Að murka lífið úr sjálfum sér

sígaretta

Ýkjulaust, þá er ég að murka hægfara úr sjálfri mér lífið með reykingum. Er farin að finna verulega fyrir fylgikvillum þessara djöfullegu reykinga. Hefur ekkert að segja, kveiki bara í annarri og hugsa allan tímann hve illa hún fari með mig. Segi við sjálfa mig um leið og ég drep í að nú sé nóg komið, á morgun hætti ég!

Og morgundagurinn rennur upp. Eins og alla aðra daga geng ég blindandi að kaffikönnunni og kveiki á henni. Klára nauðsynleg morgunverk, klæði mig, laga einn rótsterkan og bráðhollan expressó, smyr eina brauðsneið, drattast fram að dyrum og tíni upp blöðin, sest við eldhúsborðið, neyði ofan í mig brauðsneiðina og með sömu þrælslundinni og alla morgna frá nítján hundurð og sextíu og eitthvað - kveiki ég í sigarettunni.

Hef aldrei náð að hætta lengur en þrjá daga. Þá var ég á spítala og gat ekki reist höfuð frá kodda. Sigarettupúkinn var mættur á öxlina á mér um leið og ég skrölti á fætur og hvíslaði í eyrað á mér að kveikja nú í. Svo fann ég hvernig hann kættist og fitnaði. Þrælinn var ekki sloppinn!

Og Winston kallinn í Ameríku verður alltaf ríkari og ríkari. Ég aumari og aumari enda dyggur þræll hans. Markmiðið er auðvitað að halda mér reykjandi þar til að hann kemur mér í gröfina. Kannski að sigarettunum hans takist að kippa undan mér löppunum áður. Huggulegt að rúlla sér áfram í hjólastól með sígarettuna í kjaftinum og kútinn á öxlinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

bara hætta að reykja....

Ólafur fannberg, 19.10.2006 kl. 19:06

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir gott innlegg - kærastinn er að reyna að hætta að reykja og nú höldum við að dáleiðsla sé það eina sem virkar. Hrikalega er þetta annars krúttlegur hundur!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.10.2006 kl. 09:50

3 identicon

Ég hætti að reykja fyrir 2 árum og 19 dögum síðan með aðstoð Zyban lyfsins. Ég mæli með því.

Sóley (IP-tala skráð) 20.10.2006 kl. 13:27

4 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Ég hef nú bara stundað óbeinar reikingar og brá mér um daginn út með samnemanda mínum til þess að fá mér eina óbeina.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 20.10.2006 kl. 20:28

5 identicon

Ég hef heyrt að það sé helmingi óhollara að reykja ef maður hefur stöðugt samviskubit og lemur sig niður fyrir reykingarnar. Þá fylgir venjubundnum (mögulegum)lungnakvillum einhver massíf ógn við allt heila ónæmiskerfið auk þess sem áran verður drulluskítug. Því er best að ljúga að sjálfum sér að þetta sé allt í lagi, þar til maður er tilbúinn að hætta alveg!

Þórunn Hrefna (IP-tala skráð) 24.10.2006 kl. 00:25

6 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Já, bara að hætta... Hver væri ekki hættur ef það væri bara að hætta? En það er alvarlega að gerjast upp í kolli á mér að taka slaginn. Reyni að hugsa um hvað það verði æðislegt að vera laus við þennan óþverra og um alla kostina við að reykja ekki. Segi mér tíu milljón sinnum á dag að það verði ekkert mál, ég geri þetta eins og að drekka vatn. Leyfi ykkur að fylgjast með þegar dagurinn stóri rennur upp.

Forvitna blaðakonan, 24.10.2006 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband