Að ávinna sér trúverðugleika með gjörðum sínum og athöfnum

Ég held að það hafi ekki farið a mili mála í fyrri færslu um Byrgisstúlkuna og meinta ást hennar á forstöðumanninum, að skýrt var tekið fram að ást hennar á manninum hafi akkúrat ekkert með framkomu hans í hennar garð að gera Fjarri lagi var að ég tæki upp hanskann fyrir hann eða réttlætti gjörðir Guðmundar í Byrginu fyrir að notfæra sér ástand stúlkunar. 

Ég fordæmi misnotkun á stúlkunni í hvaða ástandi sem hún var í og mér finnst það fyrir neðan allar hellur að yfirmenn á meðferðarstöðvum skuli svo mikið sem voga sér að mynda náið samband við skjólstæðinga sína. 

En hinu getum við heldur ekki horft fram hjá að trúverðuleiki stúlkunnar er ekki sá sami og ætla mætti væri hún edrú og hefði ekki sjálf beitt ofbeldi um það leyti sem hún sagði sögu sína í fjölmiðlum og kom fram sem fórnarlamb. Það er staðreynd hvort sem mönnum líkar betur eða verr að stúlkan er í bullandi neyslu og hefur verið það lengi; Það rýrir trúverðugleika hennar og við því er ekkert að gera annða en taka orðum þeirra senm þannnig er ástt fyrir, með fyrirvara.

En að það réttlæti meinta misnotkun Guðmundar á Ólöfu eða öðrum stúlkum, er af og frá. Hnykki á þessu hér vegna þeirra athugasemda sem ég hef fengið um fyrri pistil.


Byrgisstúlkan, Ólöf í tómu tjóni -kviknaði í íbúð hennar í morgun

Byrgisstúlkan, Ólöf sem fyrst var til að kæra Guðmund í Byrginu og hvað oftast hefur komið fram í fjölmiðlum og sagt sögu sína er greinilega ekki öll þar sem hún er séð eins og fjallað hefur verið um í blöðum. Auk þess mun móðir hennar hafa komið fram og sagt sannleikan um ástand hennar.

En ekki er allt búið enn því í morgun kviknaði í íbúð hennar við Fannarfell og voru tveir fluttir á sjúkrahús. Sjálf mun Ólöf hafa sloppið en tveir karlmenn sem voru í búð hennar voru fluttir á bráðamótöku.

Maður spyr sig í ljósi ástands stúlkunar, hvað er satt og hvað ekki. Ég hef það eftir heimildum sem ekki er ástæða til að rengja að hún hafi verið yfir sig ástfangin af Guðmundi og ákveðið að hefna sín á honum þegar hann hafnaði henni. Þau voru búin að vera í ástarsambandi í langan tíma. Já, köld eru kvennaráð. Það breytir þó engu að ábyrgðin er Guðmundar og fjarri lagi að hann geti réttlæt gjörðir sínar þrátt fyrir að stúlkna hafi lagt ást á hann. Það þarf víst tvo til.


Hafliði hefur svar við öllu

Einhverntíma í byrjun mánaðarins skrifaði ég pistil um vexti í Glitnisbanka í Noregi og kallaði eftir skýringum hjá vinu mínum Hafliða fjármálaspekúlant Fréttablaðsins.

Líklega les Hafliði ekki bloggið mitt enda fátt um fína drætt hér undanfarnar vikur. En einhvern pata hefur hann haft af þessum skrifum mínum því hann svaraði mér inn á gestabókinni þar sem of seint  var að kommenta. En hér er svar Hafliða:

Sæl Begga sá ekki bloggið um vextina og ákallið til mín fyrr en heimild til athugasemda var útrunnin. Stærsta ástæðan fyrir þessum mun á vöxtum heitir íslenska krónan. Grunnvextir hennar eru mun hærri en á þeirri norsku. Til skamms tima miklu hærri og til lengri tíma þá treysta menn ekki myntinni betur en svo að hún ber álag, þrátt fyrir verðtrygginguna. Annars er ekkert sem bannar manni að taka óverðtryggt lán í norskum krónum og þá fær maður svipaða vexti og norðmenn, en tekur á sig gengisáhættu, af því að maður er með launin sín í íslenskum krónum sem gætu tekið upp á því að rýrna. kveðja Hafliði

Því er spurningin; hvort er meiri áhætta að taka lán í norskum krónum með 3.75% vöxtum, engri verðtryggingu en hættu á að íslenska krónan lækki. Eða lán hér með 5% vöxtum, verðtryggingu og engri vissu fyrir að launin mín hækki til jafns við verðbólguna?

Ekki get ég ímyndað mér að gengismunurinn verði nokkru sinni eins dýr og hinn kosturinn. Og svo hlýtur að vera hægt að breyta láninu í íslenskar krónur ef maður sér allt stefna í voða.

Hafliða þakka ég fyrir að svara mér en ég sakna þess að hafa hann ekki nærri mér. Sú var tíðin að ég þurfti ekki annaði annað en snúa hausnum til hægri ef mig vantaði svör við hinum ýmsu spurningum, hvort sem þær vörðuðu heimilisbókhaldið eða þýðingu á orði og allt þar á milli. Hafliði hafði alltaf svar á reiðum höndum.


Breiðavík um Breiðuvík frá Breiðuvík til Breiðuvíkur

Illa var mér á í messunni í færslunni hér á undan þegar ég í hroka mínum fávisku og hugsunarskekkju fór að vanda um fyrir mönnum og þóttist vita betur en aðrir. Já, svona getur maður talið sig meiri mann en annan. Mín er skömmin og niðurlægingin og bið ég lesendur síðunar forláts á rangfærslum mínum og kjánaskap.

Auðvitað heitir umræddur staður Breiðavík og það er engin afsökun fyrir þeirri heimsku minni að átta mig ekki á að oftar en ekki er rætt um staðinn í þolfalli og þágufalli. Ég þykist vera þokkalega að mér í íslensku en fell marflöt á eigin bragði. Breiðavík er nafnið en við tölum um Breiðuvík og það sem gerðist í Breiðuvík. Punktur og ekki orð um það meira. Mín er skömmin og gengst ég fúslega við þeirri hugsunarskekkju minni og hroka að þykjast vita netur.

 


Breiðavík - Breiðuvík - sumir sluppu fyrir horn og urðu nýtir þjóðfélagþegnar

Fjölmiðlamenn sem fjalla um Breiðuvíkurmálið virðast ekki vera með það á hreinu hvað staðurinn heitir því ekki ósjaldan tala sumir þeirra um Breiðavík. Það er náttúrulega lágmarkskrafa að þeir sem um þetta mál fjalla nefni staðinn sínu rétta nafni. Breiðuvík heitir staðurinn og vísar til víkurinnar sem hann stendur við.

Annað sem fram hefur komið og byggir á nokkrum rangfærslum er að allir þeir drengir sem vistaðir voru vestra, hafi komi frá brotnum heimilum og verið vandræðagemlingar sem áttu enga von um að verða að mætum mönnum þar sem þeir hafi þegar hafi komist í kast við lögin og ekki hafi legið annað fyrir en þeir væru á hraðri leið inn á glæpabrautina.

Það er bara alls ekki rétt. Í Breiðuvík voru einnig sendir drengir frá fínustu heimilum sem áttu ekki að baki glæpaferil, heldur fyrirferðamiklir ungir drengir sem lutu illa aga. Af umfjöllun má einnig ráða að undantekningarlaust hafi drengirnir farið beina leið inn á glæpabrautina eftir dvölina vestra.

Mér er málið kunnugt og veit að það var alls ekki í öllum tilfellum þannig, eins og Hallgrímur Sveinsson fyrrverandi forstöðumaður á Breiðuvík staðhæfði í Kastljósþætti í gær.

Það vill nefnilega þannig til að bróðir minn er einn þessara drengja en hann ólst upp við mjög gott atlæti og reglufestu hjá ömmu minni og afa sem veittu honum mikla ástúð og umhyggju. Þau máttu ekki vamm sitt vita. En þau dekruðu hann hins vegar meira en góðu hófu gegndi og því var stráksi baldinn krakki. Þau óttuðust því að hann stefndi í mikinn vanda og þegar þau urðu þess áskynja að guttinn var farin að fikta við reykingar ellefu ára gamall og hnupla úr sjoppu, þá leituðu þau ráða og fóru með hann til sálfræðings. Það var Andri Ísaksson sem þau ræddu við og niðurstaða hans varð sú að hann taldi að drengurinn hefði gott af því að fara vestur til dvalar. Hans mat var að þaðan kæmi hann betri maður og fengi þann aga sem hann á þyrfti að halda til að verða að manni.

Blessuð gömlu hjónin treystu sérfræðingnum og bróðir minn var á Breiðuvík í tvö ár. Þegar hann kom til baka trúði enginn sögum hans af því helvíti sem hann upplifði þar. Það var ekki fyrr en bróðir minn var orðin fullorðinn maður að ömmu varð ljóst að hann færi ekki með neina skreytni og trúði honum. Síðan leið blessuð gamla konan fyrir að hafa sent hann á þennan hryllilega stað það sem hún átti ólifað.

Söguna sagði bróðir minn mér fyrir nokkrum árum, en við sátum saman í þrjár klukkustundir á meðan hann opnaði sig fyrir mér. Ég gleymi aldrei hve mér leið illa eftir þá frásögn. Og ekki aðeins þá, heldur lengi á eftir ef ég hugsaði til þess hvað hann mátti upplifa.

Það var því ekki aðeins Þóra í Kastljósinu sem hefur verið að vinna í þessu máli þegar DV opnaði það. Fleiri hafa verið með þetta mál í gangi. Ég hef til að mynda unnið talsvert lengi að því að afla mér gagna varðandi Breiðuvíkurmálið til að fjalla um það. DV reið hins vegar á vaðið og opnaði þetta mál. Mér fannst hins vegar umfjöllun blaðsins hvorki fugl né fiskur og við lesturinn vöknuðu fleiri spurningar en svör fengust við, við þá umfjöllun. Tek þó fram að ég er alls ekki að gagnrýna Val, minn fyrri vinnufélaga fyrir það.

Ég held því að þeir fjölmiðlamenn sem unnið hafa mánuðum saman að þessu máli hafi ætlað sér að vanda til verka, en svona er lífið. Fyrstur kemur fyrstur fær. Kastljósumfjöllunin hefur verið mjög góð og ég fagna því að að þeir sem þar starfa skuli hafa tekið málið upp og fylgt því eftir eins og raun ber vitni.  

Um bóður minn er það að segja að hann var lánsamur; lagðist ekki út í afbrot og glæpi og hefur staðið sig afskaplega vel í lífinu. Það er ekki annað hægt en vera stoltur af honum fyir að hafa komist áfallalaust út úr þessum hörmungum sem hefðu getað lagt líf hans í rúst. En það leynist eigi að síður ekki okkur sem þekkjum hann best að dvölin á Breiðuvík hefur haft varanleg áhrif á sálarlíf hans.


SME gerir hreint og mokar restinni af gamla "DV hyskinu" út

Sú forvitna hleraði fyrir helgi að sme hafi sópað rækilega úr öllum hornum og loftað út þefinn sem hann þoldi ekki af gamla DV. Því "hyski" sem hann neyddist til að ráða þegar hann settist við stjórn á hans metnaðarfulla og pena DV. Sagan segir að gamli DV fnykurinn hafi bara alls ekki þótt nógu fínn og  þefurinn illa blandast þeim ferska og ljúfa ilm sem ritstjórinn, metnaðarfulli vildi að hið endurreista DV lyktaði af.

Heimildir forvitnu blaðakonunnar herma að nær allir hafi kosið að hætta þegar Sigurjón tók við, en örfáir af gamla DV létu reyna á starf á endurreistu DV með nýja ritsjóranum. Þrátt fyrir að þeir sem nú hafa fengið reisupassann frá Hjálmari Blöndal og ritsjóranum sjálfum hafi reynt að aðlaga sig breyttum áherslum á afskaplega viðringarverðu og vönduðu blaði ritsjórans, mun það ekki hafa tekist. 

Eftirhreturnar frá DV undir stjórn Mikaels og Jónasar og undir það síðasta Óskars Hrafns og Freys gátu ekki losað sig við það viðhorf að þeim bæri að skrifa fyrir lesendur en ekki ritstjórann metnaðarfulla sem ekki gat hugsað sér að viðringarverða blaðið hans minnti á DV, það skelfilega sorablað á nokkurn hátt, ekki einu sinni að það yrði keypt af lesendum.

Heimidarmenn forvitnu blaðakonunnar telja að þessir fyrrum "sorpblaðamenn" hafi bara alls ekki getað vanið sig af því að skrifa það sem þeir höfðu lært af fyrri ritstjórum, sum sé að lesendur hefðu gaman af að lesa það sem þeir skrifðu og allt sem minnti á fyrri blað gat metnaðarfulli ristjórinn sme alls ekki sætt sig við að birtist í hans vandaða blaði.

Hættan á að inn á síður þess slæddust fréttir af fólki, jafnvel frægu fólki var fyrir hendi. Hans blað átti ekki að vera sorpblað og nýja DV mátti ekki undir neinum kringumstæðum verða skemmtilegt, heldur ætti að taka það alvarlega en allra síst að skemmta lesendum með ómerkilegum fréttum um ferðir þeirra frægu, búsetu, giftingar og skilnaði þeirra. Nei stefnan væri að gera vandaðan fjölmiðil sem lesin væri af örfáum og einkum og sér í lagi meðvituðu fólki. Þeir meðvituðu kæri sig bara alls um að lesa skemmtileg blöð.

Auk þess upplýstu heimildarmenn þeirrar forvitnu að þessir örfáu fyrrum blaðamenn á því skelfilega blaði sem var, væru vanir skemmtilegum móral þar sem skoðunarskipti manna á milli væru sjálfsögð og allir væru jafnmikilvægir. Þau urðu þess fljótt áskynja að þar var aðeins einn sem réði. Skipstjórinn á skútunni, sjálfur sme. Það veit enda enginn betur en ritstjórinn sjálfur að það er aðeins pláss fyrir einn skipstjóra á hverju skipi enda þekkti hann það af eigin reynslu. 

Það gátu náttúulega fyrrum blaðamenn á sorpblaði ekki lært. Annað var því ekki í stöðunni en sópa "sorablaðmönnunum" út enda hætta á að aðrir drægju dám af viðhorfum þeirra og hættu að hlægja, tala, þegja eða skrifa þegar skipstjórinn mætti niður á dekk til að fylgjast með hvort ekki væri verið að skrifa í takt við fyrirmæli stjórnas. Og svo má ekki gleyma að það þurfti að losa nokkur pláss fyrir eitt afkvæmið enn. Ekki það, að stúlkan sú er afbragðsmanneskja og fínn fréttamaður, föður sínum til sóma og vel skiljanlegt að hann hafi ekki hætt fyrr en hún fékkst um borð í skútana.


Barnaníðingar sjúkir fíklar eða skepnur haldnir hreinni mannvonsku!

Ég held að það sé engin spurning að barnaníðingar eru meira en lítið sjúkir menn. Í það minnsta hefur reynslan kennt mér að þeir sem leggjast á börn og svívirða þau eru margir hverjir mætustu menn, jafnvel virtir af samborgurum sínum, ljúfir og indælir menn í alla staði. Þannig hafa sumir þeirra að minnsta kosti reynst á meðan enginn veit neitt og áður en upp um þá hefur komist.

Ég man að minnsta kosti eftir tveimur góðborgurum sem dæmdir hafa verið fyir að misnota dætur sínar sem voru hvers manns hugljúfar. Þegar athhæfi þeirra vitnaðist, þá kom það öllum sem þá þekktu eða störfuðu með þeim, gjörsamlega í opna skjöldu. Annar þessara manna minnir mig að sé látinn en hinum er ekki vært landinu og býr utanlands.

Þess vegna hef ég oft spurt mig hvað fær ljúfustu menn til að fremja slíkt voðaverk að misnota börn kynferðislega. Í hugum manna eru fáir glæpir eins skelfilegir og dómar samfélagsins eru harðir. Og þá er spurningin hvort það er sjúkdómur eða fíkn að girnast börn. Starfs míns vegna hef ég rætt við barnaníðing sem augljóslega leið afskaplega illa þegar hann talaði um glæp sinn. Sektarkennd hans leyndi sér ekki, en þó held ég að skömm hans hafi kvalið hann einna mest. Ég hef líka talað við sérfræðinga sem fullyrða að barnaníðingar séu sjúkir og það sé hægt að lækna þá.

Ef það er sjúkdómur að girnast börn, er dómur samfélagsins þá ekki of harður. Er okkur ekki innrætt að vera góð við þá sen eru veikir? Alkahólismi er viðurkenndur sjúkdómur og undir áhrifum gera menn ýmislegt sem myndi ekki svo mikið sem hvarfla að mönnum að gera annars?

Það þarf enginn að velkjast í vafa um að ég hef megnustu óbeit á þeim skelfilega verknaði að níðast á börnum og það skyldi enginn misskilja mig svo að ég sé að mæla níðingshættinum bót. Þvert á mót. Á hinn bóginn held ég að við þurfum að spyrja okkur spurninga en ekki láta viðbjóðinn og hatrið villa okkur sýn.

Ég hef reynt að setja mig í spor barnaníðinga og gert tilraun til að horfa á hlutina með þeirrra augum. Ég til að mynda tel mig kynferðislega heilbrigða. Hvatir mínar beinast að fullorðnum karlmönnum. En hvað ef ég girntist unga drengi? Ég gæti sumsé ekki fullnægt kynhvöt minni örðuvísi. Ég gæti ekki hugsað um annað því kynhvötin, ekki satt, er ein frumhvata mannsins. Hve lengi gæti ég haldið aftur af mér, ég tala nú ekki um ef ég væri kynlífsfíkill í ofanálag.

Mér finnst þetta ekki abúsrt dæmi en það er kannski einfaldara að skilja þetta með því að hugsa sér kynferðislega heilbrigðan karlmann með mikla kynorku. Hann kaupir Husler, dánlódar myndum af netinu og hann dreymir um að ein þeirra sé komin í fang hans. Reyndar þarf hann ekki að láta sig dreyma. Hann fer einfaldelga út á lífið og finnur sér konu við hæfi, fer með henni heim og sefur hjá henni. Enda ekkert við það að athuga.

En hvað brýst um í kolli barnaníðingsins; hvað sér hann fyrir sér. Já og hverjir eru hans möguleikar til að fá brengluðum og sjúkum hvötum sínum eða fíkn fullnægt. Hann fer í það minnsta ekki á næsta skemmtistað eins og sá kynferðislega heilbrigði. Nei, annaðhvort engist hann af löngun til að fá kynhvöt sinni fullnægt; já gáið að því, hann fær þeim ekki fullnægt á það sem við köllum eðlilegan hátt. Eða hann stenst ekki löngunina; kynhvöt hans tekur af honum öll völd og físnum sínum fær hann eullgnægt nema að brjota af sér.

Ég velti þessu aðeins hér upp til umhugsunar. Ég trúi að okkur sé öllum holt að skoða þessa hluti frá fleiri sjónarhornum en okkar eigin. Jafnvel setja okkur í spor þessarra manna. Þetta er ekki eins einfalt og það sýnist. Ég hef enga trú á að nokkur maður kjósi að vera perri. Þvert á móti vilja allir vera heilbrigðir, stunda það sem kallast eðlilegt og gott kynlíf, vera lausir við óeðlilegar kenndir sem fær menn til að brjóta af sér, hljóta fordæmingu samfélagsins, missa jafnvel fjölskyldu sína og börn. Standa uppi einir og yfirgefnir fyrirlitnir og fordæmdui; meira að segja af eigin meðföngum.

Það fær mig enginn til að trúa að þetta sé val nokkurs manns. Hvað liggur þarna að baki og hvað er til ráða? Þrátt fyrir að allir rétthugsandi menn fyllist viðbjóði, réttlátri reiði og fordæmi gjörðir þessara manna, er það til lítils. Hatur og hefndarþorsti er engum til góðs, hvorki okkur hinum né fórnarlömbunum. Krafa um að lengja dómana, loka þessa menn inni, lengi lengi en ekki lausn.

En hvað svo þegar þeim er sleppt: Dettur einhverjum í hug að þeir hætti að vera perrar og muni aldrei níðast á börnum framar, bara ef þeir fá fimm ára dóm í stað tveggja. Ó nei, á meðan ekkert er að gert og litið á baraníðinga með sínar afbrigðilegu hvatir, rétt eins og ofbelsifulla afbotamenn sem brjótast inn með kúbeini eða lemja menn og annan, ganga þeir enn brotnari út og bíða fyrsta færis sem þeim gefst til að fremja brot sín. Eru þeir skepnur inn að beini eða eru þeir sjúkir fíklar? Ættu þeir þá ekki rétt á læknisþjónustu eins og aðrir sjúklingar eða meðferð eins og fíklar?

Byrjum á réttum enda; á mönnunum sjálfum. Ef hægt er að halda niðri meintum sjúkdómi, fíkn eða hvað það kanna að vera sem þeir eru haldnir, er von til þess að þeir haldi ekki áfram fyrri iðju. Þeir þurfa líka eftirfylgni, þeir eru rót vandans. Lengri dómar bæta ekkert. Það er engra hagur að loka þessa menn inn í fangelsum ár eftir ár þar sem þeir verða fyrir aðkasti og einelti og líf þeirra gert að kláru helvíti. Og gleymum ekki að flestir þessara manna, hafa sjálfir verið misnotaðir á unga aldri.

Í mínum huga er þetta ekki spurning. Umleið og ég gæti drepið þann barnaperra sem níddist á mínum börnum eða barnabörnum, finn ég ekki síður til með þeim. Út úr fangelsum á Íslandi koma fæstir betri menn að lokinni afplánun, enda sáralítið gert til að betrumbæta menn inn á þeim stofnunum. Flestir koma reyndar forhertari eftir gott nám í glæpamennsku og fína skólun þeirra reyndari.

Barnaníðingarnir fá enga slíka skólun, þeir eru lægstir af öllum lágum í fangelsinu. Jú, þeir frömdu hryllilegan glæp gagnvart ungum börnum sem aldrei ná sér til fulls. Þeir afplána og mega þola hræðilegt einelti og fyrirlitningu samfanga sinna. Sjúkir menn sem ég þori að fullyrða að hafa liðið alla æfina fyrir að bera þær kenndir í brjósti að girnast ungar stúlkur. Ég veit að margir hafa spurt sig milljón sinnum; hví er ég ekki eins og aðrir og girnist fullvaxta konur?

Þeir fá sáralitla lækningu eða meðferð. Kerfið okkar býður ekki upp á það. Þeir koma út jafn sjúkir eða jafnvel sjúkari eftir margra ára vist. Niðurlægðir með enn brotnari sjálfsmynd. Fíknin í börn ágerist ef eitthvað er, eða hvað skyldi þeirra sjúki hugur hugsa stöðugt um í fangelsinu Er hægt að ætlast til að fíkill hætti bara að vera fíkill og sjúklingur sjúklingur við það eitt að vera lokaður inni tímabundið?

Til að fyrirbyggja allan misskilning, þá byggjast skoðanir mínar ekki á vanþekkingu þa þessum málum. Af eigin raun þekki ég til enda sjálf fórnarlamb kynferisofbeldis í barnæsku. Ég hef þess vegna forsendu til velta þessu fyrir mér og ég hef ekki nokkra ástæðu til að mæla barnaníðingum bót. En múgsefjun, fordæming, heift og hatur í garð þessrra manna, hefur ekkert bætt. Þurfum við ekki að breyta áherslunum og uppræta þörfina með því stinga niður að rótinni. Á meðan við hödlum áfram að vinna gegn barnaniðingum á þann hátt sem við höfum gertt, fjölgar bórnarlömbunum. Maður kemur í manns stað og áfram rúllar boltinn. Lítum okkur nær og skoðum þessi mál frá öllum hliðum.


mbl.is Hæstiréttur styttir dóm yfir kynferðisglæpamanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glitnir í Noregi lánar þarlendum til íbúðakaupa með 3.75% vöxtum -óverðtryggt

Ég viðraði í pistli í í síðustu viku gígatískan gróða bankanna. Það má koma með ýmsar skyringar á gróðanum, gengismunur hlutabréfakaup - og sölu og guð má vita hvað. En það þarf ekkert að segja mér að þeir hagnist ekki svo um munar á okkur þrælunum sem neydd erum til að skipta við þá.

Lánin sem okkur er gert að taka erumeð 4.5-5% vöxtum og  hvert sinn sem greitt er af því hækkar það. Öngvar fréttir það; við þekkjum það öll sem erum með húsnæðislán hjá okurbönkunum sem eru svo vinsamlegir að lána okkur peninga svo við getum eignast þak yfir göfuðið; sem við reyndar eigum ekkert í þegar upp er staðið; höldum það bara.

Því spyr ég; get ég flogið út til Noregs, talað við bankastjóra í Glitni - Norge og óskað eftir sömu kjörum og þeir bjóða þar. 3.75% óverðtryggt, til að kaupa íbúð hérna heima? "Gjörið þið svo vel, hér er ég með veðbókarvottorð íbúðar á Kvisthaga sem metin er á 30. milljónir, mig vantar 2.7. millj. ísl á sömu kjörum og Norðmenn fá hjá ykkur."

Hvað ætti að vera því til fyrirstöðu? Ef þeir geta lánað Norðmönnum 90% lán með veði í þeirra eignum og þessum kjörum, hví ættu þeir ekki að geta lánað okkur hér líka með veði í íbúðum á Íslandi? Auðvitað borga ég af láninu mínu í norskum krónum! Ekki spurning að þrátt fyrir að gegnið hækki verulega og íslenska krónan lækki get eg ekki tapað á því; þvert á móti grætt, því það þarf að vera meira en lítil hækkun á norsku krónunni til að þetta borgi sig ekki þegar til lengri tíma er litið.

Hví eru bankarnir svona tregir til? Getur verið að gróðinn verði ekki eins svakalega mikill eða hver er raunveruleg ástæða? Við vitum að bankarnir fá þessa peninga sem þeir lána okkur á spottprís. Því hærri upphæðir sem lánuð eru sauðsvörtum almúganum hér heima, þvi meiri vaxtamunur og þar af leiðandi hærri upphæðir og meiri gróði

Þið sérfræðingar, endilega skýrið þetta; er þetta hægt, eða er þetta ekki hægt? Er ástæðan kannski sú að bankarnir hér vilji blóðmjólka okkur; þeir hljóta að missa spón úr sínum aski ef húskaupendur færu í stórum stíl utan til að taka þar hagstæð lán, því ekki tökum við okurlánin þeirra hérna heima á meðan.

Á einver viðhlýtandi skýrngu á hvers vegna þetta er ekki bara einfalt mál að hringja út eða hreinlega fara, nú eða jafnvel tala við Glitnisbankann minn hér og óska eftir svona láni? Það ætti ekki að vera flókið. Hvað með samkeppni á milli þessa banka okkar; á virkilega ekki að fara oní þessi mál, eða eigum við endalaust að láta taka okkur ósmurt í ......ð.? 

Hafliði minn, lestu þetta nú endilega og segðu mér hvað ætti að vera til fyrirstöðu!

Sló á það í huganum að 30. miiljón króna lán með 5% vöxtumí 40 ár gerir í kringum 130. þús meðal greiðslubyrði á mán. og þá á efir að bæta við verðbólgunni. Tæki ég sama lán hjá Glitni í Noregi yrði afborgun á mán vel innan við 90. þús á mán og lánið myndi lækka við fyrstu við fyrstu afborgun. Já og halda áfram að lækka í hvert sinn sem ég greiddi af láninu.  


Gaman væri að þurrka smælið af smettinu af Dönum núna og hirða af þeim Tívolíið!

Þeir mega þakka fyrir það Danirnir að við hirðum ekki af þeim Tívolíið þeirra rétt eins eins og Magasin de Nord og aðrar eignir sem okkar menn hafa keypt og Dönum síður svo sárt; fyrir rétt verð auðvitað. Ætli brosið af smettinu á þeim myndi ekki stirna og verða að grettu; svina eins og hendi væri veifað. Hvað það væri mátulegt á þá bévans montrassana. Það er engin spurning að ég væri snögg að fara af stað ef ég ætti brota brot af öllum aurunum þeirra, Björgólfs, Jóns Ásgeirs eða allra þeirra auðmanna sem hafa svona í og með verið að stríða danskinum og kaupa af þeim þjóðarstoltin þeirra hvert á eftir öðru. Ég hef náttúrulega ekkert við Tívólíið þeirra að gera og langar ekki einu sinni til að eiga það en það væri aðeins fyrir ánægjuna að svekkja þá.

Ég viðurkenni að það fór ógurlega fór í taugarnar á mér að tapa fyrir þeim; það munaði svo litlu að við að við ynnum og kæmust í undanúrslit; yrðum ein af fjórum bestu þjóðum heims í handbolta.  Eða hefðum jafnvel staðið á verðlaunapalli um næstu helgi.

Langt er síðan íslenskt landslið hefur leikið eins vel og þetta lið sem hefur það fram yfir fyrri landslið að botninn dettur ekki svo auðveldlega úr leik þess þegar minnst varir heldur býr liðið yfir þeim styrk að geta unnið upp markamun og hampað sigri í lokinn. Ekki eins og svo oft áður þegar íslensk landslið rokka upp og niður. Gátu að vísu sigrað sterkustu lið á góðum dögum áttu svo til að tapa fyrir miðlungs - og veikum liðum á slæmum dögum. Í jafnvæginu og liðsandanum felst styrkur landsliðsins okkar nú.

Haft er fyrir satt að hrokagikkirnir Danir hafi víst stokkið hæð sína af gleði þegar ljóst var að þeir myndu mæta okkur í fyrsta leiknum í átta liða úrslitunum. Töldu okkur auðvelda bráð. Einmitt fyrir þær sakir hefði verið svo ljúft og skemmtilegt að sigra í þessum leik. Ekki að mér sé illa við Dani, fjarri lagi. Þeir gera góðar bíómyndir og frábæra framhaldsmyndir fyrir sjónvarp. Svo er maturinn þeirra góður og Kaupmannahöfn er ein mín uppáhalds borg. Svo sjarmerandi og vinaleg.

En hroki þeirra í okkar garð fer illilega í taugarnar á mér. Að þeir skuli voga sér að gera lítið úr okkur og hlægja upp í opið geðið á okkur. Plástur á sárin er að þeir fengu sannarlega að finna fyrir því í leiknum og máttu þakka fyrir að vinna. Leikurinn hefði svo sannarlega getað farið á anna veg. Það var ekki þeim að þakka hvernig fór, heldur hrein og klár heppni. Engin furða að maður sé pirraður og ég er víst ekki ein um það eftir þennan leik. En líklega er Tívolíið þeirra ekki arðbær fjárfesting og ekki um það að ræða að Jón Ásgeir, Björgólfur, Pálmi í Feng eða allir hinir margmillarnir hafi minnsta áhuga á að eiga Tívolíið þeirra.

Líklega er sterkari leikur að byggja upp þetta efnilega landslið okkar og vinna að því að koma því á toppinn í heiminum. Já, þannig að það verði á heimsmælikvarða að fjórum árum liðnum. Og það ættum við að geta. Hvað munar Kaupþing banka eða hvað hann heitir núna um að skella liðinu öllu á launaskrá næstu fjögur árin? Þeir aurar væru eins og dropi í hafið og myndi muna þá svo litlu að þeir tækju ekki einu sinni eftir því. Kostnaðurinn yrði varla meiri en brotabrot af öllu því fé sem eytt hefur verið í óskiljanlega nafnabreytingu. Auk þess myndu þeir ná þeim smáaurum margfalt til baka með auglýsingum í tengslum við landsliðið. Svo ekki sé talað um þá velvild og bættu ímynd sem þeir myndu ávinna sér meðal landsmanna. Ekki veitti þeim af enda hugsa landsmenn varla fallega til bankanna eftir nýjustu fregnir af öllum gróðanum sem meðal annars er hýrudregin er af laununum okkar sem þeir "varðveita" fyrir okkur sem þurfum á þjónustu þeirra að halda.

Nú er lag einmitt þegar landsliðið hefur unnið til þeirra feikilegu vinsælda meðal þjóðarinnar, og raun ver vitni. Forráðamenn Kaupþings banka eða einhverra hinna bankanna sem græða yfir hundrað milljónir á degi hverjum ( eða var það samanlagt? ) ættu að sýna manndóm í sér og laga aðeins ímynd sína gagnvart okkur vaxtaþrælunum þeirra. Mér myndi að minnsta kosti ekki þykja eins ægilega sárt að borga yfirdráttarvextina mína og öll hin gjöldin sem þeir leggja á mig ef þeir sýndu þann manndóm í sér í stað þess að bjóða í galaveislur og útbrunna skallapoppara til að skemmta eina kvöldstund.


Geggjaðar tíkur draga dám af eiganda sínum

Mæðgur gefa samanHún kom vel við vondan auglýsingin frá SAFT sem sýnd hefur verið í sjónvarpi undanfarna daga. Þessi um drenginn sem kallaði vin sinn fávita og lenti illa í því. Ég þekki það af eigin raun að hafa skrifað tóma tjöru inn á þessa síðu og fengið vondan sting í magann í hvert sinn sem ég hef hugsað til orða minna.

Skrýtið; ég er ekki óvön að skrifa pistla í þau blöð sem ég hef starfað við og man sjaldan eftir að hafa fengið verulega bakþanka. Stundum dálítinn bjánahroll þegar blaðið er komið út og ég les yfir skrif mín, en aldrei hefur neitt valdið mér slíku hugarangri í marga daga eins og skrif mín hér á þessari síðu hafa stundum gert. Jú, jú, ég veit, ég gæti hæglega þurrkað út bullið eftir mig en ég hef frekar kosið að stinga hausnum í sandinn og láta sem ég viti ekki af skömm minni með því að opna alls ekki síðuna.

Þannig hef ég pyntað sjálfa mig í fleiri fleiri daga og tuldrað on'í barm minn: "Þér er þetta mátulegt Bergljót, fljótfærni þín hvatvísi og dómgreindarbrestur á einhverntíma eftir að valda þér verulegum vanda." Eins og það hafi ekki komið fyrir mig. Ó jú! En ég róa mig síðan með því að segja við sjálfa mig: "Já þú ert ekki eins og fólk er flest og vinir þínir vita það. Samt eru þeir vinir þínir. Hinir mega halda það sem þeir vilja."

Ekki nóg með það að ég sé léttgeggjuð, þá eru tíkurnar mínar það líka. Þær taka nefnilega upp á að mjólka hvolpum hvort sem þær hafa gotið þeim eða ekki. Það dugar þeim að önnur eignist hvolpa. Nokkrum dögum síðar eru komin júgur full af mjólk á hina sem leggst hjá móður og hvolpunum og hjálpar til við uppeldið. Þannig er ég með tvær mæður núna sem hugsa saman um sex hvolpa þeirrar yngri eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Þriðja tíkin sker sig ekki síður úr, en best að segja ekki frá því hér að sinni.

Svona hefur þetta verið hjá mér í þrjú síðustu got en þegar ég sagði einni hundavinkonu minni fyrir skemmstu frá þessu undri, fannst henni það ekki einkennilegt; eigandinn væri skrýtinn; hvernig ætti annað að vera en hundarnir væru það líka?

Svo má ég til með að láta eina yndislega fljóta með.Aldrei kyrrir


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband