Og svo fjölgar á heimilinu rétt fyrir Verslunarmannahelgi

 

Freyja mín er svo sannarlega með hvolpa. Hún er gengin með allt að sex vikur og á því ekki langt eftir. Mér finnst hún óvenjulega sver og ég má má hundur heita ef hún er ekki að minnsta kosti með sex hvolpa. Oft er ekki einu sinni farið að sjást á tíkum þetta langt gengnum, en það leynir sér ekki með Freyju mína.

Freyja í fangi Ragnheiðar.

Freyja og RaggaHún er líka engin krakki, orðin sex ára gömul og mjög ábyrg móðir sem gætir að sér á meðgöngu. Þessi kraftmikla og fjöruga tík lallar í rólegheitum með mér og hefur meira að segja vit á að vera ekki að stökkva fram úr rúmum og sófum að óþörfu. Enda er Freyja ein allra besta mamma sem ég hef átt og gott betur. Ég hef aldrei orðið vitni að þvi að tíkur séu eins ábyrgar mæður og hún. Ekki aðeins að hvolparnir fái frá henni ást og umhyggju, heldur er uppeldið svo markvist og ströng að hvolparnir undan henni eru afar fínir og einkar hlýðnir; Freyja kenndi sínu liði hver staða þess var og hvers þeir mættu vænta enda unun að horfa á hana ala litlu krílin sín upp. Faðirinn er Draumadrengur og mér er farið að förlast minnið ef hann heitir ekki Drauma Albert.

Ég hlakka sannarlega til að fá lítil kríli til að stússast í - eða gott betur því það er geypileg vinna að hugsa um hvolpa í tíu vikur. En ánægjan af samvistum við hvolpakríli er til þess vinnandi að leggja mikið á sig. Og svo er bara að krossa fingur og vona að allt gangi vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband