Ég er mikill aðdáandi Ragnhildar Sverris, eða réttara sagt bloggsins hennar um dætur þeirra Kötu. Það verður ekki lítið gaman fyrir þær að lesa það sem mamma þeirra hefur skrifað um þær þegar þær verða eldri.
Ég vildi að þessi tækni hefði verið fyrir hendi þegar ég var lítil svo ekki sé talað um myndbönd og annað sem börn samtímans eiga kost á að eiga um líf sitt þegar þau eldast.
Ragnhildur bloggaði um hundsaugu í vikunni og þar sem ég er mikil hundakona gat ég ekki þagað og skrifaði athugasemd sem var auðvitað allt of löngtog átti fremur heima á minni síðu. En það fer hér á eftir:
Hundar eru með augu sem lesa má úr skilyrðislausa ást; líttu inn á www.sifjar.is og þar eru mínir hundar sem horfa í myndavélina með einlægum hundsaugum, sem túlka ást tíkanna á mér og lesa má út úr augum þeirra "fyrir þig er ég reiðubúin að deyja."
Annars eru þessi börn yndisleg; held að dóttursonur minn sé á aldur við ykkar yndislegu dætur og ég bý við þau forréttindi að fá að hafa áhrif á uppeldi, samvistir og byggja upp karakter drengsins. Nú vanda ég mig og gæti þess að gera ekki sömu mistök og við uppeldi dætranna sem voru fleiri en ég hefði viljað.
Við matarborðið í vikunni ræddum við fótboltaæfinguna sem hann var að koma af og drengurinn talaði um vinsælan strák í liðinu. Ég spurði hvort hann væri bestur en svarið var að það væri hann ekki. "Og hvers vegna er hann þá vinsæll?," spurði fávís ég. Drengurinn sem verður átta ára í júlí hugsaði sig aðeins um og sagði: "Amma ég held ég viti það, ég uppgötvaði það í dag. Það er út af andlitinu," sagði hann og horfði íbyggin á mig.
"Andlitinu hvað meinarðu, er andlitið á þeim vinsælu örðuvísi?"
"Já, amma þú veist andlitið... "
Ertu að meina að andlitið á vinsælu krökkunum sé öðruvísi á litinn eða kannski fallegra?", spurði ég og það stóð ekki á svarinu að það væri einmitt það sem hann meinti."
Og mér varð hálfbrugðið og spurði hvort krakkarnir sem væru duglegastir að læra og stilltastir væru ekki vinsæl? Nei, það skipti engu.
En þau sem best eru í íþróttum eða í tónlist eru þau ekki vinsæl ?
"Amma skilurðu þetta ekki, það er bara út af andlitinu," og ég spurði áfram hvort hann væri þá vinsæll. Hann varð dálítið kindarlegur og átti erfitt með að svara en sagði svo að eiginlega væri hann vinsæll og bætti svo við: "Og svo er það líka er unglingarnir tala oft við mann, þá er maður vinsæll."
Ég hef velt þessu talsvert fyrir mér og rifjað upp mína skólagöngu. Þá voru þau sem voru dugleg að læra metin og hin börnin báru ákveðna virðingu fyrir þeim. Sætu stelpurnar, þær ríku frá fínum heimilum og best klæddu voru líka vinsælar en í mínum gamla gaggó, Réttó voru þeir sem bestir voru í íþróttum langvinsælastir og skiptu litlu hvernig "andlit" þeirra var. Ég naut þess í skóla enda æfði ég og spilaði handbolta með besta kvennaliði landsins í mörg ár; minnir að við höfum verið Íslandsmeistarar í ein tíu ár í röð hvort sem var inni eða úti. Og að vera valin í skólalið var mikil upphefð, (Agga Braga var með mér í Íþróttanefnd og í skólaliðinu).
En að hafa það eitt sér til ágætis að vera snoppufríður finnst mér skelfileg afturþróun. Á heimi afa og ömmu sem alltaf hafa tíma til að útskýra og ræða málin hafa því farið fram miklar umræðir um vinsældir og áhrif; held að það sé aðeins að skila sér inn fyrir höfuðbein enda barnið afburða greint og vel gefið; hvað annað?
Geri mér samt ljóst að þrátt fyrir hæfileika þessa dásamlega dóttursonar til að meðtaka rök þá er við djöful að draga þegar útlitsdýrkunin er annars vegar.
Þakka þér svo Ragnhildur fyrir yndislegar frásagnir af ykkar vel uppöldu dætrum. Trúi ekki öðru en úr bloggi þínu verði hægt að draga saman texta í bráskemmtilega barnabók. Þú yrðir ekki lengi að rumpa því af svo út gæti komið fyrir jólin og afi Maggi gæti lesið fyrir barnabarnið "sögur af systrum úr Logalandi!
Tilvitnun líkur.
Við þetta vil ég bæta að vissulega var útlitsdýrkun allsráðandi á mínum yngri árum rétt eins um aldir eins og saga mannkyns segir til um. Munurinn er þó sá að það þurfti sitthvað meira en aðeins snoppufrítt andlit til að ná athygli hinna. Andlegt atgervi var ekki síður metið auk þess að hafa eitthvað til að bera sem setti menn feti framar en hina; að skara framúr.
Kannski hefur maður bara gleymt enda eigum við ekki stílfærðar minningar um æsku okkar; maður man það sem maður vill helst muna en hefur gleymt hinu. En svo mikið er víst að snoppufríaðar stelpur og strákar áttu ekki eins angan vinsældarframa fyrir höndum og hin sem höfðu eitthvað meira til að bera.
Því skelfir það mig ef "andlitið" eitt eins og dóttursonur minn telur sig hafa uppgötvað að er hið eina sanna viðmið, þá finnst mér það ískyggileg þróun.
Ég er mikill aðdáandi Ragnhildar Sverris, eða réttara sagt bloggsins hennar um dætur þeirra Kötu. Það verður ekki lítið gaman fyrir þær að lesa það sem mamma þeirra hefur skrifað um þær þegar þær verða eldri.
Ég vildi að þessi tækni hefði verið fyrir hendi þegar ég var lítil svo ekki sé talað um myndbönd og annað sem börn samtímans eiga kost á að eiga um líf sitt þegar þau eldast.
Ragnhildur bloggaði um hundsaugu í vikunni og þar sem ég er mikil hundakona gat ég ekki þagað og skrifaði athugasemd sem var auðvitað allt of löngtog átti fremur heima á minni síðu. En það fer hér á eftir:
Hundar eru með augu sem lesa má úr skilyrðislausa ást; líttu inn á www.sifjar.is og þar eru mínir hundar sem horfa í myndavélina með einlægum hundsaugum, sem túlka ást tíkanna á mér og lesa má út úr augum þeirra "fyrir þig er ég reiðubúin að deyja."
Annars eru þessi börn yndisleg; held að dóttursonur minn sé á aldur við ykkar yndislegu dætur og ég bý við þau forréttindi að fá að hafa áhrif á uppeldi, samvistir og byggja upp karakter drengsins. Nú vanda ég mig og gæti þess að gera ekki sömu mistök og við uppeldi dætranna sem voru fleiri en ég hefði viljað.
Við matarborðið í vikunni ræddum við fótboltaæfinguna sem hann var að koma af og drengurinn talaði um vinsælan strák í liðinu. Ég spurði hvort hann væri bestur en svarið var að það væri hann ekki. "Og hvers vegna er hann þá vinsæll?," spurði fávís ég. Drengurinn sem verður átta ára í júlí hugsaði sig aðeins um og sagði: "Amma ég held ég viti það, ég uppgötvaði það í dag. Það er út af andlitinu," sagði hann og horfði íbyggin á mig.
"Andlitinu hvað meinarðu, er andlitið á þeim vinsælu örðuvísi?"
"Já, amma þú veist andlitið... "
Ertu að meina að andlitið á vinsælu krökkunum sé öðruvísi á litinn eða kannski fallegra?", spurði ég og það stóð ekki á svarinu að það væri einmitt það sem hann meinti."
Og mér varð hálfbrugðið og spurði hvort krakkarnir sem væru duglegastir að læra og stilltastir væru ekki vinsæl? Nei, það skipti engu.
En þau sem best eru í íþróttum eða í tónlist eru þau ekki vinsæl ?
"Amma skilurðu þetta ekki, það er bara út af andlitinu," og ég spurði áfram hvort hann væri þá vinsæll. Hann varð dálítið kindarlegur og átti erfitt með að svara en sagði svo að eiginlega væri hann vinsæll og bætti svo við: "Og svo er það líka er unglingarnir tala oft við mann, þá er maður vinsæll."
Ég hef velt þessu talsvert fyrir mér og rifjað upp mína skólagöngu. Þá voru þau sem voru dugleg að læra metin og hin börnin báru ákveðna virðingu fyrir þeim. Sætu stelpurnar, þær ríku frá fínum heimilum og best klæddu voru líka vinsælar en í mínum gamla gaggó, Réttó voru þeir sem bestir voru í íþróttum langvinsælastir og skiptu litlu hvernig "andlit" þeirra var. Ég naut þess í skóla enda æfði ég og spilaði handbolta með besta kvennaliði landsins í mörg ár; minnir að við höfum verið Íslandsmeistarar í ein tíu ár í röð hvort sem var inni eða úti. Og að vera valin í skólalið var mikil upphefð, (Agga Braga var með mér í Íþróttanefnd og í skólaliðinu).
En að hafa það eitt sér til ágætis að vera snoppufríður finnst mér skelfileg afturþróun. Á heimi afa og ömmu sem alltaf hafa tíma til að útskýra og ræða málin hafa því farið fram miklar umræðir um vinsældir og áhrif; held að það sé aðeins að skila sér inn fyrir höfuðbein enda barnið afburða greint og vel gefið; hvað annað?
Geri mér samt ljóst að þrátt fyrir hæfileika þessa dásamlega dóttursonar til að meðtaka rök þá er við djöful að draga þegar útlitsdýrkunin er annars vegar.
Þakka þér svo Ragnhildur fyrir yndislegar frásagnir af ykkar vel uppöldu dætrum. Trúi ekki öðru en úr bloggi þínu verði hægt að draga saman texta í bráskemmtilega barnabók. Þú yrðir ekki lengi að rumpa því af svo út gæti komið fyrir jólin og afi Maggi gæti lesið fyrir barnabarnið "sögur af systrum úr Logalandi!
Tilvitnun líkur.
Við þetta vil ég bæta að vissulega var útlitsdýrkun allsráðandi á mínum yngri árum rétt eins um aldir eins og saga mannkyns segir til um. Munurinn er þó sá að það þurfti sitthvað meira en aðeins snoppufrítt andlit til að ná athygli hinna. Andlegt atgervi var ekki síður metið auk þess að hafa eitthvað til að bera sem setti menn feti framar en hina; að skara framúr.
Kannski hefur maður bara gleymt enda eigum við ekki stílfærðar minningar um æsku okkar; maður man það sem maður vill helst muna en hefur gleymt hinu. En svo mikið er víst að snoppufríaðar stelpur og strákar áttu ekki eins angan vinsældarframa fyrir höndum og hin sem höfðu eitthvað meira til að bera.
Því skelfir það mig ef "andlitið" eitt eins og dóttursonur minn telur sig hafa uppgötvað að er hið eina sanna viðmið, þá finnst mér það ískyggileg þróun.