Ekki fleiri karlkonur - verið konur!

Talandi um karlkonur, þá er ég þeirrar skoðunar að þær einar nái einhverjum frama sem karlgeri sig. Hegði sér eins og karlar, komi fram eins og karlar og taki upp þeirra hegðun. Það þykir mér slæmt, því íslenskt stjórnkerfi þarf einmitt á alvöru konum að halda; konum sem eru það inn að beini.

Ég hef heyrt það utan að mér að ég sé svo mikill antifeministi og lesa megi það í gegnum skrif mín þegar þau mál beri á góma. Ég átti til að skrifa leiðara í DV á sínum tíma, þar sem ég gagnrýndi feminista. Og það er alveg satt; ég er ekki feministi út frá skilgreiningu Feministafélagsins á því fyrirbæri. En ég er jafnréttissinni og kona; alveg inn að beini meira að segja. Hins vegar held ég að einhver misskilji mig og ég veit hvaða færsla mín varð þess valdandi ef hún var lesin með því hugarfari að ég væri karlremba.

Ég áttaði mig á þessu á mínum eftirminnilegu dögum á DV. Það var Mikki sem benti mér á hvar bæri á milli. Hann var að tala um að okkur vantaði fleiri ekta konur á ritstjórnina. Ég taldi upp nokkrar konur spurði hvað við hefðum að gera með fleiri. Jú, hann þurfti ekki karkonur, hann vildi konur með það í farteskinu sem greindi að konur og karla. Það sem þær hefðu fram yfir karla, kvenlega hugsun og aðra nálgun á málin. Hann vildi meina að konur sem leyfðu sér að vera það og nýttu sér til framdráttar í starfi, þroska sinn sem þær höfðu; einmittt fyrir þær sakir að vera konur, væru allra bestu blaðamenn sem völ væri á. Taldi sig meira að segja hafa eina slíka á ritstjórninni. 

Mikki var ekki að tala um starfkraft til að skrifa um bakstur og bleiuþvott. Hann var að tala um konu í harða blaðamennsku. Hann hafði áttað sig á hvað konur höfðu fram yfir karla við að nálgast erfið mál. "Það er hægt að fá nóg að kröftugum karlkonum með metnað, en þær hef ég ekkert að gera við, get alveg eins ráðið einhvern karlmann. Ég vil alvöru konu," sagði hann blessaður.

Og við fórum í huganum yfir blaðakonur, stjórnmálakonur og aðrar konur sem náð höfðu langt; Þegar að var gáð voru þær flestar svona karlkonur. Og það hafði fleytt þeim þangað sem þær voru; því miður. Mér finnst það aumt og sé ekki tilgang í að konur karlgeri sig til að ná sínu fram. Þannig fjölgar bara "körlunum" á kostnað kvenna.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Skilgreining Femínistafélagsins á femínista er að það sé kona eða karl sem telur að jafnrétti kynjanna hafi ekki verið náð og vill vinna jafnrétti. Ég furða mig alltaf á því að hugsandi upplýstar manneskjur taki ekki undir þessa skilgreiningu. Reyndar get ég ekki séð annað en þessi pistill hjá þér sé afar femíniskur.

 Annars varðandi þær konur sem komast til áhrifa þá er það pottþétt að einn þáttur í því að þær komast áfram en ekki einhverjir aðrar  er að þær ögra síður og styggja þá sem styðja þær til valda. Einn liður í því er að tala eins og karlmaður ef konur væru að brjótast áfram á sviði þar sem karlmenn hafa haft öll völd.  

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 3.12.2006 kl. 00:19

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

ég er ekki feministi út frá skilgreiningu Feministafélagsins á því fyrirbæri. En ég er jafnréttissinni og karlmaður

Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.12.2006 kl. 01:46

3 identicon

Feministar eða ekki feministar; getur Salvör skilið á milli jafnréttissinna og feminista - hver er meginmunurinn? Í mínum huga er feminismi kvennfrelsi - bara kvennfrelsi. Jafnrétti er báðaum kynum til handa. Veröldin er ekki bara svört og hvít eins og feministar presentera baráttumál sitt. 

Ragga (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 21:00

4 identicon

Feministar eða ekki feministar; getur Salvör skilið á milli jafnréttissinna og feminista - hver er meginmunurinn? Í mínum huga er feminismi kvennfrelsi - bara kvennfrelsi. Jafnrétti er báðaum kynum til handa. Veröldin er ekki bara svört og hvít eins og feministar presentera baráttumál sitt. 

Ragga (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 21:01

5 Smámynd: halkatla

sammála salvöru hér að ofan. Það er aumingjaskapur að hlaupast alltaf undan því að vera bendlaður við femínisma og þykjast síðan vera jafnréttissinni...

rosalega eigið þið mikki "gáfulegar" samræður í vinnunni, þykist allavega vera það... 

halkatla, 5.12.2006 kl. 13:55

6 identicon

Sæl, ágætar pælingar, en það vantar lykilatriðið hjá þér: hvernig skilgreinir þú karlkonu og kvenkonu? hvað er það nákvæmlega sem gerir konu að karlkonu? en kvenkonu? kvenleg nálgun er ansi loðið fyrirbæri ...

Anna (IP-tala skráð) 6.12.2006 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband