvær möppur sem ég hendi annað kastið í plöggum sem ég þarf að eiga en þess á milli eru allskyns pappíara oní töskunum mínum, inn í dagbókinni minni í kössum eða hillum.

Og svo þegar ég þarf að fletta einhverju upp hefst æðisgengin leit og það bregst aldrei að ég finn það sem mig vanhagar um - bara ekki fyrr en í síðasta kassanum, pokanum  eða í neðstu eða efstu hillunum.

Þannig var það þegar ég var að tygja mig í háttinn í síðustu vikuað ég mundi allt í einu eftir að álagningarseðilinn frá skattinum var komin ná netið. Fór því af stað og sneri öllu við til að finna aðgangsorðið. Fann öll frá 2004 en bara ekki það nýjasta. En ég er svo fjári þrjósk að þegar ég byrja að leyta er ekki nokkur leið að stöðva mig.

Loks þegar ég var búin að fara í gegnum nær öll hugsanleg plögg fann ég lykilorðið en þá var klukkan líka orðin fjögur og gott betur.  En þrjóskan í mér varð til þess að augun á mér hanga og athyglisskyn mitt eins og hjá rollu að vori í nýgræðingi. 

En sumsé; ég fékk mínar vaxtabætur sem eru um það bil helmingur útgreiddra launa. Það skeikaði ekki nema nokkrum krónum á útreikningur skattmanns og minna þegar ég taldi fram.

En ég man að sú var tíðin; fyrir tuttugu árum eða svo þegar ég var með stelpurnar litlar, þá var það heil fúlga af aurum sem ég fékk í hvert sinn, fyrsta ágúst; og ekki bara ég einstað konan, heldur flestir vina minna, í hjónabandi. Og svo ekki sé tlaða um þá vina minna sem voru að byggja og skulduðu mikið í eignum sínum. Menn gátu lifað eins og greifar allan mánuðin, keypt þvottavélar, sófasett , sjónvörp og bíl eða Guð má vita hvað. Ég man að ég brá mér í Simens eitt árið og keypti mér þvottavél og uppþvottavél og borgaði inn á bíl.

Síðan hafa vaxtabætur verið skerptar svo um munar og lækka með hverju árnu, einmitt þegar húseigendur þurfa hvað helst á þessum peningum að halda þar sem lán eru hlutfallslega miklu hærri og vextir að sama skapi.

Þegar ég keypti mína fyrstu íbúð þá kostaði hún 1.600.000.-. Þetta var lítil tveggja herbergja íbúð í Breiðholtinu sem þá var að byggjast. Ég var tvítug og þáverandi maður minn aðeins eldri. Hann átti nýlegan bíl sem hann nota bene átti því þá tíðkaðist ekki að lána í bílum nema notuðum og aðeins hluta kaupverðs og samþykktum víxli.

Það var ekki mikið mál að fjármagna þessa íbúð. Bíllinn hans gerði sig 400 þús. Ég átti sparimerki að upphæð 117.000 sem ég mátti innleysa vegna íbúðakaupa eða þegar ég gifti mig.  Ég var að vinna í Landsbankanum og þar var sterkur lífeyrissjóður sem lánaði hærri upphæð til húsakaupa en flestir aðrir sjóðir. Í þennan tíma hafði ég ekki nægilega langan starfsaldur að baki í bankanum til að fá fullt lán en það gerði ekkert til. Tengdapabbi skrifaði upp á tvo víxla 250.þús hvor þar til ég fengi láninð einhverjum mánuðum eða ári síðar. Húsnæðislánið var 545.000 með hlægilegum vöxtum og óverðtryggt.

Það sem upp á vantaði voru liðlega 50 þús. sem við nurluðum saman en fjárinn að ég muni hvað ég var með í kaup í bankanum en mig minnir að það hafi verið í kringum 30. þús á mánuði.

Inn í þessa íbúð sem var svo að segja spáný fluttum við á brúðkaupsnóttina í febrúar 1973 og bjuggum í tvö ár. Þá festum við kaup á yfir hundrað fermetra íbúð á Holtsgötunni. Hún var í nýju húsi og mig minnir að hún hafi verið rúmlega fokheld þegar við fengum hana. Þori ekki alveg að segja hvað hún kostaði, en eitthvað á milli 3.5-4. millj. Í það minnsta seldum við hana nær fullkláraða á yfir sjö milljónir tæpu ári síðar því erfitt var að vera með lítil börn við Holtsgötuna. Strætó gekk bæði Holtsgata og Öldugötuna og niður og upp Framnesveg og ég var alltaf með lífið í lúkunum þegar elsta dóttir mín var úti að leika sér. Það varð úr að við seldum.

En þetta segi ég nú aðeins til gamans hér og gaman væri ef einhver nennti að reikna þessar upphæðir til núvirðis og bera saman hvernig kaupin gerðust á eyrinni upp úr 197-2. Þess má geta að sex árum eftir að við keyptum okkar fyrstu íbúð fengum við lóð í Skjólunum og byggðum okkur  280 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum. Ég sá eitt slíkt auglýst ekki alls fyrir löngu á yfir 70 milljónir.

Já, mikið væri maður vel settur ef ég hefði valið rétt strax en ekki komist að því eftir að hafa alið þrjú börn með fyrri eiginmanni að hjónabandið myndi ekki ganga. Ég man að þegar við slitum hjónabandi okkar og seldum, þá hvíldu 600 eða 800 þúsund á húsinu. Það var 1985 og búið að taka tvö núll aftan að krónunni.

Ef ég ætti þetta hús enn og allt hefði gegnið eins og hjá venjulegu fólki þá væri það örugglega skuldlaust. Svona getur maður farið illa að ráði sínu en það tapa allir á að skilja, enginn græðir.

En ég er ekki að kvarta; þetta hefst bara upp úr því að velja ekki rétta makann strax. Ég segi því við ólofauð ungmenni; veljið rétt í upphafi, vandið valið og hugsið ekki bara um hvað þið eruð ástfangin í dag. Hugsið fram í tímann reynið að sjá fyrir ykkur stöðuna eftir fimm eða tíu ár. Verið viss um að gallar tilvonandi maka sem þið ætlið að eyða ævinni með séu ekki alvarlegir en svo að hann geti sniðið þá af en komi ekki niður á fjölskyldunni og leggi líf allra í rúst með skapgerðarbrestum.

 Og númer eitt tvö og þrjú er að velja maka sem eru reiðubúnir að verða góðir foreldrar, menn og konur með stórt hjarta, heiðarlegt og ábyrgar manneskjur og umfram allt skemmtilega maka. Húmor er lífsnauðsynlegur í hverju hjónabandi.

Já, húmorinn er mikilvægara en allt annað; að geta hlegið saman, verið í krampa inn í sér og pissað niður úr öllu. Já, jafnvel í fyllt skóna ogvolgnað um fætur og látið sér fátt um finnast; haldið bara áfram að hlægja þangað til maður finnur allt í einu hvernig hlýr vökvinn rennur alla leið oní skó, Skítt með eina skó fyrir slíkt endórfínkikk. Og það er meira að segja þess virði að upplifa það kikk hvar sem er. Í kokteilboðum, barnaafmæli hjá tengdafjölskyldunni eða bara í bílnum á leið heim úr Rúmfatalagernum.Ég tala af reynslu; hláturinn og samstilltur húmor getur látið  hjónaband sem ætla mætti í byrjun að héldi ekki lengi lukkast eins hjá konungsbornum.  Hláturinn og gleði eykur endorfín og dópamín í heilanum; efnunum sem stjórna gleðinni og ánægjunni. En leiðinlegur maki; þó fullkominn sé að öðru leyti sér til þess að hjónabandið verður ekkert annað en leiðinlegt og óspennandi

Trúið mér, ég veit hvað ég er að segja. Davíð faðir minn sem lést fyrirbráðum fjörutíuu árum, alltof ungur hann var allra allra manna skemmtilegast; helst að bróðir minn, Ásgeir komist næst honum hvað varðar húmorrinnog ljúft skapið.

Pabbi heitinngerði það af gamni sínu og hreinni stríðnu að koma okkur systrum til að hlægja. Við matarborðið eða yfir kaffibolla í stofunni heima fyrir daga sjónvarps. Oftar en ekki enduðum við undir borði við að þurrka upp eftir okkur um leið og við létum lítið bera á  þegar við skriðum undan borðstofuborðinu eða læddumst inn í herbergi til að nálgast hreint nærhald fyrir það blauta.

Já, Ásgeir Þór bróðir minn )Geiri í Goldfinger erfði frá pabba húmorinnog ekki síst frásagnarlistina. Það kemur enn fyrir að það falli nokkrir dropar í buxurnar þegar hann er upp á sitt besta að segja sögurnar. Vísast er helmingur þeirra frásagna staðfærð í búninginn en helgar sannarlega meðalið og ekki alltaf á vísan að róa með hvað er satt, hvað er logið eða vel skreytt. Það gerir bara ekkert til; það er alltaf jafn gaman að vera í nálægð hans og hlægja frá sér allt vit.

Og Gleymið ekki að velja þann skemmtilegasta á ballinu; en ALLS EKKI Þá SÆTUSTU, SVO EKKI SÉ TALAÐ UM ÞANN SÆÆÆSTA!!

Það eru leiðinlegu og montnu gæjarnir sem vita af sér og halda að þeir geti farið út fimmtán mínútur fyrir þrjú með sætustu stelpuna. Og ætli sér jafnvel nokk meira en hún; án þess að nefna það. Þessir sætu halda nefnilega að allar stelpur bráðni og verði eins og vax í höndunum á þeim. Þeir ætla að ráða ferðinni.

Munið að nördarnir og þessir sem ekki ber mikið á, eru mannsefnin; þessir sem maður tekur kannsi ekki eftir í fyrstu en eftir því sem maður hittir þá oftar breytist það og leynir sér ekki að þessi sem mani fannst nú lítið til koma er meira en sjarmeradi langt umfram súkkulaðieyjana.

Þeir eru bara til að daðra við og leika sér dálítið með. En góðan gæja er alltaf hægt að sjæna dálítið til og gera flottan. Og það eru einmitt þeir sem eldast svo vel og verða allra karla myndarlegastir um fertugteða fimmtugt. Og þá mega konurnar vara sig og passa þá fyrir hinum sem gáfust upp súkkulaðidrengjunum


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband