Spjallvefur BÍ kominn í gagnið á ný - blaðamenn og aðrir fjölmiðlamenn af stað nú!

Vefurinn hefur legið niðri í að minnsta kosti tvö ár eða allt að því. Nú hefur hann loks verið tekinn í gagnið á ný og er nú lokaður öðrum en þeim sem sækja um að aðgang. Það er ekki einu sinni hægt að skoða umræður nema vera skráður notandi.

Ekki veit ég hverjir eru þess verðir að fá inngöngu en víst er að það eru fleiri en félagsmenn BÍ. Hver fer yfir beiðnir og samþykkir og hafnar eftir atviku og á hvaða forsendum, veit ég ekki en mér finnst í öllu falli gott að það skuli vera aðeins hömlur á þessu því þannig verður kannski hægt að ræða málefnalega og með kurteisi um það sem brennur á blaðamönnum að tjá sig um og skiptast á skoðunum um málefni stéttarinnar og almennt um fjölmiðlun eins og hún hefur þróast undanfarin ár. 

Ég fanga því að fá spjallvefinn aftur og skora á fjölmiðlamenn að vera duglega að tjá sig inn á spjallinu. Það er ekkert hallærislegt við það en það er ekki laust við að sumum finnist þeir setja niður með að taka þátt í umræðum á opnum spjallvefjum.

Það ætti enginn að setja það fyrir sig nú því press.is er aðeins fyrir útvalda... eða því sem næst þótt ég hafi raunar ekki hugmynd um það. En það er þess virði að láta á reyna.

Og koma svo fjölmiðlamenn allir sem einn og fóðrið þá forvitnu á nýjustu fréttum úr fjölmiðlaheiminum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband