Brúðkaup að heiðnum sið í fjöruborðinu í Haukdal

Um helgina fer fram í Haukadal í Dýrafirði brúðkaup að heiðnum sið. Það er Vestfjarðargoðinn sem ég held að sé Eyvindur Eiríksson, faðir Erps Eyvindarsonar sem gefur þar saman Elvar Loga Hannesson leikara og konu hans en gott ef ekki er annar goð líka við athöfnina.

Mikið verður um dýrðir en brúðkaupið fer fram í fjöruborðinu þaðan sem útsýn inn dalinn er fegurst. Hefur fjölda gesta verið boðið að samgleðjast þeim hjónum af tilefni dagsins.

Það eru hæg heimatökin fyrir Elvar Loga sem býr á Ísafirði er ættaður frá Bíldudal en á heilt samkomuhús í Haukadal. Hann keypti það fyrir tveimur eða þremur árum og var það í góðu ásigkomulagi en hann hefur verið að dytta að því ásamt stórfjölskyldunni og meðal annars er komið rafmagn inn í húsið. Víst er að það verður fjör í dalnum sem fyllist af fólki þessa helgina en mikið var rætt um brúðkaupið í dalnum en það er líklega í fyrsta sinn sem fer fram heiðið brúðkaup síðan á tímum Gísla Súrssonar sem þar bjó til forna.

Ég er komin heim og fjarri góðu gamni en þeim hjónum árna ég heilla og óska gifturíkrar framtíðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Þetta er rétt með Bjössa minn, hann bjó í Breiðholti og var svaðalegur villingur langt framm eftir öllu en er búinn að vera edrú í rúm 4 ár og ghengur voða vel. Jú við hittum Davíð á skólamóti í Skógarskóla núna í sumar og hann var með svo flotta unga drengi með sér og var eigandi af öðrum þeirra En Bjössi er ekki bróðir bæarstjórans á Blöndósi, ég veit hins vegar hvað bræður hennar heita og systir hennar. Bjössi á bróðir sem er 51 árs og heitir Pétur, systir sem er 50 ára og heitir Jódís og aðra tæplega fertuga systir sem heitir Erna og já hann er Runólfsson alltaf kallaður Bjössi Run

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 31.7.2007 kl. 11:49

2 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Já man eftir þessum strák, honum Bjössa þinum. En stúlkan sem er bæjarstjóri á Blönduósi bjó að ég hygg í sama húsi; Jóna Fanney, heitir hún og var vinkona Jakobínu systur´

Drengirnir sem voru með Davíð voru annars vegar sonur hans, sá eldri en hins vegar dóttursonur minn, Smári; tek undir að báðir eru þeir bráðmyndarlegir eins og þeir eiga kyn til.

Forvitna blaðakonan, 9.8.2007 kl. 23:38

3 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Já. einmitt og systir Jónu Fanney heitir Unnur Munda Ekkert smá sætir strákar og litli kúturinn barnabarnið þitt, stal alveg úr mér hjartanu Algjör sjarmur og svaka gaur Þetta er svo lítill heimur eitthvað

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 10.8.2007 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband