Fávís er tölvulaus maður - hvílkur léttir að vera komin í samband við umheiminn

Freyjahv

Trúi því hver sem vill en síðasta mánuð hafa báðar fartölvur heimilisins verið bilaðar. Þær hreinlega krössuðu báðar um svipað leyti og það hefur ekki gengið þrautalaust að fá gert við þær.

Fyrst fór Magga tölva þegar loki hennar var smellt heldur snögglega aftur. Það var nóg til að harði diskurinn gaf sig. Þar sem mín var í lagi var ekki hundrað í hættunni og við þrýstum ekkert sérlega á viðgerð.

En  nokkrumdögumsíðar krassaði mín líka eftir að dóttursonurinn Smári sjö ára gerðist heldur óþolinmóður í einhverjum bölvuðum leiknum sem hann leikur á netinu, og skellti lokinu meira en harkalega aftur Raunar er tölvuásókn hans að gera  mig vitlausa. Nú fær hann ekki að snerta tölvurnar meira en við fundum gamala fartölvu sem viðlétum setja í skjákort fyrir hann. Má hann djöflast hafði hlaupið með hann í gönur og skemmt tölvuna hennar ömmu. Reikna því með að hann hafi dregið nokkurn lærdóm af því og fari betur með þessi dýru tæki framvegis.

En þegar engin tölva nema gamli rokkurinn voru til taks ég fór því með mína og vildi hina til baka. Ó, nei, harða diskinn þurfti að panta að utan og var væntanlegur í vikunni. Síðan hefur það verið svo. "Á morgun verður þetta klárt, voru svörin sem við fengum frá umboðsaðilanum dag eftir dag. Og síðan er komin mánuður.

Ég fór því með mína annað í viðgerð og leitaði ekki langt yfir skammt. Hér í Hveragerði eru nefnilega þessir fínu menn sem reka viðgerðaverkstæði og verslun til að þjóna okkur hér í bæ.  

Og nú er mín komin mér til mikillar ánægju og gamli rokkurinn sem einu sinni var svo svakalega fínn og fljótvirkur fær brátt endanlega hvíld því ég er að auki búin að festa kaup á annarri slíkri, nema bara miklu fljótvirkari en mér finnst nauðsynlegt að hafa líka fasta tölvu. Finnst betra að vinna stærri verkefni á þannig tölvu inn í mínu vinnuherbergi.

Já og svo held ég nokkurn veginn áfram að taka framförum fyrir utan stöðuga verki í skrokknum eftir ævintýri mín utan vegar á í hrauni og örðumófærum. En það er barnaleikur að finna til í líkamanum og vita hvers vegna í samanburði við verki í sálartetrinu.

Ég hef rétt reynt að fylgjast með póstinum mínum en hef ekki haft þolinmæði til að fara inn á þungar síður eða blogga.

Auk þess hef ég verið önnum kafin við að sinna litlum hvolpum sem komu í heiminn fyrir tæpum tveimur vikum eins og sjá má inn á www.sifjar.is Það hefur verið meira en nóg að stússast þrátt fyrir að Freyja mín sé ógurlega dugleg að sinna sínum litlu krílum.

Vísast hefur ýmislegt farið fram hjá mér þessar tölvulausu vikur en ég geri ekki ráð fyrir öðru en mínir dyggu bloggvinir, sem reyndar eru ekki margir. Allir aðrir eiga fjölda bloggvina en ekki ég. En nokkra lesendur semflestir eru innan fagsins eða vinir og kunningjar á ég og nú geta þeir fariðaðlítaaftur inn til mín.

Gaman væri að fá viðbrögð við skrifum mínum annað kastið; heyrið það þið sem lesið alltaf en þegið samt! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Sæl Systir. Velkomin í samband á ný. Ég er á námskeiði í gamla RUV og er að læra nýja tækni við upptökur og útsendingar. Hræðist takkana eins og svo oft áður en læt mig hafa það. Man vel þegar ég grét í þrjá daga þegar ritvélin mín var borin út úr blaðamannabásnum mínum forðum daga og tölva sett í staðinn! Ég hélt ég myndi hætta í blaðamennsku. Nú skil ég ekki hvernig nokkur maður gat pjakkað á þessa rokka. Kveðja í sveitina.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 25.10.2007 kl. 14:16

2 identicon

Sæl Begga mín. Langt síðan við höfum sést.

Vildi bara óska þér til hamingju með skynsamlegan dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í dag.

Hann undirstrikar á hvers konar villugötum siðanefndin okkar er.

Bestu kveðjur,

Andri Ólafsson

Andri Ólafsson (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 11:29

3 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Takk Andri minn og gaman að heyra frá þér. Hálf öfunda ykkur að vera saman á Vísi með Óskari; það hlýtur að vera gaman í vinnunni. Og svo er Brekalingur mættur líka. Ég sakna ógurlega ykkar allra enda vorum við á sínum tíma afskaplega mikið saman; allt að 15 stundir á hverjum sólahring vikuna alla.  Þeir heimsóttu mig um daginn Mikki, Garðar og Jakob Bjarnar og borðuðu hjá mér háegismat. (þrjú okkar voru rekin úr vinnu og menn því bara að frílista sig á daginn). Mikið fannst mér gaman að fá þá en þeir léku á alls oddi.

Ranka mín, mér er fyrirmunað að skilja hvernig ég fór að því að skrifa viðtöl hér í eina tíð á ritvél með tippexið á fullu.

Gangi þér vel og sendu mínum fyrri vinnufél kvðju mína

Forvitna blaðakonan, 27.10.2007 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband