Siðanefnd BÍ nátttröll sem er að daga uppi - áfellisdómur á starf nefndarinnar

Siðanefnd fellst ekki á það sjónarmið kærðu að tölvubréf kæranda til yfirmanns pósthússins í Keflavík hafi gefið tilefni til umræddrar fyrirsagnar. Af lestri tölvupóstsins er augljóst að hann setur fram hugmynd og segir: „mér var að detta í hug hvort einhverjir bréfberar hjá þér væru til í að punkta niður hjá sér hvar hunda væri að finna í þeirra hverfum.“ Og í lok tölvubréfsins spyr hann: „Hvernig líst þér á svona samvinnuverkefni?“. Ekki er með sanngirni hægt að álykta af þessum orðum að hann hafi beðið bréfbera að njósna fyrir sig, heldur einungis sett fram hugmynd um samvinnuverkefni við  yfirmann Íslandspósts í Keflavík.

Úr úrskurði Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands nr. 8/2005-6

Mikið lifandi ósköp gladdi mig sýknudómur héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í gær. Þar með er ég hreinsuð af því mati Siðanefndar að ég hafi unnið frétt mína um að póstburðarfólk á Suðurnesjum njósnaði um íbúa bæjarins um leið og þeir færðu þeim póstinn sinn. Eftir birtingu fréttanna var ég kærð til Siðanefndar en hér í upphafi má sjá hvaða viðhorf nefndin sú hefur til þeirrar skyldu blaðamanna að flytja fréttir jafnvel  þó þær komi illa við einhvern. Með úrskurð Siðanefndar í vasanum ákvað Magnús aðganga alla leið og höfðaði mál á hendur þáverandi ritstjórum þeim Björgvini Guðmundssyni og Páli Baldvin sem komu með litlum fyrirvara að stjórn DV og höfðu þegar þessi frétt var skrifuð aðeins unnið örfáa daga á DV.

Ljóst er að Siðanefnd blaðamanna er ekki nema orðið eitt en langur vegur er frá úrskurði hennar annars vegar og dómstóla í landinu hins vegar. Það sýnir nýuppkveðinn dómur héraðsdóms sem er í engu í samræmi viðskoðanir og mat þeirra sem í Siðanefnd sitja. Siðanefnd úrskurðaði að ég hefðið brotið eina meginreglu siðanefndar sem kvæði svo á að blaðamenn ættu að vanda umfjöllun og framsetningu við fréttaskrif sín.

Mér fannst að starfheiðri mínum vegið í þessum úrskurði kollega minna og hef allar götur síðan átt erfitt með að sætta mig við niðurstöðurnar.

Sjálf vissi ég að ég hafði unnið að heilindum og fyrst og fremst vegna þess, þá þótti mér brotið á mér og réttlætiskennd minni var brugðið. Auk þess að með slíku viðhorfi kollega minna í Siðanefnd mátti skilja að ég væri óheiðarleg manneskja og ég gerð að viðsjárverðum blaðamanni sem ekki væri treystandi

Það var alveg sama hverjar fréttir okkar á DV voru á þessum tíma; þær voru marklausar í augum almennings; menn kærðu sig ekki um að heyra þær ef málstaður okkar gæti orðið betri við það. Sú neikvæða umræða um DV og flesta þá blaðamenn sem þar störfuðu hafði meiri áhrif á okkur blaðamennina en fólk gat gert sér í hugarlund. En það mál er ekki til umfjöllunar hér heldur þau vonbrigði sem ég varð fyrir þegar siðanefndin hafði úrskurðað í málinu. Á dauða mínum átti ég von en ekki að ég nefndin myndi úrskurða mér í óhag.

Nokkrar stéttir í landinu hafa innan sinna vébanda siðanefnd sem úrskurðar meðala annars um það hvort menn hafi gerst brotlegir í starfi gagnvart þeim sem þeim ber að þjóna. Þegar ég heyri fréttir þess efnis að menn hafi fengið vítur frá eigin starfsfélögum, þá flögrar upp í huga minn að viðkomandi hljóti nú að vera maður sem best væri að halda sig fjarri. Það er ósjáfrátt sem það gerist og allgjörlega án þess að ég hafi kynnt mér málið.

Það gætu allt eins verið ofsóknir gegn þessum eina manni sem starfsfélagar hans standa fyrir eða maðurinn er kannski langt á undan sinni samtíð og kollegar hans vita bara ekki betur? Hvað veit ég enda fylgdi það ekki fréttinni.

Einmitt vegna ófullkomnunar okkar mannanna barna lít ég það alvarlegum augum þegar mínir eigin kollegar úrskurða mér í óhag og segja óbeinum orðum í úrskurði sínum að ég hafi bæði verið löt og hyskin og látið hjá líða að tala við við fólk sem skipti máli. Ég hafi ekki verið starfi mínu vaxin samkvæmt úrskurði kollegana.

Blaðamenn sem fjallað er um fyrir siðanefnd sem úrskurðar að þeir hafi ekki unnið samkvæmt þeim reglum sem í gildi eru kunna að fá á sig einhvers konar stimpil sem slæmir fagmenn meðal almennings. Á hinn bóginn er ekki mikil hætta á því að blaðamenn innan stéttarinnar líti svo á enda vita þeir betur. Siðanefnd Blaðamannafélagsins er ekki annað en nátttröll sem dagað hefur uppi. Á úrskurðum hennar er ekki takandi mark og þeir hafa ekkert gildi lengur. Enda taka fæstir fjölmiðlamenn lítið sem ekkert mark á úrskurði hennar Hvernig á líka annað að vera þar sem starfsreglur Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands er ekki í neinum takti við breytt fjölmiðlaumhverfi hér á landi síðustu ár.

En ég kalla ekki allt ömmu mína og ætti alls ekki að leyfa mér að vera sár yfir mjög svo óréttlátum úrskurði nefndarinnar þar sem augljóslega er horft til einnar hliðar. Ástæða þess að ég tók úrskurð nefndarinnar nærri mér var að ég var höfð fyrir rangri sök. Samviska mín var hrein og klár; ég vandaði mig við vinnu mína og hafði ekkert gert sem hægt væri að deila á mig. Það var því mitt lán eftir allt saman að þetta mál skyldi fara fyrir dóm. Og hvílíkur áfellisdómur yfir okkar margumræddu siðanefnd... Héraðsdómur var í einu og öllu ósammála Siðanefnd Blaðamannafélags íslands eins og lesa má hér.

Allt fór þetta mál af stað, þegar mér barst í janúar fyrir bráðum tveimur árum ábending um að póstútibústjórinn í Keflavík héldi ræðu yfir póstburðarfólki áður en það héldi út á morgnanna til útburðar. Yfir því var þrumað að muna eftir að telja hundana fyrir Magnús. Og skrásetja samviskusamlega hjá sér hvar í húsum sé að finna hunda og hve marga á hverjum stað.

Ég þekkti til Magnúsar og hafði talað við hann vegna vinnu minnar. Magnús er sómamaður og góður dýralæknir eftir því sem ég kemst næst. Ég hafði ekki nokkra ástæðu til að fara illa með Magnús eða gera hann tortryggilegan í augum lesenda minna; þvert á móti vildi ég komst i botn í þessu máli því ég leit á það sem alvarlegt mál ef stjórnsýslan væri farin að leita til fyrirtækja um að njósna um fólk. Póstinum væri ekki treystandi lengur. Mig langaði alls ekki að klekkja á einum né neinum enda er það ekki það sem blaðamaður hugsar um þegar honum berast  ábendingar um eitthvað sem skoða þurfi nánar.

Í mínum huga er það alvarlegt mál ef stóri bróðir er farin að hafa alla anga úti til að njósna um borgarana. Hundar í þetta sinn en hvað næst?

Skatturinn gæti beðið póstinn um að kanna hitt og þetta sem hann þyrfti að vita og hver og einn gæti beðið póstinn að safna upplýsingum um okkur hin án þess að við hefðum hinn minnsta grun um að verið væri að skoða lífshætti okkar!

Ef það er ekki fréttnæmt og á ekki erindi til fólks að hugsanlega gæti blaðburðarmaðurinn, pósturinn eða hver sem væri að villa á sér heimildir. Meðfram sínu starfi sem við þekkjum viðkomandi fyrir gæti hann jafnframt verið að vinna skýrslu um lífshætti okkar og venjur í þágu stjórnsýslunnar, tryggingafélagana og hinna ýmsu markaðsfyrirtækja sem hefðu hag af slíkum upplýsingum.

Beiðni Magnúsar um samstarf við póstútibústjórann er ekki annað  óskir um að njósnað sé um íbúa sveitarfélagsins. Og það er bæði fréttnæmt og alvarlegt mál að nokkrum embættismanni skuli detta í hug að vinna á þann hátt.

Því skoðaði ég þetta mál frá mörgum hliðum talaði við fjölda fólks og skrifaði tvær fréttir um hvað þarna væri í gangi. Ég vann fréttirnar eins vel og mér var unnt en þegar mér berast upplýsingar í gegnum  heimildarmann sem ekki getur eðavill tjáð sig opinberlega, vanda ég sérstaklega til vinnu minnar; einmitt þess vegna.

Þeir sem unnu hjá póstinum vildu ekki tjá sig í fjölmiðlum og pósthúsútibústjórinn í Keflavík sagði mér hreinlega ósatt þegar hún svaraði að ekki kannaðist hún við beiðni Magnúsar og vísaði öllum spurningum mínum á bug. Ekki fór á milli mála í mínum huga að konan sagði ósatt enda eins og áður sagði fullyrti Magnús að hafa sent henni viðkomandi bréf. Auk þess sem framburður heimildarmanna minna var samhljóma. Frá yfirmanni sínum, Önnu Maríu höfðu þau tekið við skipun um að vinna að hundatalningu og njósnum um lífshætti bæjarbúa í starfi sínu við póstburðinn.

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands sá hins vegar ekki nokkra ástæðu til að almenningur fengi að vita af þessu athæfi Póstsins. Mín skoðun og hinna á ritstjórn var hins vegar sú að okkur bæri skylda til að segja frá þegar stjórnsýslan aflaði upplýsinga um fólk án þeirra vitneskju. Heita það ekki njósnir en í íslenskri orðabók eru njósnir skilgreindar á eftirfarandi hátt: "að leita vitneskju með leynd“.  Fyrirsögnin sem notuð var endurspeglað nákvæmlega það sem fréttin fjallaði um og þann veruleikann sem bjó að baki.

Ég skil Magnús Guðjónsson vel; það er ekki þægilegt að í fjölmiðlum sé fjallað um fljótfærni okkar eða mistök í starfi. Nú er það ekki svo að ég hafi talið mikla vá fyrir höndum. E þetta snýst ekki um það, heldur er hlutverk blaðamanns að veita aðhald einkum og sér í lagi þegar stjórnsýslan á í hlut

Kjarni þessa máls er réttur almennings til að fá upplýsingar um störf og starfsaðferðir hins opinbera. Frétt mín hafði augljóst fréttagildi og það myndi fela í sér aðför að hlutverki fjölmiðla í lýðræðisþjóðfélagi ef tjáningarfrelsi blaðamanna yrði skert að því marki að ekki mætti fjalla um ráðagerðir stjórnvalda, sem í besta falli geti talist vera á mörkum þess að vera lögmætar.

Ég get ekkert annað en fundið til með Magnúsi núna. Hann vissi ekki betur en treysta mætti siðanefnd blaðamanna og með sigur að baki ákvað hann að fara allal eið og stefna okkur. Hugsunarskekkja vanþekking á störfum Siðanefndar varð honum að falli. Þeir gerðu sérekki ljóst að úrskurður Siðanefndar hafði ekkert með það að gera hvernig málið færi fyrir dómstólum. En ég á Magnúsi gjöf að gjalda fyrir að  halda áfram og fara með málið fyrir dómstóla gerði hann mér stóran greiða. Með því hreinsaði hann mig af þeim áburði sem á mig hafði verið borin í úrskurði Siðanefndar. 

Og hér er niðurlag úrskurðar Siðanefndar í máli Magnúsar gegn mér en Siðanefnd skipa eftirfarandi:

http://press.is/press.php

 „Framsetning DV í báðum þessum efnum, og sérstaklega forsíðufyrirsagnir 20. og 23. janúar, er því verulega ónákvæm og villandi og ekki í samræmi við 3. grein siðareglna BÍ þar sem kveðið er á um að blaðamaður vandi upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu.  

Úrskurður Ritstjórn DV telst hafa brotið gegn 3. grein  siðareglna Blaðamannafélags Íslands. Brotið er ámælisvert.

Reykjavík 22. maí 2006

 

Hjörtur Gíslason,  Jóhannes Tómasson, Brynhildur Ólafsdóttir, Salvör Nordal,   Sigurveig Jónsdóttir

  • es. Bið menn að afsaka hve oft orð eru fest saman en bilið á tölvunni minni virkar svona illa; þarf að láta laga það um leið og opnar því þetta er óþolandi og seinlegt að skrifa svona..

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Til hamingju með sigurinn!

Benedikt Halldórsson, 28.10.2007 kl. 09:30

2 identicon

Gott Beggfríður!

Til hamingju. Kannski eru vindarnir að breytast. About time. Dómurinn kom mér ánægjulega á óvart.

Ég er þér alveg sammála. Siðaskrá blaðamanna, sem Siðanefndin vinnur eftir, er úr sér gengin. Fyrir lifandis löngu. Og Siðanefndin þar með nátttröll eins og þú segir. Ekki veit ég hversu oft ég hef reynt að benda BÍ á þetta en þeir bregðast við með því að loka fyrir spjallsvæði blaðamanna og skrúfa þannig fyrir kvabbið í mér.

En... eitt sem þú ættir að hafa hugfast, kæra Begga. Nú vil ég ekki vera leiðinlegur en ég myndi þó í þínum sporum fara varlega í þeim efnum að skála í kampavíni á þeim forsendum að þú hafir fengið syndakvittun frá dómstólum. Því, og það er miður, að undanförnu hafa fallið algerlega galnir dómar bæði í héraði og hæstarétti. Alveg sama er hvaða vitleysu menn hafa boðið dómurum uppá, blaðamenn hafa alltaf verið kjöldregnir þar á ótrúlega furðulegum forsendum með biluðum rökum. Ég veit að þú ert mér sammála í þeim efnum og því ættir þú kannski ekki að láta nú sem þeir séu óbrigðulir. Því ekki getum við gagnrýnt dómstóla fyrir algerlega útúrkú dóma í einu orðinu en í hinu segja, ef dómar falla blaðamönnum í hag: Þarna sannaðist það!

En ... ég ítreka: Til hamingju. Vonandi eru þeir að sjá ljósið.

Kveðja,

Jakob

Jakob Bjarnar (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband