Doktor Begga

Mitt í miklum önnum Hveragerðinga á fimmtudaginn var þar sem hver og einn íbúi var í önnum við að skreyta hús sín og garða fyrir "Blómstandi daga" sem haldnir voru um síðustu helgi og þóttu heppnast vel. En þrátt fyrir allir legðust á eitt og við undirbúning, þá var lítil cavaliertík ekki þar á meðal. Hún var heima og gekk um gólf og másaði inn á milli. Hennar stóri dagur var að renna upp og ekkert nema eðlishvötin sagði henni hvað biði hennar næsta sólahringinn.

Freyja- hvolpar- ágúst 271

 Sylvíu Nótt var slétt sama þó bleikir. rauðir og bláir borðar fylltu alla garða; hennar líðan var ekki með þeim hætti þó að allar líkur væru á að hátíð yrði á hennar heimili innan sólahrings. Þangað til beið hennar að upplifa þá þjáningu og náttúrulegu hamingju sem hver móðir í ríki Guðs finnur svo sterkt til; að koma afkvæmum í heiminn.

Eigandi hennar Alexandra og foreldrar  Þuríður og Arnar hafa um stundarsakir búið í bænum á meðan þau bíða þess að hús þeirra í Tjarnarbyggð  á milli Eyrarbakka og Selfoss rísi . Elsta dóttir þeirra, Alexandra , aðeins fimmtán ára gömul ber hitann og þungan af ummönnun tíkarinnar sem er aðeins tveggja ára síðan í maí. 

Ég hitti þær á göngu um daginn og eins og allir hundaeigendur, einkum þeir sem eru svo lánsamir að eiga cavalier, staldra við og spjalla um hundana sína.

Sjálf var ég með nýædda hvolpa heima en fyrir (þessir tveir hér fyrir neðan með appelsínugulum grunni eru þeirra á meðal ) andvaraleysi og klaufaskap missti ég tvær fallegustu tíkurnar tveggja daga gamlar. Ég var með Freyju mína móðurina á göngu og við spjölluðum um hundana okkar og ég sagðist vera með litla hvolpa heima. Þá kom í ljós Silja hennar átti aðeins þrjár vikur eftir í got; sitt fyrsta got með Skutuls rakka sem nefndur er Gosi en heitir klárlega eitthvað M. eins og bróðir hans Skutuls Marel heitinn, nefndur Máni. Máni minn blessaður á ekki síst þátt í hve fallegt got Gná mín kom með í fyrra, en  Vilja mín og Medúsa Eir eru undan honum; sérlega vel heppnað got. Gosi er sumsé bróðir hans og þeir voru ekki síðri hvolparnir sem urðu til þegar þau blönduðu genum sínum saman fyrir tæpum70 dögum Ljúflings Sylvía Nótt og Gosi.

Freyja- hvolpar- ágúst 242

Ég bauð henni að hafa samband við mig og fá upplýsingar, aðstoð eða góð ráð ef hún þyrfti. Sagði henni að fletta bara upp á síðunni minni og þar gæti hún fundið út hvar mig væri að finna. Hún kannaðist við síðuna og svo kvöddust við.

Á fimmtudagsmorgun hringdi móðir hennar Þuríður í mig og sagði að tíkin væri eitthvað skrýtin og yrði líklega að byrja. Enginn var heima nema sonur hennar ungur og ég spurði hvort hún gæti ekki drifið sig heim og ég myndi þá koma og skoða tíkina.

  .

Klukkustund síðar var ég komin og augljóst að sótt var að hefjast. Útvíkkun var hins þegar sáralítil og ljóst að minnsta kosti 12-16 klukkustundir yrðu í að eitthvað gerðist. Ég mældi hana og hún var í 37.1 n ég vissi bara ekki hvort hún væri á leið niður eða upp aftur.

Síðan kom ég tvisvar eða þrisvar og klukkan tíu um kvöldið átti hún enn góðan tíma í got. Ég bauð henni að hringja hvenær sem væri ef hún héldi að tíkin væri að fara af stað.

Klukkan hálf níu um morguninn eftir hringdi hún og þá var Silja litla orðin mjög óróleg og skalf öll og nötraði.

Freyja- hvolpar- ágúst 276

Doktor Bergljót var fljót út ; nærri því á náttfötunum og um leið og ég skoðaði hana fann ég að hún var tilbúin en fann engan hvolp niður í grind. 15 mín síðar fann ég fyrir honum og Silja vildi út að pissa . Og þar opnaðist fyrir allt og ég bar hana inn og hjálpaði henni að koma þeim fyrsta í heiminn. Myndarlegur rakki með fætur á undan leit dagsins ljós rétt fyrir klukkan 9 þennan morgun og mældist 223 grömm; Reyndist þyngstur og stærstur þeirra þegar yfir lauk.

Síðan gekk allt eins og í sögu þar til lítil tík 162 grömm kom og var greinilega dálítið slöpp. Sylvía Nótt með hvolpana sína sex hver öðrum fallegri

Og reynsla mín af því að missa mínar tvær tíkur kom sér að góðum notum þarna því nú vissi ég nákvæmlega hvað bæri að gera. Hún yrði í gjörgæslu allan sólahringinn enda var hún svo lítil að þótt hún kæmist á spena þá náði hún ekki að sjúga nema ofurlítið ofan í sig og fljótlega ljóst að hún var að byrjuð að þorna upp.

Þá fór doktor Bergljót ljósmóðir heim og náði í læknatöskuna og sprautaði undir húð; skipaði svo fyrir að húnsbóndinn yrði látin  kaupa puppy boost og sendi eftir þurrmjólk heim til mín.

Síðan var dropið upp í hana hvolpamjólk á þriggja tíma fresti og þess á milli sett á spena.

Skipaði svo fyrir með valdsmannslegu yfirbragði og ljósmóðurlegu ívafi að vakað yrði yfir gotinu allan sólahringinn og ekki af því litið.

Foreldrar og dóttir skiptu með sér vöktum og nú er litla dúllan komin yfir 200 grömm. En þeir eru allir ógurlega litlir, tíkin ung og reynslulaus og það þarf að gæta þess vel að hún leggist ekki yfir þá.

Alexandra hugsar alveg óskaplega vel um litlu ungana sína sem hún á með tíkinni sinni og móður hvolpana. Það er hrein unun að sjá hvað hún er natin og umhyggjusöm aðeins 15 ára gömul.

Fyrir mig var þetta einkar ánægjulegt því fátt er skemmtilegra en taka á móti nýju lífi í heiminn; einkum þegar vel gengur. Ég lifði mig inn í þetta af fullum þunga og hélt af og til að ég væri dýralæknir með sérmenntun í fæðingum. Naut mín auðvitað í botn ; aðal sérfræðingurinn og skipaði og stjórnaði vinstri hægri. 

En ég fullyrði að litlu tíkurnar hefðu ekki lifað ef þau hefðu ekki notið reynslu og þekkingar cavalierræktanda; ekki endilega að ég viti eitthvað meira en aðrir, en í þessu tilfelli var ég á staðnum; nýlega búin að ganga í gegnum sára reynslu sem var mér dýrkeypt en lærði svo sannarlega af. Það var þeirra hagur því ekki er víst að ég hefði áttað mig á hve veikburða litla krílið væri nema vegna þess að sjálf hafði ég nýlega rekið mig hastarlega á.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Svona á að læra af mistökunum, láta þau ekki gerast aftur og nú nutu aðrir góðs af,,,,og vita betur sjálf næst.

Fallegar myndir.

Og dugleg stelpa þarna á ferð, ef ég vissi nákvæmlega hvar í Hveragerði þetta væri væri ég viss um að standa mig að verki við að keyra framhjá og reyna að sjá hehe.....en ég er á ferðinni á nóttunni svo það er lítil von til að ég sjái eitthvað og verð að láta mér myndir duga.....þangað til ég kemst í aðstöðu til að fá mér akkúrat svona.........tja eða Huskyinn hehe. en það verður að bíða betri tíma.

takk takk fyrir myndirnar.

Og hamingjuóskir í mest blómstrandi húsið í Hveragerði núna. 

Sverrir Einarsson, 21.8.2008 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband