Fátt er svo með öllu illt að... - lífið heldur áfram og gleðin opnar rifu á glugga

 

Fátt er svo með öllu illt að ekki sé hægt að gleðjast oggulítið mitt í sorginni. Á sumarsýningu HRFÍ um síðustu helgi áttu afkvæmi Gnár minnar góðan dag; voru bæði í þremur efstu sætum tegundirnar.

 ýmislegt 2007002

 

Sifjar Erpur lúrir hjá sönnum aðdáanda, syninum á heimili þeirra tveggja.

Á deildarsíðu Cavaliereigenda eru skráð helstu úrslit í í keppni á milli þessara dásamlega fallegu hunda. Þar má  meðal annars sjá eftirfarandi:

Opinn flokkur :

1. sæti meistaraefni:

Nettu Rósar Billy, eig. Guðbrandur Magnússon, rækt. Halldóra Friðriksdóttir

 

2. sæti meistaraefni Sifjar Erpur, eig. Guðmundur Jónsson, rækt. Bergljót Davíðsdóttir.Wink

 

3.sæti Sperringgardens Catch Of The Day, eig. María Tómasdóttir, rækt. Leni Louise Nyby

 

4. sæti Óseyrar Beykir, eig. Guðlaugur Guðmundsson, rækt. Hugborg Sigurðardóttir.

 

Úrslit - bestu rakkar tegundar

  1. Meistarastig Nettu Rósar Billy
  2. Eldlilju Bubbi
  3. Sifjar Erpur:LoL

Sifjar Medúsa Eir er eins og Erpur undan Medúsa fyrirsætaGná minni. Þau eru úr sitt hvoru gotinu en allir hvolpar undan Gná hafa verið með fallegri  hvolpum. Gná er mín fallegasta tík og í miklu uppáhaldi há mér þar sem hún er fyrsta tíkin sem ég eignaðist undir eigin ræktunarnafni. Og ég syrgi það að fá ekki fleiri hvolpa undan henni. Auk þess sem hún er með einstaklega ljúft skap. Mérrþykir slæmt að eiga ekki kost á fleiri hvolpum undan henni en Gná mín hefur ekki heilsu til að ganga með fleiri.

En rétt eins og Erpur gerði Medúsa Eir það gott, nákvæmlega eins og hennar er vandi síða hún sótti sína fyrstu sýningu og varð þá valin annar besti hvolpur sýningar 6-9 mánaða. Nú ári síðar sigraði hún í sínum flokki og fékk meistaraefni; hélt áfram upp í opinn flokk og raðaði þar eldri og reyndari tíkum á eftir sér því hún var valin þriðja besta tík tegundar.Flottur árangur það en Medúsa Eir hefur verið með' á nánast öllum sýningum síðan hún var smáhvolakríli og og alla tíð raðað sér í efstu sætin. Ef allt gengur eftir á Medúsa Eir eftir að gera það gott.

 

Myndin hér að ofan er af Medúsu EiDSC01953r en Vilja Jörð er hér að neðan.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Unghundaflokkur -tíkur

1.sæti meistaraefni :

Sifjar Medúsa Eir, eig. Steingerður Ingvarsdóttir, rækt. Bergljót Davíðsdóttir.Happy  

 

2..sæti Hnoðra Nala, eig. Arna Sif Kærnested, rækt. Þórdís Gunnarsdóttir   

3.sæti Hnoðra Nótt, eig. og rækt. Þórdís Gunnarsdóttir

4.sæti Eldlilju Daníela, eig. Sigríður Kjartansdóttir, rækt. Þórunn Aldís Pétursdóttir

Úrslit – bestu tíkur tegundar

  1. Leelyn Lillian
  2. Skutuls Karitas
  3. Sifjar Medúsa Eir W00t 
  4. Óseyrar Gríma   

Dömurnar lengst til hægri eru systurnar Medúsa Eir meistaraefni og Vilja Jörð sem ég er svo lánsöm að eiga en hún er í fóstri hjá góðri vinkonu. Systurnar eru mjög líkar en Medúsa  Eir er fyrri til og því nokkuð þroskaðri og þar með komin með meiri fyllingu í andlitið. 

Embla mín er hér að neðan til vinstri en ég kalla hana gjarnan fallegustu stelpuna á ballinu eins og forsætisráðherra vor og virðulegur landsfaðir orðaði svo eftirminnilega og klaufalega um árið. Á myndinni er hún ung; líklega sex til átta mánaða og afar efnileg. Hún hefur flest sem prýða má fallega tík nema hún er í stærri kantinum og er of háfætt. þó hefur hún svo marga augljósa kosti umfram ókosti að það er ekki nema sjálfsagt að rækta undan henni; ekki síst fyrir að Embla er heilsuhraust og afar geðgóð tík sem er kannski ekki annað en dæmigert fyrir tegundina. En samt; hún er enn ljúfari.

Embla UngÞessi úrslit glöddu mig mjög, en bæði eru þau Medúsa Eir og Erpur undan Gná minni sem því miður getur ekki eignast fleiri hvolpa. Sjálf á ég mjög fallega tík undan Gná, en hún heitir Vilja Jörð og er í fóstri hjá vinkonu minni.

 

 

Vilja Jörð hefur ekki verið sýnd eins mikið og Medúsa Eir en þær eru gotsystur og má vart á milli sjá hvor er fallegri. Vilja mín er þó smágerðari og ekki eins bráðþroska og Medúsa Eir. Ég hef því ekkert verið að flýta mér með hana því ég vil að hún sé almennilega þroskuð og nægur er tíminn. Hún hefur þó verið sýnd einu sinni og var þá í öðru sæti á eftir Medúsu Eir, ef ég man rétt.

En Vilja Jörð á framtíðina fyrir sér og bíðið bara; hún á eftir að gera það gott ef rétt er að staðið.

Embla er ekki enn farin að lóða en ég hélt í fyrri viku að hún væri að byrja. Það hefur ekki reynst rétt og ef ég hugsa það betur þá eru allt að átta mánuðir á milli lóðaríia hjá henni.. Ég hef augastað á Kjarna Galdri sem er í eigu bróður míns, Ásgeirs eða réttara sagt Jöru konu hans. Ég reyndi að para hann við Freyju mína en hann hafði ekki kjarkinn til að ganga alla leið, þó að hún stæði eins og stytta með rófuna langt til hliðar og biði.En það er aldrei að vita nema honum lítist á Emblu og því sjálfsagt að reyna enda Galdur fæddur til að para Emblu því hann hefur nákvæmlega það sem hana skortir.

Bæði Erpur minn og Medúsa Eir eru afar heppin með eigendur sem láta sér mjög svo annt um þau og eru dugleg vað sýna þau.

Steingerður Ingvarsdóttir í Mosfellsbæ er eigandi Medúsu minnar og Guðmundur Jónsson og Margrét eiginkona hans, sem nú búa í Hafnarfirði en eru bæði innfæddir Grundfirðingar og bjuggu þar til að byrja með þegar Erpur varð þeirra..

Ég óska þeim innilega til hamingju með árangurinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband