Fréttin sem Siðanefnd BÍ taldi illa unna - dæmi nú hver fyrir sig

Hér neðst setti ég inn tvöpdfskjölþar sem lesa má fréttina sem ég skrifaði um póstinn í Keflavík og þátt Magnúsar Guðjónssonar í því máli.

Eins og lesa má hér á síðunni þá kærði Magnús mig fyrir Siðanefnd BÍ og úrskurður hennar var á þann veg að ég hefði ekki gætt þess að vanda mig við upplýsingaöflun mína við vinnslu fréttarinnar.

"Framsetning DV í báðum þessum efnum, og sérstaklega forsíðufyrirsagnir 20. og 23. janúar, er því verulega ónákvæm og villandi og ekki í samræmi við 3. grein siðareglna BÍ þar sem kveðið er á um að blaðamaður vandi upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu. Ritstjórn DV telst hafa brotið gegn 3. grein  siðareglna Blaðamannafélags Íslands. Brotið er ámælisvert

Mitt lán var hins vegar að Magnús stefndi ritsjórum DV fyrir héraðsdóm sem sýknað okkur af kröfum hans. Þar með lít ég svo á að mat Siðanefndar hafi ekkert gildi og að úrskurður hennar sé dauður og ómarktækur.  Dómurinn sýni svo ekki verði um villst að Siðanefnd BÍ vinni ekki í takt við þá þróun og breytingar sem orðið hafa á fjölmiðlun síðustu ár.

Í Siðanefnd BÍ sitja eftirfarandi fulltrúar:

Kristinn Hallgrímsson lögm, form.
Hjörtur Gíslason blaðam., varaform.
Sigurveig Jónsdóttir fyrrum fréttastjóri 
Brynhildur Ólafsdóttir, fulltrúi útgefanda 
Salvör Nordal fulltrúi Siðfræðistofnunar HÍ
Varamenn eru:
Jóhannes Tómasson, blaðamaður 
Valgerður Jóhannsdóttir, fréttamaður 
Þór Jónsson, varafréttastjóri

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband