Á þessari síðu : hundagallerí.is, sem er aðeins nokkra vikna gömul, segir kona farir sínar ekki sléttar af viðskiptum sinum við Dalsmynnisliðið sem framleiðir hunda og veltir ekki fyrir sér dýravernd á nokkurn hátt. Þar eru hundarnir geymdir í búrum og fara aldrei út undir bert loft nema í afgirt gerði. Tíkur eru notaðar aftur og aftur og það er ekki hægt að treysta því að viðskiptavinir kaupi ekki köttinn í sekknum því hundarnir geta allt eins verið blandaðir.
Ég var fyrir nokkrum dögum hjá dýralækninum mínum og kom þá inn kona með lítinn sætan hund. Ég spurði hvaða tegund hann væri því ég þekkti ekki tegundina. Hún sagði hann vera Tjúa sem dóttir sín hefði fengið í Dalsmynni. "Einmitt, þá skil ég hvers vegna það liggur ekki í augum uppi hverrar tegundar hann er. Hann er augljóslega blandaður Pappilon enda líkist hann meira þeirri tegund en Tjúa. Bæði feldurinn og eyrun eru frá Papillon komin," benti ég konunni á og hún svaraði að henni hafi dottið í hug í hvert sinn sem hún sæi hreinræktaðan Tjúa að það væri ekki eðlilegt hve ólíkir þeir væru.
Hundurinn var yndislegur; það er ekki málið en þegar fólk borgar fyrir hreinræktaðan hund þá á það að fá hreinræktaðan hund með réttri ættbók. En dýraníðingurinn; frúin sjálf í Dalsmynni og dætur hennar sem virðast hafa erft viðhof móðurinnar til hundaræktunar en það er langur vegur á milli hundaframleiðslu og hundaræktunar. En þær velta því ekki fyrir sér í Dalsmynni mæðgur þrjár; græða og græða en eru fjandans sama hvar hvolpar þeirra lenda.Velta því ekki fyrir sér. Þær búa til ættbækurnar sjálfar og fáfróðir kaupendur trúa þeim enda eru þær yfirmáta almennilegar og dollaramerkin blika í augum þeirra þegar þær sjá að þær geta selt.
En aftur að konunni sem bjó til heimasíðuna til að vara fólk við að kaupa hunda frá Dalsmynni. Hún keypti frá því í fyrrahaust þrjá hunda sem allir hafa verið nær dauða en lífi af sjúkdómum síðan. Tveir eru dánir en einn lifir en. Mér finnst ástæða til að vekja athygli hundaeigenda á þessari síðu svo þeir geti kynnt sér málin og falli ekki í þá gryfju að kaupa hunda frá Dalsmynni aðeins vegna þess að fólki liggur svo á að það má ekki vera að bíða eftir hundi frá góðum ræktanda. Lengi hefur hún stundað að selja fárveika hvolpa. Þegar kvartað er við hana þá er ekki sama blíðan í málrómnum og meðan hún er að selja. Og alltaf er hvolpum að fjölga sem deyja innan nokkurra daga eða mánaða vegna sýkinga, sjúkdóma og meðfæddra galla.
Alvarlegast af öllu er að þessir hundar frá dýraníðingnum í Dalsmynni sem fólk kaupir í góðri trú bera með sér alvarlega smitsjúkdóma sem þeir geta smitað heilbrigða hunda af frá góðum ræktendum.
Allt er fast í kerfinu út af þessari dýraníðslu þarna svo ekki sé meira sagt. Það hefur enginn þingmaður áhuga á að vinna að frumvarpi um breytingu á lögum um dýravernd. Þau eru svo gölluð að hvorki ráðuneytið né Umhverfisstofnun geta sett reglur um að bannað sé að reka hundaframleiðslu eins og hin Norðurlöndin og önnur siðmenntuð lönd í Evrópu hafa löngu gert. Í þeim löndum getur enginn rekið framleiðslu eins og í Dalsmynni nema í undirheimum því dýralögreglan í viðkomandi löndum væri ekki lengi að loka og ákæra viðkomandi sem síðan yrði dæmdur til fangavistar eða guð má vita hvað.
En svo mikið er víst að það er tekið hart á mönnum sem fara illa með dýr í öllum siðmenntuðum löndum, en ekki á Íslandi þar sem við státum okkur af að vera bestir í þessu eða hinu. En lokum svo báðum augum og gerum ekki neitt meðan þessi alræmda hundaframleiðsla heldur áfram að selja undir borðið hvolp eftir hvolp; greiðir enga skatta enda Dalsmynni gjaldþrota. Þá var bara skipt um nafn á nýrri kennitölu og haldið áfram að framleiða hunda sem annaðhvort eru fársjúkir, með skapgerðargalla eða eitthvað enn verra. .
Konan sem keypti hundana hafði verið vöruð við en hlustaði ekki. Hún stendur uppi með mörg hundruð þúsund í dýralæknakostnað eftir þessi flumbrukaup sín. En það er ekki hægt að ásaka hana; hún trúði ekki og vissi ekki.
Því hvet ég alla sem vilja eignast hund að láta sér ekki detta í hug að falla fyrir smjaðrinu í Dalsmynnisplögurunum, heldur bíða í rólegheitum og vanda valið. Góðir ræktendur eiga ekki hvolpa á lager og það kostar bið sem er mjög gott fyrir viðkomandi sem getur undirbúið sig vel áður en nýr heimilismeðlimur kemur inn í fjölskylduna.
Eftir krufningu hvolpanna kom í ljós að þeir voru ekki einu sinni sýktir af einum sjúkdómi heldur voru þeir fullir af óværu eins og niðurstaðan sýnir:
Bráð lifrarbólga með innlyksum
Jákvæð ónæmislitun fyrir smitandi lifrarbólgu(HCC) Blóðskortur Bráð lungnabólga Æðabólga Bandormasýking Bandormar fundust í mjógörn Einnig var fleira tekið fram s.s. mjög fölar slímhimnur, hjartað var fölt, samfallin svæði í lungum og meira til.
Meðal annars segir að hundurinn hafi verið með Bandorma. Ekki veit ég hvort um hin alræmda sull er að ræða en það er þá stórfrétt ef ástandið er orðið þannig að þar eru að brjótast út sjúkdómur sem ekki hefur orðið vart við í fjölda ára. Eins og sjá með stendur bandormasýking en það eru til þrjár teg. bandorma.
Það sem er að, er að lög um dýravernd er orðin mjög gömul og ekki er hægt að setja reglugerðir á grundvelli þeirra né setja reglur sem fara á eftir af viðkomandi stofnun því þær standast ekki lög. Ég vildi gjarnan vita hvað stjórnvöld ætla að trassa lengi að endurskoða dýraverndunarlög þannig að hægt sé að vinna eftir þeim. Hve margir hundar eigi að kveljast til bana áður en eitthvað verður afhafst og hve margir litlir krakkar gráta úr sér augun þegar hundurinn sem þau hafa hlakkað svo mikið til að fá deyr fyrir augum þeirra
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.7.2008 kl. 02:52 | Facebook
Athugasemdir
Og enginn gerir neitt nema tuða út í horni og þess veggna geta þær haldið áfram endalaust. Kannski koma sumir viðskiftavinirnir aftur þegar hvolpur deyr, kenna sjálfum sér um og trúa blint á það sem þeim er sagt af eigendum Dalsmynnis. Ja svei.
Hvað um að hefja opinbera umfjöllun, blöð, tímarit, sjónvarpstöðvar eða eitthvað í þeim dúr,
kveðja frá einum sem frekar yrði hundlaus um aldur og ævi en að versla við Dalsmynnispakkið.
Sverrir Einarsson, 9.7.2008 kl. 17:52
Hérna eru gamlar myndir frá Dalsmynni. http://frontpage.simnet.is/jv1/
Hvað er hægt að gera til þess að láta loka þessari holu? Konan sem á bloggið sem þú linkar á (btw, innsláttarvilla í fyrstu línunni) fór í fjölmiðla, ekkert gerðist. Þetta er grátlegt.
Aldís (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.