Að mata froska á lifandi hamstri!

Ég hefði ekki trúað því að óreyndu að dýrabúðir selji börnum lifandi hamstur on´í gapandi gin annarra dýra. Rök þessarra þokkakaupmanna eru að svona sé náttúran!! En það á ekkert skylt við náttúruna að setja lítinn hamstur til átu ofan í búr frosks. Út í náttúrunni eiga dýrin alltaf séns. Þar er háð barátta upp á líf og dauða. Ljónin fá ekki dádýrin borin að kjafti þeirra. Þau þurfa á hlaupa þau uppi og dádýrin eiga alltaf tækifæri til að forða sér. Froskurinn þarf líka að hafa fyrir því að ná í músarungann úti í náttúrunni; honum er ekki færður hann lifandi á fati.

Það er þess vegna sem þetta er svo viðbjóðsleg meðferð; að setja lítið dýr nær dauða en lífi af hræðslu fyrir gin frosksins er villimennska mannsins og kemur ekki náttúrunni á nokkurn hátt við.

Þetta er andstyggileg kaupmennska í meira lagi. Það er svívirðilegt að vita til þess að á meðan einu barni er seldur hamstur til að eiga og elska, skuli öðru seldur sá við hliðina til að bera lifandi fyrir fros að gæða fsér á. Eru foreldrar virkilega að kaupa lifandi dýr fyrir börn sín í þessu skyni?

Svo mikið er víst að einhverjir gera þetta og ég spyr hvað er verið að kenna börnum með þessu?

Sex ára dóttursonur minn eignaðist lófastóran frosk sem faðir hans gaf honum og á heimili hjá pabbanum. Þegar dóttir mín kom til hans um helgina þá var pabbinn búinn að kaupa lítinn hamstur sem átti að bera fyrir frosinn. Dóttir mín fylltist viðbjóði og var fljót að forða hamstrinum sem var nær dauða en lífi úr hræðslu úr búri frosksins sem var líklega vel saddur og hafði ekki lyst. Hún tók hamsturinn með heim og keypti búr fyrir hann þar sem hann unir sér nú vel. Drengurinn var miður sín og grætur nú hver örlög litla hamstursins hefu orðið ef mamma hans hefði ekki komið í tæka tíð.

Hvað er eiginlega að fólki? Hvar er Umhverfisstofnun og héraðsdýralæknar sem eiga að sjá til þess að mannúðlega sé farið með dýr. Veist þú af þessu, nýráðin forstjóri UST?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já ljótt er aðheyra! Hverjum dettur svona lagað í hug.  Ekki nema von að barnið hafi verið miður sín.  Mikið ofboðslega fýkur í mig. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.3.2007 kl. 17:35

2 Smámynd: Brynja Björk Garðarsdóttir

Þetta er ömurlegt og á ekki að viðgangast í nútíma samfélagi. Það er orðið helvíti slæmt þegar við þurfum að fara að stofna okkar eigin íslensku PETA til að sjá til þess að almennilega sé farið með dýrin.

Brynja Björk Garðarsdóttir, 7.3.2007 kl. 23:31

3 identicon

Begga mín! Vinsamlega segðu okkur hvaða dýrabúðir þetta eru svo við getum sniðgengið þær. Hann er kominn á hausinn þessi í Tryggvagötunni eins og þú bendir á, svo uppsker hver eins og sáir - en hvaða aðrar búðir ertu að tala um. Við dýraunnendur getum keypt dýramatinn annars staðar en hjá þeim sem iðka svona grimmdarlegar aðferðir. Bestu kveðjur, Anna Kr

Anna Kr. (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 18:16

4 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Ég veit að Dýraríkið hefur stundað þennan viðbjóð en get ekki fullyrt að þeir geri það enn. Fleiri dýrsbúðir hef ég heyrt nefndar en þori ekki að nefna neina nema vera viss. Þessi tiltekna búð sem pabbinn keypti froskinn og hamsturinn í heitir víst 101 dýra.... eða eitthvað viðlíka og er staðsett í Hafnarstræti.

Já, það þarf að koma þessu almennilega á framfæri en það er ljóst að dýralæknar og þeir innan stjórnsýslunar sem eiga að hafa eftirlit með því að dýr séu aflífuð á nmannúðlegan hátt lesa bara alls ekki bloggið mitt. Nú vinnur maður ekki lengur á fréttablaði og getur ekki skrifað um þetta frétt. Hvað með ykkur kollegar góðir sem vafrið hingað inn. Getið þið ekki kannað þetta?

Forvitna blaðakonan, 12.3.2007 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband