Hópsálarsyndrómað heltekur mig sjaldnast og allra síst nú - og þó...?

 

... hópsálarsyndrómað leikur stundum á mig og ég fylgi eins og hinir sauðirnir. En oftar en svo er ég víst ekki eins og fólk er flest og það vitið þið mínir kæru félagar, vinir og ættingjar sem þekkið mig.

Ekki ætla ég að skýra það nánar en mig langaði minna en ekki neitt út úr bænum þess helgi, þrátt fyrir metverslunarmannahelgarveður( ég veit;orð í lengri kantinum, já). Því sit ég hér við tölvuna og enginn truflar, get bullað eins og mig lystir.

Auðvitað gat ég ekki yfirgefið litlu krílin mín sem dafna og stækka og sendi minn ekta maka vestur í Djúp í veiðiferð með litla dóttursoninn átta ára gamlan sem fer á hverju sumri einn með afa vestur.  Þeir verða næstu þrjá daga við veiðar ásamt stóru uppkomnu drengjum sem eru varla neinir drengir lengur, annar sem næst fertugu og hinn rúmlega það. Og að auki langtum betur settir á andlega líkamlega og fjárhagslega en foreldrarnir. Enda af kynslóð þeirra sem veröldin beið, breiddi út faðminn og bauð velkomna

En ég værir að segja ósatt ef ég segði að ég hefði á móti að sitja úti í guðsgrænni náttúrunni í logni og hlýrri golu við Langadalsá; bara ekki um verslunarmannahelgi.

Ég ákvað hins vegar að koma öllu í stand hér heima; vantar bara eins og þrjá fjóra Pólverja af báðum kynjum til að skvera því af sem ég vil að sé gert. Ég á svo askotti erfitt með að fleygja heilum hlutum og safna því að mér hvílíku drasli að ég er að drukkna. Ef ég fengi Pólverja myndi ég bara segja þeim að fleygja því sem þeir vildu og eiga hitt og gefa það sem þeir ekki vildu.

Til að fyrirbyggja allan misskilning þá er ég ekki að tala um Pólverja vegna neins annars en fyrir dugnað þeirra. Á  sjálf tilvonandi mágkonu sem er pólsk og veit hvað ég er að segja.

Jarðskjálftinn var kærkominn að því leyti að ég losnaði við heilmikið af öllu því velmegunardrasli sem ég og aðrir fábjánar höfum verið að spandera aurum okkar í án þess að hafa nokkur not fyrir en höfum keypt vegna þess að allir hinir áttu þannig og töldum ótvírætt að við yrðum enn  hamingjusamari; bara ef við ættum svona og hinsegin.

Eitt ætla ég þó að undanskilja en það er ísskápurinn með ísvélinni; það er eitt mesta þarfaþing sem ég hef eignast því ég hef aldrei drukkið minna kaffi og meira vatn en eftir þau kaup. Ekki það að ísvatn sé ófánalegt án 300 þúsund króna ísskáps, heldur kom meðfædd letin veg fyrir að ég fengi mér ísvatn svona manjúal en ekki sjálfvirkt...

Og hér heima við eldhúsborðið sit ég og get ekki annað á meðan ryksuguskepnan hefur beðið þess frá hádegi að ég dragi út barkann og fylli mig adrenalíni til að geta lokið öllu öðru sem ég þarf til að láta mér líða vel. Og nú bíður hún ekki lengur...sýnist hún hafa fært sig til og sé á leiðinni á sinn stað aftur.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mér sýnist þú bara "VERÐA" að eignast hana "rúmbu", sjálfvirku ryksuguna. Hún er ótrúlega fljót að borga sig upp, og er algerlega og hreinlega yndislegasta heimilistækið sem ég hef fjárfest í fyrir utan ísskápinn með ísvélinni... honum tókst að framkvæma það kraftaverk að fá öll börnin á heimilinu til að drekka stanslaust klakavatn. (sem þau gerðu áður, ótilneydd...)

 auður

auður (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 03:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband