1.8.2008 | 22:29
Þekkir þú þennnan fjallstopp ...?
Ég er að reyna að breyta toppmynd á síðu með þessum fábæra árangri sem sjá má. Ég myndi klóra mig áfram út í það endalausa í þrjóskunni og sýna fjallið í allri sinni dýrð ef ég mætti vera að því núna. Gæti nefnilega í þráakasti tekið nóttina alla.
Læt það ekki eftir mér núna og set bara gamla þemað á aftur á morgun. Þangað til læt ég þennan fjallstopp standa og spyr ykkur innipúkar landsins hvort þið þekkið toppinn?
Til þess að gefa smávísbendingu er myndin tekin frá fallegasta dal landsins ( mér finnst það en auðvita er dalurinn ekki eins í allra augum) og þetta fallega fjall er stolt síns fjórðungs.
Mjög margir ganga á þetta fagra fjall sem tiltölulega auðvelt er að komast að og er meira að segja hægt að aka góðan spöl til að stytta gönguna á toppinn en þar er feikilega fallegt útsýni.
Eftir nokkrar klukkustundir skal ég setja myndina alla inn og svala forvitni þeirra sem ekki þekkja sitt fagra land.
Bætt við kl. 01:30
Bjánin ég myndirnar eru hér til hliðar; áttaði mig ekkert á því. Þið hljótið að vita nú hvar þetta fallega fjall er staðsett á landinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.8.2008 kl. 01:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.