Morgundreifingin eða -sme?

Hvort það er -sme og breytingin á Blaðinu sem hefur afgerandi áhrif á velgengni Blaðsins í nýrri könnun á dagblaðalestri er ég ekki viss um. Tel það ekki síður vera morgundreifinguna. Í það minnsta er það svo á mínu heimili að Blaðið lenti beint í ruslafötunni þegar ég tók það upp með póstinum við heimkomu á kvöldin.

Nú berast öll blöðin inn um lúguna fyrir klukkan sjö á hverjum morgni heima hjá mér. Oftast byrja ég að að fletta Blaðinu og er fljót að því. Það er svo tilviljun ein hvort ég tek Moggann á undan Fréttablaðinu eða öfugt. Líklega er það þó hvor forsíðan höfðar meira til mín sem stjórnar því.

En hvort sem morgundreifingin eða -sme og Janus sem hafa þessi áhrif er eigi að síður ástæða til að óska þeim feðgum til hamingju með útkomuna. Reyndar eru Blaðið og Fréttablaðið svo áþekk að ég ruglast stundum á þeim. Ætla að lesa Fb. en átta mig svo þá því þegar ég er búin að fletta nokkrum síðum að ég er að lesa Blaðið.

Skýringin á slakri útkomu Moggans tel ég ekki vera breytinguna á blaðinu. Það er eitthvað annað sem þar spilar inn í. Mogginn er svo langum skemmtilegri aflestrar en hann var. Í það minnsta höfðar hann frekar til mín en áður.

Svo má ekki gleyma því að hin blöðin eru fríblöð og berast mönnum hvort sem þeir vilja eða ekki. Moggann þarf að borga og það þarf að hafa fyrir því að taka upp tólið og gerast áskrifandi. Í það minnsta var það mér ofraun lengi vel því ég keypti hann ekki eftir langt hlé fyrr en hringt var í mig og mér boðin hann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband