Færsluflokkur: Fjölmiðlar og fólk
4.2.2007 | 01:55
SME gerir hreint og mokar restinni af gamla "DV hyskinu" út
Sú forvitna hleraði fyrir helgi að sme hafi sópað rækilega úr öllum hornum og loftað út þefinn sem hann þoldi ekki af gamla DV. Því "hyski" sem hann neyddist til að ráða þegar hann settist við stjórn á hans metnaðarfulla og pena DV. Sagan segir að gamli DV fnykurinn hafi bara alls ekki þótt nógu fínn og þefurinn illa blandast þeim ferska og ljúfa ilm sem ritstjórinn, metnaðarfulli vildi að hið endurreista DV lyktaði af.
Heimildir forvitnu blaðakonunnar herma að nær allir hafi kosið að hætta þegar Sigurjón tók við, en örfáir af gamla DV létu reyna á starf á endurreistu DV með nýja ritsjóranum. Þrátt fyrir að þeir sem nú hafa fengið reisupassann frá Hjálmari Blöndal og ritsjóranum sjálfum hafi reynt að aðlaga sig breyttum áherslum á afskaplega viðringarverðu og vönduðu blaði ritsjórans, mun það ekki hafa tekist.
Eftirhreturnar frá DV undir stjórn Mikaels og Jónasar og undir það síðasta Óskars Hrafns og Freys gátu ekki losað sig við það viðhorf að þeim bæri að skrifa fyrir lesendur en ekki ritstjórann metnaðarfulla sem ekki gat hugsað sér að viðringarverða blaðið hans minnti á DV, það skelfilega sorablað á nokkurn hátt, ekki einu sinni að það yrði keypt af lesendum.
Heimidarmenn forvitnu blaðakonunnar telja að þessir fyrrum "sorpblaðamenn" hafi bara alls ekki getað vanið sig af því að skrifa það sem þeir höfðu lært af fyrri ritstjórum, sum sé að lesendur hefðu gaman af að lesa það sem þeir skrifðu og allt sem minnti á fyrri blað gat metnaðarfulli ristjórinn sme alls ekki sætt sig við að birtist í hans vandaða blaði.
Hættan á að inn á síður þess slæddust fréttir af fólki, jafnvel frægu fólki var fyrir hendi. Hans blað átti ekki að vera sorpblað og nýja DV mátti ekki undir neinum kringumstæðum verða skemmtilegt, heldur ætti að taka það alvarlega en allra síst að skemmta lesendum með ómerkilegum fréttum um ferðir þeirra frægu, búsetu, giftingar og skilnaði þeirra. Nei stefnan væri að gera vandaðan fjölmiðil sem lesin væri af örfáum og einkum og sér í lagi meðvituðu fólki. Þeir meðvituðu kæri sig bara alls um að lesa skemmtileg blöð.
Auk þess upplýstu heimildarmenn þeirrar forvitnu að þessir örfáu fyrrum blaðamenn á því skelfilega blaði sem var, væru vanir skemmtilegum móral þar sem skoðunarskipti manna á milli væru sjálfsögð og allir væru jafnmikilvægir. Þau urðu þess fljótt áskynja að þar var aðeins einn sem réði. Skipstjórinn á skútunni, sjálfur sme. Það veit enda enginn betur en ritstjórinn sjálfur að það er aðeins pláss fyrir einn skipstjóra á hverju skipi enda þekkti hann það af eigin reynslu.
Það gátu náttúulega fyrrum blaðamenn á sorpblaði ekki lært. Annað var því ekki í stöðunni en sópa "sorablaðmönnunum" út enda hætta á að aðrir drægju dám af viðhorfum þeirra og hættu að hlægja, tala, þegja eða skrifa þegar skipstjórinn mætti niður á dekk til að fylgjast með hvort ekki væri verið að skrifa í takt við fyrirmæli stjórnas. Og svo má ekki gleyma að það þurfti að losa nokkur pláss fyrir eitt afkvæmið enn. Ekki það, að stúlkan sú er afbragðsmanneskja og fínn fréttamaður, föður sínum til sóma og vel skiljanlegt að hann hafi ekki hætt fyrr en hún fékkst um borð í skútana.
Fjölmiðlar og fólk | Breytt 7.2.2007 kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.1.2007 | 01:24
Geggjaðar tíkur draga dám af eiganda sínum
Hún kom vel við vondan auglýsingin frá SAFT sem sýnd hefur verið í sjónvarpi undanfarna daga. Þessi um drenginn sem kallaði vin sinn fávita og lenti illa í því. Ég þekki það af eigin raun að hafa skrifað tóma tjöru inn á þessa síðu og fengið vondan sting í magann í hvert sinn sem ég hef hugsað til orða minna.
Skrýtið; ég er ekki óvön að skrifa pistla í þau blöð sem ég hef starfað við og man sjaldan eftir að hafa fengið verulega bakþanka. Stundum dálítinn bjánahroll þegar blaðið er komið út og ég les yfir skrif mín, en aldrei hefur neitt valdið mér slíku hugarangri í marga daga eins og skrif mín hér á þessari síðu hafa stundum gert. Jú, jú, ég veit, ég gæti hæglega þurrkað út bullið eftir mig en ég hef frekar kosið að stinga hausnum í sandinn og láta sem ég viti ekki af skömm minni með því að opna alls ekki síðuna.
Þannig hef ég pyntað sjálfa mig í fleiri fleiri daga og tuldrað on'í barm minn: "Þér er þetta mátulegt Bergljót, fljótfærni þín hvatvísi og dómgreindarbrestur á einhverntíma eftir að valda þér verulegum vanda." Eins og það hafi ekki komið fyrir mig. Ó jú! En ég róa mig síðan með því að segja við sjálfa mig: "Já þú ert ekki eins og fólk er flest og vinir þínir vita það. Samt eru þeir vinir þínir. Hinir mega halda það sem þeir vilja."
Ekki nóg með það að ég sé léttgeggjuð, þá eru tíkurnar mínar það líka. Þær taka nefnilega upp á að mjólka hvolpum hvort sem þær hafa gotið þeim eða ekki. Það dugar þeim að önnur eignist hvolpa. Nokkrum dögum síðar eru komin júgur full af mjólk á hina sem leggst hjá móður og hvolpunum og hjálpar til við uppeldið. Þannig er ég með tvær mæður núna sem hugsa saman um sex hvolpa þeirrar yngri eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Þriðja tíkin sker sig ekki síður úr, en best að segja ekki frá því hér að sinni.
Svona hefur þetta verið hjá mér í þrjú síðustu got en þegar ég sagði einni hundavinkonu minni fyrir skemmstu frá þessu undri, fannst henni það ekki einkennilegt; eigandinn væri skrýtinn; hvernig ætti annað að vera en hundarnir væru það líka?
Svo má ég til með að láta eina yndislega fljóta með.
Fjölmiðlar og fólk | Breytt s.d. kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Illugi Jökulsson minn gamli og góði vinnufélagi, ritstjóri með meiru er mættur til starfa.Það er vinalegt að sjá hans einstöku sænskættuðu bifreið lagt fyrir utan vinnustað minn að nýju. Rauði Volvoinn hans Illuga er ákaflega táknrænn fyrir manninn og það eru líklega komnir ár og dagar sem hann hefur ekið á þessum bíl.
Fyrst man ég eftir honum innar í götunni í húsi Þýsk Íslenska. Þar unnum við bæði hjá Genialoga Islandurum, miklu spútnikfyrirtæki sem fór lóðrétt á hausin eftir árið. Illugi var að skrifa Öldina síðustu, fyrir Jóhann Pál, en ég varð að vinna að bók um ættir manna og skrifa ítarefni um merkismenn og konur sem hægt var að finna heimildir um. Það er svo merkilegt með þessa eðalbifreið að þótt að milljón aðrir bílar séu á planinu, sér maður bara þessa einu bifreið. Það er bara ekki hægt að komast hjá því. Bifreiðin er Illugi holdi klædd, svei mér þá og ég held að alla mína ævi muni ég horfa á Illuga sjálfan þegar ég sé svona bifreið. Hann er hún og hún er hann, svo einfalt er það
En leiðir okkar Illuga lágu saman á þeim mæta vinnustað. Við vorum eigi að síður tæplega málkunnug eftir það ár, enda vann hann ekki á staðnum, kom aðeins uppeftir annað slagið. Illugi er heldur ekki sú manngerð sem tekur eftir einhverju sem hann þarf ekki að veita athygli.
Á DV var ekki hjá því komist að kynnast ritstjóra sínum. Það var heldur ekki hjá því komist á endanum en að festa á hann ást. Eins ólíkir þeir Mikael Torfason og hann eru, þá eiga þeir það sameiginlegt að miðaldra blaðakonur, lesist kona festir á þá ævilanga ást sem hvorki tíminn sjálfur ágreiningur né táradalur fær grandað. Og nú er hann kominn til að ritstýra að nýju - því miður bara allt öðru blaði og á allt öðrum forsendum en hér í eina tíð. Ég el þó þá von í brjósti að það fari að vera "skemmtilega" fundafært að nýju. Svo ekki sé talað um þegar fréttastjórinn fyrrverandi og ritsjórinn Reynir kórónar það og mætir á svæðið. Þá verður mér hugsað til stressandi krísufunda eftir hádegi á föstudögum á skrifstofu Illuga, sem voru engu líkir. En alltaf skemmtilegir. Hvernig átti annað eins að vera þegar fjórar manneskjur, eins ólíkar hverjum meðalljóni og hugsast gat, létu gamminn geysa og köstuðu á milli sín hugmyndum sem oftar en ekki varð úr forsíða sem tók öllum öðrum fram.
Fjölmiðlar og fólk | Breytt 29.1.2007 kl. 00:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er ósköp fegin að þurfa ekki að vera lengur í samkeppni við Reyni vin minn Traustason. Það hefur líklega ekki fari mér vel að standa í hnútakasti við hann sem andstæðing. Mun betur fellur mér að vera með honum í liði og ég hlakka til að taka til starfa á nýju ári og byggja áfram upp gott blað með nýjum liðsmönnum; eða gömlum, allt eftir því hvernig á það er litið.
Elsku kallinn hefur stundum verið sár út í mig; ekki fundist hann eiga það skilið frá mér að ég væri að hnýta í hann og verk hans hér á síðunni minni. Mest hef ég samt verið að stríða honum; einmitt vegna þess að ég varð þess vör að sú stríðnin sú hitti í mark. En það var fjarri mér að einhverjar meiningar lægju að baki. Þeir þekkja það sem hafa verið í íþróttum að engin er annars bróðir í leik. Og Reynir sjálfur fór ekki dult með að svo er ekki.
Sjálf var ég í mörg ár í keppnisliði og stelpurnar í KR, Víkingi eða Fram voru svarnir óvinir á vellinum. En þess á milli vorum við bestu vinkonur. Þannig er keppni á milli liða. Reynir gekk úr liðinu og fór í annað og þar með var hann svarinn óvinur á vellinum. En lengra náði það ekki; hann var vinur minn eftir sem áður utan vallar. En ósköp þykir mér gott að við skulum vera komin í sama liði aftur.
---------------------------------------0000-----------------------------------------
Annars voru áramótin nokkuð góð hjá mér ef frá eru talin lætin á gamlárskvöld og langt fram eftir nóttu á nýju ári. Ekki það að ég sé orðin svo gömul að ég þurfi að loka mig inni á baði í beinu sambandi við 112, eins og blessuð gömlu hjónin í Garðabænum sem sagt var frá í fréttum í gærkvöld. En hundarnir mínir áttu bágt, ekki síður en þau gömlu. Gná, tíkin mín sem var með sólahringsgamla hvolpa, (sjá www.sifjar.is ) var frávita af hræðslu við hvern hvell allan daginn.
Um miðnætti skrúfaði ég sjónvarpið með tónleikum frá Hallgrímskirkju á fullt, lokaði öllum gluggum og hurðum til að hún heyrði sem minnst og reyndi að láta sem ég vissi ekki af látunum. Ég óttaðist að hún missti alla mjólk og hamaðist við að gefa henni að borða og drekka allt það besta sem hún vissi. Hún fékk helminginn af kengúrusteikinni sem við snæddum í kvöldmat og þeyttan rjóma eins og hana lysti. Ég vakti alla nóttina yfir henni og það var ekki möguleiki á að koma henni út að pissa; og ekki enn með góðum móti.
En allt fór þetta vel. Hún mjólkar sínum yndislegu sex hvolpum vel og er að róast. Þær voru svona hræddar þrjár af fimm tíkunum en sú elsta og kötturinn sem eru jafngömul, rótuðu sér ekki, enda lífsreynd og öllu vön.
Við vorum bara tvö heima í fyrsta sinn frá því ... jaa ég veit bara ekki hvenær. Líklega á ævinni. Mér þotti það gott; líkar illa partýstand þetta kvöld. Hef reyndar alla tíð frá því ég eignaðist börn, verið þeirrar skoðunar að gamlárskvöld sé ekki til drykkju fallið. Finnst öll önnur kvöld ársins betur til þeirra iðju gerð.
Auk þess finnst mér það nánast helgispjöll að ganga inn í nýtt ár illa fyrirkallaður. Þá á maður einmitt að vera góðu formi, vel út sofin og hress. Mér finnst ömurlegt að vakna á nýju ári einhvern tíma síðdegis grúttimbruð og ómöguleg. Hef ekki gert það síðan ég var nítján og á klárlega ekki eftir drekka mig timbraða úr þessu á gamlárskvöld.
23.12.2006 | 02:08
Hélt ég væri ekki lengur forvitin blaðakona heldur, spunameistari og héti, Denna Arnarr, Petra Gunna, Birna eða Sigmör
Nei, nei, ég er ekki alveg hætt að blogga, en ég starfa við það að skrifa annað en blogg og fæ greitt fyrir það. Það er því engin spurnin um forgang. Það er líka eins og allt hellist yfir mann sömu dagana. Síðustu daga hef ég sumsé setið við tölvuna, hér heima og í vinnunni og skrifað ... talað, spurt, fengið svör og skrifað enn þá meira.
Á meðan hryn ég niður í heimsóknum, ég sem var komin í sjötta sæti á lista vinsælustu bloggara á Mbl. Dansaði um á forsíðu Moggabloggs kyssti hundinn Gná sem aldrei fyrr. Voða hreykin og upp með mér. Fannst um tíma að ég væri bara nokkurs mikils virði... já, ég væri nú jafnvel ögn skemmtileg stundum og það væru nú kannski einvherjir aðrir en vinir og kollegar sem nenntu að lesa hratið sem upp úr mér hrykki.
Þegar heimsóknir fóru yfir tvö þúsund einn daginn fór ég meira að segja að finna fyrir dálítilli framsóknargæfu, innra með mér. Kannski blóðið hafi varið að renna til skyldunnar? Því til sönnunar, vissi ég ekki af fyrr en ég var búin að hringja í umhverfisráðuneytið og tala með tungum tveimur við Jónínu Bjartmarz. Gerðist svo djörf að segja henni hvað væru forgangverkefni ráðuneytisins.
Þið sem ekki hafið hugmynd um hvað það er skal upplýst að það þarf auðvitað að taka rækilega til endurskoðunar lög um dýravernd fá 1700 eða 1800... Nei það eru kannski ýkjur en frá því snemma á síðustu öld alla vega.
Endaði á að bjóða ráðherranum liðsinni. Hún gæti hæglega tilnefnt mig í væntanlega nefnd. Og við gætum alveg rutt þessu frá fyrir lok vorþings. Háttvirtur ráðherra tók þessu vel og Nína, mín gamla skólasystir bað mig endilega að skrifa rökstuðning og tromma síðan í ráðuneytið með þá sem væru í forsvari þeirra sem ættu hagsmuna að gæta í þessu máli.
Það er því ekki skrýtið þegar ég fylgdist með öllum þessum heimsóknum að mér færi að líða eins og ég héti ekki lengur Bergjót og væri kölluð Begga, væri ekki forvitin blaðakona, heldur orðin spunameistari eða eitthvað enn merkilegra. Kannski héti ég bara, Denna Arnarr, Birna Birnudóttir, Guðmunda, Petrína eða Sigmögur. En það er með velgengnina eins og svo margt annað, hún getur snúist í hönum manns ef maður gáir ekki að sér.
Og á nokkrum dögum er ég komin í hóp aumustu bloggara. Við engan er að sakast nema sjálfa mig, nema vera skyldi Mannlíf og skrattakollinn hann Mikka sem hefur yfir mér forræði. Mannlíf er sem sagt að fara í prentun á miðvikudagsmornun og það var ekki um annað en ræða að hella sér í vinnu, ef maður ætlaði ekki að sitja yfir jólin við skriftir eða með uppsagnabréfið í höndunum. Hvort það hefði ekki verið betra að sjá tölurnar tikka á blogginu og fara upp, upp og upp?
Já, Mikki Torfa, sá kauði hefur ýmislegt á samviskunni, eins og þjóðin náttúrulega vissi hérna um árið. En ég vissi auðvitað betur, hef vitað lengi og veit enn að samviska hans var ekki svo mikið sem gráföl. Núna hefur hann bætt í hana svörtu kóninn sá, með því að setja mig út af sakramentinu á Moggabloggi. Nú má ég þakka fyrir að fá fimm heimsóknir á dag ef ég verð virkilega dugleg og opna allar þrjár tölvurnar hérna heima, mína í vinnunni og tek um kverkarnar á Magnúsi áður en hann fer í vinnu eða neita að sofa hjá honum þegar hann kemur heim nema að hann opni líka bloggið mitt.
Nema ég fari að skrifa eins og manneskja þannig að einhver nenni að lesa. Kannski er það heillavænlegast, en ekki fyrr en eftir allt þetta jóla - og áramótavesen.
Fjölmiðlar og fólk | Breytt 28.12.2006 kl. 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.12.2006 | 20:31
Kemur á óvart að Trausti skuli ráðinn ritstjóri á Blaðið
Menn hafa lítið velt fyrir sér undanfarna daga hver væntanlegur ritstjóri Blaðsins yrði. Nú er það ljóst, Trausti Hafliðason tekur við skútunni af sme. Mér kemur það á óvart;nafn hans hafði ekki hvarflað að mér, en Trausti er klárlega vel að upphefðinni kominn.Vænn strákur og skemmtilegur.
Spurningin er nú hverja hann tekur með sér eða hvort þeir sem fyrir eru haldi áfram og fylgi ekki sme. Ég sé það ekki fyrir mér að Binni sitji áfram sem fréttastjóri, hann vildi jú vera ritstjóri en þeir Trausti hafa í gegnum árin verið á svipuðu róli. Voru báðir vaktstjórar á Fb um svipað leyti, en síðan fylgdi Binni sme og Trausti var fréttastjóri á Fb.
Það er meira en lítið gaman að fylgjast með hræringum á fjölmiðlamarkaðnum, eins dauði er annars brauð og eftir því sem blöðum fjölgar fá fleiri óbreyttir blaðamenn tækifæri til stjórnunarstarfa. Ég hef hins vegar ekki skilið það almennilega hvers vegna menn sækja svo stíft eftir stjórastöðum. Skil ekki hví þeir sem hafa hæfileikana geta bara ekki verið stjörnublaðamenn og ákveðið laun sín á þeim forsendum. En það eru kannski bara þeir sem ekki stíga upp metorðastigann, sem hafa þessa skoðun og afsaka sig með því að það sé bara ekkert gaman að vera ritstjóri.
Nota bene að mér undanskyldri. Ég hef frá upphafi færst undan því að taka að mér stjórastöðu á fjölmiðli þrátt fyirir að hafa átt þess kost. Kann betur við mig á gólfinu enda finnst mér skemmtilegast að skrifa og vera í hringiðu fréttanna. Finnst ekki eftirsóknarvert að raða fréttum inn á síður og standa í því argaþrasi sem fylgir því að vera i ábyrgðarstöðu.
Það er svo annað mál hvort skynsamlegt er að vera þannig þenkjandi í raun. Reynslan sýnir að hætta er á að menn séu ekki metnir að verðleikum. Hef velt fyrir mér að undanförnu hvort þetta er rétt afstaða. Titilinn virðist hafa allt að segja burt séð frá hæfileikum. Kannski hljóta þeir sem kjósa ekki upphefðina, ekki virðinguna sem stjóranafnbótin gefur. Og því ekki metnir að sanngirni þegar allt kemur til alls.
En Trausta töffara óska ég velfarnaðar í starfi og get fullyrt að það er enginn svikinn af því að vinna við hans hlið eða undir hans stjórn. Um það get ég vitnað; fínn drengur Trausti.
Fjölmiðlar og fólk | Breytt 16.12.2006 kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2006 | 19:53
Stríðni Reynis hvolpaföður hittir hann sjálfan fyrir
Reynir minn Traustason sendir mér orð í athugsemdakerfinu og telur mig ekki rökstyðja mál mitt varðandi færslu mína um Pál Ásgeir. Hún er eftirfarandi:
Óskráður (Reynir Traustason), 11.12.2006 kl. 17:43
Það er hárrétt hjá Reyni, ég fór ekki út í að nefna dæmi um slakleg vinnubrögð Páls Ásgeirs, enda þarfnast það tíma að fara í gegnum þau tilvik þar sem hann fer með rangt mál í öllum þremur greinunum sem hann hefur látið frá sér um fallna fjölmiðla. Hver veit nema að ég geri það ef mér gefst tími til.
Í færslu minni nefndi ég einungis að hann hefði mátt tala við fleiri, nefna heimildarmenn og tala við þá sem að málum komu og vissu gjörla hvernig mál þróuðust. Ég gagnrýndi hann fyrir það og nefni hér að aldrei heyrði ég orð frá Páli Ásgeiri, þrátt fyrir að ég hafi verið í þeirri stöðu á DV að vita nákvæmlega hvað þar fór fram, sat flesta fundi þar um stefnu blaðsins og lagði hjarta mitt og sál í þetta blað. Enda var ég, þó utanaðkomandi fólki væri það ekki kunnugt, í nánu samstarfi við ritstjórana Jónas og Mikael, fréttastjóra og blaðamenn og hafði þar með talsverð áhrif á daglega ritstjórnarstefnu og þróun.
Fleiri blaðamenn á ritstjórn sem vissu hvernig mál þróuðust, kannski betur en margur annar, kom hann ekki að máli við. Þegar ég las greinina fór ekki fram hjá mér hvað var ofsagt og hvað skorti til að gefa sem réttasta mynd af því sem fram fór á DV síðasta árið áður en upp úr sauð.
Þegar ég las síðan grein hans um NFS fann ég að þar var ekki allt sannleikanum samkvæmt. Bæði vegna þess að NFS var við hlið okkar og samgangur á milli, margir starfsmenn þar mér vel kunnugir og vinir margra okkar. Í mín eyru bárust gagnrýnisraddir þeirra, þar sem einstakra dæma var getið um skort á heimildavinnu Páls Ásgeirs.
Umfjöllun um Birting og Fróða sem Páll Ásgeir fjallaði um nú í síðustu Ísafold var með sama marki brennd; ekki rætt við þá sem skiptu máli og vissu manna best hvað þar fór fram.
Það væri að æra óstöðugan að nefna öll þau dæmi hér, en það er allt eins víst að ég ég gefi mér tíma og taki allar þessar greinar Páls Ásgeirs og fari lið fyrir lið ofan í fullyrðingar og nefni dæmi því til sönnunar að þar er ekki allt sem sýnist.
Ætlun mín var alls ekki að særa Reyni eða gera lítið úr honum. Hann treystir sínu fólki og ver það eðlilega fyrir gagnrýni og eða áskökunum; það skil ég mæta vel. Vona að Reynir minn taki það ekki til sín enda á ég síður en svo nokkuð sökótt við hann blessaðan sem nú er orðin fjögurra hvolpa faðir. Neita því hins vegar ekki að ég hef meira en gaman af að stríða honum dálítið; hann er nefnilega með stríðnari mönnum sjálfur. Það er bæði gömul og ný saga að stríðnispúkar eins og hann sjálfur, eiga manna efiðast með að taka sjálfur stríðni. Einmitt þess vegna er svo gaman að stríða honum.
Fjölmiðlar og fólk | Breytt 12.12.2006 kl. 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2006 | 07:06
Blaðið hennar Siggu Daggar
Mér finnst menn vilja misskilja Siggu Dögg þegar vitnað er til þess sem hún segir um nýja blaðið þeirra Valda sem þau eru með í burðarliðunum. Menn sem hér á blogginu hafa lagt út af þessum orðum vita alveg hvað hún er að fara þegar hún segir:
Í anda Pulitzer, verður stefna þessa nýja vikurits að eiga ekki neina vini. Auk þess mun blaðið aðeins hafa eina skoðun - að vera alltaf á móti.
Auðvitað er hún að tala um að blaðið eigi að vera gagnrýnið og ekki handbendill neinna afla. Þannig ættu allir fjölmiðlar að vera og ég get ekki annað en fagnað tilkomu þessa blaðs. Sigga Dögg er klár, metnaðarfull og kraftmikil ung kona sem ég trúi að eigi eftir að ná langt á þessu sviði. Það er snjall leikur hjá henni að fá Örnu sér við hlið því fáir eru betur tengdir inn í pólitíkina en Arna.
Arna er líka eldklár og metnaðarfull en hefur alls ekki notið sín á Mogganum. Ég veit að í henni býr langtum meira en hún hefur haft svigrúm til að sýna þar. Ég hef þekkt Örnu lengi og veit hvaða kostum hún er búin. Það verður meira en gaman að fylgjast með þessu blaði, einkum og sér í lagi þar sem konur verða í meirihluta á ritstjórninni.
Ég óska Siggu Dögg, Valda og væntanlegri ritstjórn til hamingju með þetta framtak og hlakka til að fylgjast með.
Fjölmiðlar og fólk | Breytt s.d. kl. 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.12.2006 | 00:54
"Minningagreinar" Páls Ásgeirs um látna fjölmiðla
Páll Ásgeir Ásgeirsson skrifar enn eina "minningargreinina" um fallna fjölmiðla í nýjasta hefti Ísafoldar. Páll Ásgeir er að mörgu leyti skemmtilegur penni og kann að orða hlutina. En þar með eru gæði þessara greina upptalin, því rangfærslurnar eru svo margar að ég furða mig á því hvernig hann gat látið þetta frá sér.
Ég get sagt þetta því það vill svo til að ég hef unnið á tveimur þeirra fjölmiðla sem hann skrifar um og þekki prýðilega til eins til viðbótar. Hann skrifaði grein í Mannlíf, á meðan Reynir ritstýrði því, um fall DV og vitnaði þar í nokkra fyrrverandi og þáverandi starfsmenn sem sumir að minnsta kosti, báru að ekki væri rétt eftir þeim haft, heldur bætt í og tekið út. Ég var í mitt í hringiðunni allan tímann sem DV kom út sem dagblað og veit giska vel hvað fram fór á ritstjórninni. Ég kannaðist ekki við helming þeirra fullyrðinga sem fram kom í þeirri grein.
Í Ísafold nú, er Fróði til umfjöllunar allt frá upphafi fram að eigendaskiptum og jafnvel eftir að Birtingur varð til. Ég get ekki tjáð mig um fyrri ár, því um þau veit ég lítið, en svo mikið veit ég að Páll Ásgeir veður í villu og svima í síðari hluta greinarinnar. Það stendur ekki steinn yfir steini í þeim hluta sem mér ætti að vera vel kunnugur og spurning hvort verra er allt sem hann lætur ósagt eða sagt.
Hann vitnar ekki í nokkurn mann og gaman væri að vita við hvern hann hefur talað við vinnslu þessarar greinar. Eða hlustaði hann bara á orðið á götunni og skrifaði síðan grein?
Fjölmiðlar og fólk | Breytt s.d. kl. 06:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.12.2006 | 14:23
Mamma töffari og ástin hans Jóa í Bónus í Mannlífi
Nýtt og spennandi Mannlíf er komið út en hæst ber viðtal við Jóhannes Jónsson í Bónus og konu hans Guðrúnu Þórsdóttur. Jói er beinskeyttur að vanda og segir hlutina hreint út. Hann talar um stóru ástina sína, Guðrúnu Þórsdóttur, sem hann hefur búið með í nokkur ár. Og svo auðvitað aðförina að fjölskyldu hans sem tekið hefur meira en lítið á þau öll.
Í blaðinu er einnig viðtal við Þórdísi Filipsdóttur, dóttur Vigdísar Grímsdóttur rithöfundar. Yfirskriftin er, "Mamma töffari" en hún sat háólétt á sjúkrabeði móður sinnar sem veiktist lífhættulega í vor og var vart hugað líf. Það var ekki fyrr en Vigdís var úr allri hættu að Þórdís gaf sér tíma til að fara á fæðingardeildina og það lá beint við að sú stutta fengið nafnið, Vigdís Grace. Hún segir líka frá uppeldinu á "Kaffi Njálu" eins og hún kallar æskuheimili sitt og persónunum í bókum móður sinnar sem þar sátu sem fastast.
Grein um hina nýju Gullkynslóð er í blaðinu og viðtal við Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðluleika sem talar af einlægni um nýlegan skilnað, sársaukann sem fylgir því að missa fóstur og löngunina til að eignast barn.
Mulningsvélin hin eina og sanna þekkja þeir sem fylgdust með handboltanum fyrir 20-30 árum. Það voru strákarnir í Val sem fengu nafnið á sig fyrir ótrúlega sterk vörn liðsins sem. En mulningsvélinr tikkar en þá, þó að strákarnir séu komnir á sextugsaldur og sumir jafnvel yfir það. Þeir hafa haldið hópinn og eru líklega betri vinir en nokkru sinni fyrr.
Begga mín kæra. Væri ekki rétt af þér að tilgreina hverjar rangfærslur PÁÁ eru í stað þess að fullyrða eins og þú gerir. Sjálf ertu fórnarlamb Ólínu Þorvarðardóttur sem lýst hefur opinberlega rangfærslum þínum og Mannlífs og þú veist hve auðvelt er að skjóta sendiboðann án ástæðu. Ekki verða eins og bloggari hins fallna forsætisráðherra og staðhæfa án þess að innistæða sé fyrir því. Þú ert alltof vönduð til þess þótt hliðarhoppin séu nokkur þegar kappið ber þig ofurliði. Og meðan ég man; það eru komnir hvolpar.